Fara í efni

Hugmyndir að samverustundum í vetrarfríinu

Fjölskyldan - 14. október 2022

Vetrarfrí grunnskólanna er orðið að föstum og fjörugum lið í lífi íslenskra fjölskyldna. Þótt stundum sé þetta smá púsluspil og örfáar mínútur til eða frá þar sem ömmur og afar þurfa að hlaupa undir bagga þá má ekki gleyma því að afþreying þessa ljúfu daga á fyrst og fremst að snúast um samveru barna og foreldra. Vasaljósaganga, spilakvöld, listasmiðja í stofunni og meistarakokksáskoranir í eldhúsinu eru aðeins örfáar hugmyndir að því sem hægt er að gera í vetrarfríinu.

Bestu stundirnar

Eins og í öllum öðrum fríum þá (m)á að sjálfsögðu að breyta út af vananum í vetrarfríinu. Það eru oft minningarnar sem geymast hvað best.

Lýsum upp skammdegið

Það getur verið ævintýralega gaman að ganga um hverfið sitt í myrkri með endurskinsmerki og vasaljós að vopni og alla fjölskylduna í eftirdragi. Útisamvera og hreyfing sem börn og foreldrar elska rétt fyrir háttinn.

Vasaljósaganga er frábær leið fyrir fjölskylduna til að njóta útiveru, jafnvel í svartasta skammdeginu.

 

Vasaljós, Snúran, 4.990 kr.
Höfuðljós frá Bookman, Epal, 7.500 kr.
Gamaldags batteríslugt, Tiger Smáralind.

Spilakvöld

Gömlu, góðu borðspilin standa alltaf fyrir sínu. Ólsen Ólsen eða vist fyrir lengra komna. Frábært tilefni til að bjóða ömmum og öfum á spilakvöld fjölskyldunnar.
Spilastokkar frá Printworks, Epal 1.950 kr.
Spilastokkur, A4, 1.799 kr.
Yatsy frá HAY, Epal, 4.950 kr.

Bingó!

Gamla góða bingóið stendur alltaf fyrir sínu. Bingóstjórnandi er valinn, hann sér um að draga númer og tilkynna þau hátt og snjallt og setja þau á númeraspjaldið sitt. Leikmenn nota bingóflögur til þess að setja yfir tölu sem kölluð er upp. Sá leikmaður sem fyrstur nær 5 bingóflögum í röð kallar Bingó!

Bingósett, A4, 5.999 kr.

Skák og mát!

Skákin sameinar kynslóðir. Ungur nemur og gamall temur. Svo er bara eitthvað við það að draga til drottningu, riddara og hrók á voldugu taflborði og leika leik sem hefur verið til í næstum 1500 ár. Skák og mát!

Tafl frá Printworks, Epal, 9.550 kr.

Píla

Svo má fara í aðeins slakari gír, klæða sig í stuttermabol og joggingbuxur og æfa pílukast í stofunni, jafnvel með breska popptónlist sem undirspil. Bara muna að gæta fyllsta öryggis og að allir séu réttum megin þegar pílunni er kastað.
Píluspjald, Penninn, 3.899 kr.

Brilljant borðspil

Skrafl er frábært orðaspil fyrir málfræðinörda og orðheppna tíu ára og eldri og hið klassíska Lúdó stendur alltaf fyrir sínu.
Lúdó frá Printworks, Epal, 3.950 kr.
Scrabble, A4, 7.890 kr.

Til dundurs

Púsluspil eru hin fullkomna afþreying fyrir allan aldur því þau eru til í öllum stærðum og gerðum og með mismunandi erfiðleikastig. Þau þjálfa m.a einbeitingu, skerpa á athygli, fínhreyfingum og sjónminni.
Púsluspil frá Printworks, EPal, 2.950 kr.
Apapúsluspil, A4, 3.999 kr.
Fílapúsluspil, A4, 3.999 kr.
Múmín-púsluspil, Líf og list, 4.250 kr.

Segjum sögur

Í stað þess að lesa bók fyrir háttinn má slökkva ljósin, kveikja á þessu vasaljósi og sjá hvernig ævintýrin birtast. Ævintýri sem allir þekkja: Rauðhetta, Þrír litlir grísir og Birnirnir þrír.
Frábært tækifæri fyrir lifandi kvöldlestur foreldra og barna fyrir svefninn.
Vasaljós með ævintýrum, A4, 2.990 kr.

Bíó og popp

Bíóferð er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Enda er það allt önnur upplifun að sitja saman í niðamyrkri og upplifa litaflóð á skjánum, sjá hetjurnar sínar í sjöfaldri stærð og njóta tónlistar og tals í bestu gæðum.

Dans- og söngv­amynd­in Abba­babb, eft­ir Nönnu Krist­ínu Magnús­dótt­ur var frumsýnd í haust og hefur notið mikilla vinsælda. Mynd­in er byggð á sam­nefnd­um söng­leik eft­ir Dr. Gunna. Algjör lita- og gleðisprengja, tilvalin fyrir alla fjölskylduna.
Abbababb fjallar um Hönnu og vini hennar í hljómsveitinni Rauðu hauskúpunni sem uppgötva að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann þeirra á lokaballinu. Þurfa þau því að beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgnum.

Kalli káti krókódíll

Stórskemmtileg gamanmynd byggð á samnefndum metsölubókum um söngelska krókódílinn Kalla sem býr í New York.
Kalli káti krókódíll, væntanlegt í Smárabíó 21. október.

Alan litli

Þegar foreldrar Alan skilja neyðist hann til að flytja í glænýjan bæ með föður sínum. Þar kynnist hann Helga sem er mikill áhugamaður um fljúgandi furðuhluti. Geimveran Margrét nauðlendir á leikvellinum hjá Alan og með þeim myndast mikil vinátta. Alan er staðráðin í að hjálpa Margréti að komast aftur til síns heima.
Alan litli, Smárabíó.

Listasmiðja í stofunni heima

Það má alltaf taka föndrið upp á næsta stig og gera borðstofuborðið að vinnustöð fyrir smáa jafnt sem stóra. Það er jafnvel hægt að vera með snemmbúið jólaföndur sem hægt er að gefa ömmum og öfum á aðventunni. Kannski ekki jólatónlist undir samt … ekki alveg strax. En hressandi ballöður virka vel með glimmeri og lími.
Origamibók, Söstrene grene, 1.590 kr.
Dúskaís DIY-föndursett, Söstrene Grene, 1.798 kr.
Perlur, Söstrene Grene, 290 kr.
Perlur, A4, 359 kr.
Perluspjald, A4. 249 kr.
Með Posca-málningarpennunum má mála á steina, leir, steypu, postulín, keramik, gler, tré og textíl. Möguleikarnir eru endalausir. A4, 3.799 kr.
Að safna steinum og skreyta eftir lögun og áferð er skemmtileg iðja fyrir alla fjölskylduna þar sem hægt er að tvinna saman útivist og sköpunargleði.
Vaxlitir fyrir kerti, Penninn Eymundsson, 1.089 kr.
Handmáluð kerti eru einstök og falleg gjöf.
Stafastimplar, Söstrene Grene, 1.498 kr.
Litir með metaláferð, Penninn Eymundsson, 6.474 kr.
Vatnslitir, Söstrene Grene, 354 kr.
Föndurpappír, Söstrene Grene, 278 kr.
Litaður pappír, Penninn Eymundsson, 1.099 kr.

Kryddið í tilverunni

Það sama á við um listsköpun og eldamennsku í fríum, það er hægt að leyfa sér svolítið meira því það þarf ekki að ganga strax frá. Þetta er því kjörið tækifæri til að leyfa þeim yngstu að spreyta sig á einhverju einföldu. Gömlu góðu heimilisfræðibollurnar eru til dæmis kjörnar í verkið. Táningarnir geta svo fengið að takast á við flóknari verkefni, eldað upp úr þykkum matreiðslubókum og notað 14 kryddtegundir.
Svunta frá OYOY, Dúka, 5.690 kr.
Svuntur í stíl gera nokkurn veginn það sama fyrir eldamennskuna og náttföt í stíl á jólunum, tilveran verður skemmtilegri!
Barnasvunta frá OYOY, Dúka, 4.190 kr.
Barnasvunta og kokkahúfa frá Sebra, Epal, 3.950 kr.
Barnasvunta frá Bastian, Líf og list, 4.720 kr.
Ofnhanski frá Lovely Linen, Snúran, 3.490 kr.

Step Up-trappan frá Nofred styður við þroska barnins og gerir því kleift að taka þátt í daglegum athöfnum heimilisins óháð hæð eins og t.d matreiðlsu, bakstri og öðrum frágangi.

Step up-trappa frá Nofred, Epal, 12.500 kr.
Mæliskeiðar, Snúran, 3.495 kr.
Skemmtileg hræriskál með íbúum Mímíndals í aðalhlutverki. Tilvalin fyrir börnin þegar þau hjálpa til við baksturinn! Líf og list, 3.950 kr.
Skál með hellirist, Líf og list, 5.620 kr.
Múmín-sleikja, Líf og list, 2.650 kr.
Kökuform 26 cm, Líf og list, 2.840 kr.
Bökunarsett sem inniheldur box, kökukefli og smákökumót frá OYOY, Dúka, 4.590 kr.
Barnabökunarsettið frá Patisse inniheldur kökukefli úr tré, brauðform og lítið springform. Með þessum skemmtilega bökunarsetti verður baksturinn auðvelari fyrir þau minnstu. Líf og list, 3.380 kr.
Lítil og falleg stílabók sem er fullkomin til að halda utan um uppáhalds uppskriftirnar. Frábært langtíma samvinnuverkefni foreldra og barna að halda utan um bestu uppskriftir heimilisins á einum stað. Fæst í Epal, 1.500 kr.

Og ef eitthvað klikkar...

Viggó er kominn í vetrarfrí. En það er mamma alls ekki. Hún hefur engan tíma til að leika við Viggó heldur vill bara vinna, sussa og skammast. Þá væru góð ráð dýr fyrir flesta krakka. En ekki fyrir Viggó!
Mamma kaka eftir Lóu Hjálmtýsdóttur, Penninn Eymundsson, 4.399 kr.
Umfram allt njótum samverunnar og höfum gaman. Gleðilegt vetrarfrí!

Meira úr fjölskyldan

Fjölskyldan

Bestu gjafa­hugmyndirnar fyrir fermingar­barnið

Fjölskyldan

Fermingar­kvöld Hagkaups

Fjölskyldan

Stjörnustílisti skreytir fermingar­veisluborðið

Fjölskyldan

Hugmyndir að bóndadags­gjöfum

Fjölskyldan

Jólagjafir fyrir börn og unglinga undir 5.000 kr.

Fjölskyldan

Jólafötin á börnin

Fjölskyldan

Dúndurdílar á Kauphlaupi

Fjölskyldan

Allt klárt fyrir Hrekkjavöku