Fara í efni

Þetta eru innanhússtrendin sem verða vinsæl í sumar

Heimili & hönnun - 30. apríl 2025

Hvaða innanhússtrend verða vinsæl í vor og sumar? Og hvernig getum við með einföldum hætti lagað þau að heimilinu? HÉR ER leitaði ráða hjá valinkunnum sérfræðingum og spekúlöntum.

„Hægt er að velja sjálfbær efni eins og endurunninn við og náttúrulega textíla, sem bæði eru umhverfisvænni og hafa þetta hlýlega útlit sem við virðumst leitast mikið í þessa dagana.“ -Svala Jónsdóttir, innanhússarkitekt. Mynd: Þórkatla Sif Albertsdóttir.

Náttúrulegar og hráar áferðir

Svala Jónsdóttir innanhússarkitekt segir að með vorinu munum við halda áfram að sjá notkun á náttúrulegum og hráum efnum sem skapa hlýleika og ró í rýmum. Efni eins og leir, kalkmálning, terrazzo, ull og hör verði áfram vinsæl, enda veita þau heimilum hlýlegt og rólegt yfirbragð.

„Hugmyndafræðin á bakvið Slow Living hentar vel í þessu samhengi,“ bendir Svala á en sú hugmyndafræði snúist um meðvitaða og einfaldari nálgun þar sem gæði eru einnig sett í forgang fram yfir magn.

„Til að innleiða þetta á heimilið mæli ég með að prófa kalkmálningu á veggi,“ segir Svala, „velja borðplötur eða gólfefni úr endurunnum steini og nota náttúruleg efni eins og ull og hör í teppi, púða og rúmföt.“

Still: The Slow Home, Penninn Eymundsson, 8.199 kr.
The Kinfolk Home: Interiors for Slow Living, Penninn Eymundsson, 8.199 kr.
Mynd / Þórkatla Sif Albertsdóttir.
100% endurunninn kvartssteinn frá S. Helgasyni og marmaraskál frá H&M home.

Sjálfbærni og endurnýting

Svala segir að með aukinni umhverfisvitund sé sjálfbærni orðin lykilþáttur í innanhússhönnun. Fólk sé í auknum mæli að huga að fjárfesta í gæðavöru sem endist lengur, endurnýtingu húsgagna og vali á vistvænum efnum og það muni ekki draga úr því í vor. Þvert á móti verði sjálfbærni og endurnýting áberandi.

„Það er einfalt að tileinka sér þetta með því að gefa gömlum húsgögnum nýtt líf, til dæmis með því að mála þau, skipta um höldur eða endurnýja slitinn búnað,“ segir Svala. „Einnig er hægt að velja sjálfbær efni eins og endurunninn við og náttúrulega textíla, sem bæði eru umhverfisvænni og hafa þetta hlýlega útlit sem við virðumst leitast mikið í þessa dagana.“

Náttúrulegt efnisval verður vinsælt, segir Svala, sem á heiðurinn að þessu fallega eldhúsi. Mynd / Þórkatla Sif Alberssóttir.
Og náttúrulegt yfirbragð. Mynd / Þórkatla Sif Alberssóttir.

Það er einfalt að tileinka sér þetta með því að gefa gömlum húsgögnum nýtt líf, til dæmis með því að mála þau, skipta um höldur eða endurnýja slitinn búnað.

Hönnun Hans J. Wegner er eilífðareign en þessi eikarstóll frá honum fæst í Epal, 138.000 kr.
Svala segir að við munum halda áfram að sjá notkun á náttúrulegum og hráum efnum sem skapa hlýleika og ró. Mynd / Þórkatla Sif Alberssóttir.
Hugmyndafræði Slow Living henti vel í því samhengi en hún snúist um að setja gæði í forgang fram yfir magn. Mynd / Þórkatla Sif Alberssóttir.
Þá mælir hún með notkun náttúrulegra efna, t.d. ull og hör í teppi, púða og rúmföt til að innleiða þá hugmyndafræði. Mynd / Þórkatla Sif Alberssóttir.

Sniðugar snjalllausnir

Þá bendir Svala á að tæknin haldi áfram að breyta heimilislífinu og snjalllausnir verði sífellt algengari. „Fólk vill auka þægindi og spara orku með snjallstýrðum kerfum, sem gera daglegt líf einfaldara og skilvirkara,“ útskýrir hún og segir alls ekki flókið að innleiða slík kerfi á heimilið.

„Með snjallperum geturðu til dæmis stjórnað birtustigi og litum í gegnum síma eða raddstýringu til að skapa rétta stemningu fyrir hvert tilefni,“ nefnir Svala. Einnig sé hægt að fjárfesta í tækjum sem fylgjast með orkunotkun heimilisins og hjálpa til við að draga úr óþarfa rafmagnsnotkun. „Þetta er frábær leið til að sameina nýjustu tæknilausnir og sjálfbæra hugsun,“ segir hún og brosir.

Fallegt allan ársins hring

„Rústik rauður er bæði hlýr og notalegur litur og það þarf alls ekki að vera flókið eða dýrt að taka hann inn á heimilið. Til dæmis má mála einn vegg rústik rauðan eða kaupa textíl, mottur, púða, dúka og veggteppi í þessum fallega lit.“ - Stella Birgisdóttir, innanhússhönnuður.

Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður er sammála því að náttúrulegar og hráar áferðir verði vinsælar með vorinu. „Ég held að hrá leirker verði áberandi, bæði innan og utandyra,“ nefnir Stella sem dæmi um trend og segir einn helsta kost þess hversu auðvelt sé að innleiða það á heimilið. Hrá leirker með afskornum blómum eða plöntum geri mikið fyrir einfalt rými og séu auk þess falleg allan ársins hring.

Hrá leirker með afskornum blómum eða plöntum verða vinsæl í vor, segir Stella.

Ég held að hrá leirker verði áberandi, bæði innan og utandyra.

Stella telur að rústik-rauður verði áberandi.

Rústik rauður ryður sér til rúms

Stella telur að rústik-rauður litur verði sömuleiðis áberandi með hækkandi sól. „Þetta er bæði hlýr og notalegur litur og það þarf alls ekki að vera flókið eða dýrt að taka hann inn á heimilið. Til dæmis má mála einn vegg rústik rauðan eða kaupa textíl, mottur, púða, dúka og veggteppi í þessum fallega lit.“

Veggteppi frá Ferm Living, Epal, 14.900 kr.
Epal, 14.900 kr.
Púði úr vor/sumarlínu H&M Home.
Mínívasar, Epal, 5.350 kr.
Rúmteppi úr bómull, Epal, 29.900 kr.
Gólfvasi, Epal, 21.500 kr.
Epal, 7.300 kr.
Epal, 14.950 kr.
Søstrene Grene, 2.730 kr.
Úr vor/sumarlínu H&M Home.
Gólfvasi frá Georg Jensen, Líf og list, 45.650 kr.
Lampar úr náttúrulegum efnivið verða í tísku að mati Stellu.

Lampar úr náttúrulegum efnivið

Lampar úr náttúrulegum efnivið er annað trend sem Stellur telur að verði vinsælt. „Sjálf held ég mikið upp á lampa,“ segir hún. „Fallegir lampar geta nefnilega virkað eins og listmunir. Og það er alveg ótrúlegt hvað einn lampi getur oft og tíðum haft mikil áhrif. Hann getur umbreytt heilu rými!“

Eikarlampi frá Eva Solo, Líf og list, 39.980 kr.
Borðlampi frá Le Klint, Epal, 89.900 kr.

Þægindi og notagildi

„Gerum heimilið notalegt, þægilegt, hlýlegt og kósí með fallegum náttúrulegum litum, efnivið og fallegum textíl.“ - Þórunn Högna

Að mati Þórunnar Högna stjörnustílista á fólk eftir að leggja aukna áherslu á notagildi og þægindi. Nú sé til dæmis „inn“ að vera með spa, bendir hún á, eða sína útfærslu af spa heima hjá sér. Mörg séu komin með kaldan pott, nokkuð sem hafi reynst henni sjálfri vel, eða sánu til viðbótar við heita pottinn á heimilinu. En hægt sé að fara aðrar og einfaldari leiðir til að auka þægindi.

„Gerum heimilið notalegt, þægilegt, hlýlegt og kósí með fallegum náttúrulegum litum, efnivið og fallegum textíl,“ segir hún og bendir í því samhengi á að sniðugt geti verið að skipta út textíl, eins og púðum, teppum og handklæðum. „Til dæmis skipta um mynstur eða lit inni á baðherbergi.“

Nú er „inn“ að vera með spa, bendir Þórunn Högna á, eða sína útfærslu af spa-i heima hjá sér.
Mörg séu komin með kaldan pott, nokkuð sem hafi reynst henni sjálfri vel.
Þórunn Högna bendir á að sniðugt geti verið að skipta um mynstur eða lit inni á baðherbergi.

Það má alltaf skipta um mottur. Eða færa til lampa.

Þórunn Högna telur að stórir „djúsí“ sófar verði áberandi.
„Það má breyta uppröðun á sófaborðinu.“
Mynstraðar mottur koma til með að verða vinsælar að mati Þórunnar Högna.

Jarðlitir og mildir tónar

Þá telur Þórunn Högna að stórir „djúsí“ sófar verði mjög áberandi, mynstraðar mottur og hörgardínur í náttúrulegum litum. Og talandi um liti þá segir hún að jarðlitir verði áfram vinsælir; brúnn og mildir grænir og bláir tónar. „Þetta eru litir sem hafa róandi og góð áhrif á okkur,“ bendir hún á.

Gólflampar verði líka enn sýnilegri í ár en þeim fylgi falleg og hlýleg lýsing.

Það má til dæmis breyta uppröðun á sófaborðinu - bækur á borði og í hillum koma að mínu mati alltaf fallega út.

Litlu hlutirnir skipta máli

Annars segist Þórunn Högna mæla með að fólk prófi að endurraða heima hjá sér, bæði færa til húsgögn og líka húsmuni. Það sé ótrúlegt hvað það geti gert mikið fyrir rými. „Það má til dæmis breyta uppröðun á sófaborðinu - bækur á borði og í hillum koma að mínu mati alltaf fallega út. Eða skipta um mottur. Færa til lampa.“ Með öðrum orðum þurfi ekki alltaf að kaupa allt nýtt til að gera heimilið notalegt og kósí. Oft sé líka bara alveg nóg að mála til að breyta til á heimilinu.

Handklæði frá Ferm Living, Epal, 4.250 kr.
Þurrbursti, Søstrene Grene, 1.298 kr.
Ilmkerti frá Home & You, 4.990 kr.
Líf og list, 2.850 kr.
Sápudiskur, Epal, 3.300 kr.
Þvottapokar frá Takk Home, Epal, 3.400 kr.
Handklæði frá Farmers Market, Dúka, 2.900-5.900 kr.
Sumarleg stemning hjá H&M Home.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Stjörnustílistinn Þórunn Högna elskar að skreyta fyrir jólin

Heimili & hönnun

Glæstar hugmyndir á hátíðarborðið

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið