Fara í efni

HÉR ER er lífsstíls- og tískuvefsíða sem veitir lesendum innblástur, hugmyndir og ráð um allt sem tengist tísku, fegurð, hönnun og lífsstíl. 

Okkur langar til þess að HÉR ER verði nýja besta vinkona þín á netrúntinum. Hér er það nýjasta úr tísku- og hönnunarheiminum, djúsí lífsstílstengt efni og ráðleggingar sem þú getur treyst.

HÉR ER er í eigu Smáralindar. Allar umfjallanir og ráð sem birtast á HÉR ER eru unnar af heilindum og byggjast á raunverulegum skoðunum ritstjórnar HÉR ER. Ef um keypta umfjöllun er að ræða er hún merkt sérstaklega.

Sjáumst á rúntinum!

Starfsfólk

Helga Kristjánsdóttir

Ritstjóri og samfélagsmiðlari

Helga Kristjáns er förðunarfræðingur að mennt með yfir tíu ára reynslu úr tískuheiminum þar sem hún hefur starfað sem stílisti, förðunarfræðingur og blaðamaður en einnig förðunarritstjóri hjá íslenska Glamour og Nýju lífi. Helga hefur sérhæft sig í að skrifa um tísku, hönnun og förðun en einnig stíliserað og farðað fyrir forsíður stærstu tímarita landsins. Helstu áhugamál Helgu eru ljósmyndun, tíska, förðun, matur og menning en hún er eins og gangandi alfræðiorðabók þegar kemur að tískubransanum.

Roald Eyvindsson

Greinarhöfundur

Roald Eyvindsson gegndi starfi útgáfustjóra Birtíngs frá 2020 til 2021 og hafði umsjón með útgáfu helgarblaðsins Mannlífs sem var gefið út á árunum 2017 – 2020. Eftir hann liggur fjöldi greina og viðtala sem birst hafa í blöðum og tímaritum á borð við Fréttatímann, Fréttablaðið, Morgunblaðið, Hús og Híbýli, Vikuna, Mannlíf og Fréttablaðið. Roald stundar nú nám í grafískri miðlun meðfram ritstörfum en hann skrifar um lífsstílstengd málefni á HÉRER.IS.

Sandra Arnardóttir

Markaðsstjóri

Sandra er Markaðsstjóri Smáralindar en var áður verkefnastjóri markaðsdeildar í átta ár. Sandra hefur komið að öllu því helsta í markaðsmálum Smáralindar, allt frá því að skipuleggja stóra viðburði eins og Miðnæturopnanir til innleiðingar á nýjum markaðsherferðum. Sandra er með BS.c í alþjóðamarkaðsfræði frá Tækniháskóla Íslands, Diplóma í verkefnastjórnun og stundar Mastersnám í Alþjóðaviðskiptum í Háskólanum á Bifröst. Hún er tvíburamamma sem elskar allt sem viðkemur fjölskyldunni, tísku, hönnun, útiveru og hreyfingu.