VERTU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM
Í hverjum mánuði vinnur heppinn póstlistavinur HÉR ER 15.000 kr. gjafakort frá Smáralind!
Vetrarfrí grunnskólanna er orðið að föstum og fjörugum lið í lífi íslenskra fjölskyldna. Þótt stundum sé þetta smá púsluspil og örfáar mínútur til eða frá þar sem ömmur og afar þurfa að hlaupa undir bagga þá má ekki gleyma því að afþreying þessa ljúfu daga á fyrst og fremst að snúast um samveru barna og foreldra. Vasaljósaganga, spilakvöld, listasmiðja í stofunni og meistarakokksáskoranir í eldhúsinu eru aðeins örfáar hugmyndir að því sem hægt er að gera í vetrarfríinu.
Dans- og söngvamyndin Abbababb, eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur var frumsýnd í haust og hefur notið mikilla vinsælda. Myndin er byggð á samnefndum söngleik eftir Dr. Gunna. Algjör lita- og gleðisprengja, tilvalin fyrir alla fjölskylduna.
Step Up-trappan frá Nofred styður við þroska barnins og gerir því kleift að taka þátt í daglegum athöfnum heimilisins óháð hæð eins og t.d matreiðlsu, bakstri og öðrum frágangi.
Viggó er kominn í vetrarfrí. En það er mamma alls ekki. Hún hefur engan tíma til að leika við Viggó heldur vill bara vinna, sussa og skammast. Þá væru góð ráð dýr fyrir flesta krakka. En ekki fyrir Viggó!
Umfram allt njótum samverunnar og höfum gaman. Gleðilegt vetrarfrí!