Fara í efni

HÉR ER er lífsstíls- og tískuvefsíða sem veitir lesendum innblástur, hugmyndir og ráð um allt sem tengist tísku, fegurð, hönnun og lífsstíl. 

Okkur langar til þess að HÉR ER verði nýja besta vinkona þín á netrúntinum. Hér verður það nýjasta úr tísku- og hönnunarheiminum, djúsí lífsstílstengt efni og ráðleggingar sem þú getur treyst.

HÉR ER er í eigu Smáralindar. Allar umfjallanir og ráð sem birtast á HÉR ER eru unnar af heilindum og byggjast á raunverulegum skoðunum ritstjórnar HÉR ER. Ef um keypta umfjöllun er að ræða er hún merkt sérstaklega.

Sjáumst á rúntinum!

Starfsfólk

Helga Kristjánsdóttir

Ritstjóri og samfélagsmiðlari

Helga Kristjáns er förðunarfræðingur að mennt með yfir tíu ára reynslu úr tískuheiminum þar sem hún hefur starfað sem stílisti, förðunarfræðingur og blaðamaður en einnig förðunarritstjóri hjá íslenska Glamour og Nýju lífi. Helga hefur sérhæft sig í að skrifa um tísku, hönnun og förðun en einnig stíliserað og farðað fyrir forsíður stærstu tímarita landsins. Helstu áhugamál Helgu eru ljósmyndun, tíska, förðun, matur og menning en hún er eins og gangandi alfræðiorðabók þegar kemur að tískubransanum.

Tinna Jóhannsdóttir

Markaðsstjóri

Tinna starfar sem forstöðumaður markaðsmála og stýrir markaðsstarfi Smáralindar og Regins fasteignafélags og hefur gert síðastliðin þrjú ár. Áður starfaði Tinna sem markaðsstjóri hjá Brimborg, markaðsstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, framkvæmdastjóri Fífu barnavöruverslunar auk þess að hafa stýrt öðrum smásöluverslunum um árabil. Tinna er með MBA gráðu frá Háskóla Íslands, viðskiptafræðingur með áherslu á markaðssamskipti frá Háskólanum á Bifröst og diploma í mannauðsstjórnun frá EHÍ. Tinna er mikill smásölunörd með óbilandi áhuga á verslun og þjónustu.

 

Sandra Arnardóttir

Verkefnastjóri í markaðsdeild

Sandra er verkefnastjóri í markaðsdeild Smáralindar og hefur verið í því starfi síðastliðin átta ár. Sandra hefur komið að öllu því helsta í markaðsmálum Smáralindar, allt frá því að skipuleggja stóra viðburði eins og Miðnæturopnanir til innleiðingar á nýjum markaðsherferðum. Sandra er með BS.c í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands, Diplóma í verkefnastjórnun og stundar Mastersnám í Alþjóðaviðskiptum í Háskólanum á Bifröst. Hún er tvíburamamma sem elskar allt sem viðkemur fjölskyldunni, tísku, hönnun, útiveru og hreyfingu.

 

Arna Fríða Ingvarsdóttir

Grafískur hönnuður og vefstjóri

Arna Fríða er hönnuðurinn okkar. Hún er með BA gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands, Diplóma í Margmiðlun og margra ára reynslu af vefhönnun. Arna er sannkallaður þúsundþjalasmiður og verkefnin sem hún tekur að sér mjög fjölbreytt, sem á einkar vel við hana. Síðustu ár hefur hún stundað nám í húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti og dreymir í laumi um að verða húsvörður í Smáralind.