Fara í efni

Hugmyndir fyrir Júró­visjón­partí!

Fjölskyldan - 19. maí 2021

Nú líður senn að þjóðhátíð Íslendinga, Júróvisjón í allri sinni glimmerdýrð. Hér eru nokkrar hugmyndir sem setja konfettí yfir i-ið!

Búbblí og blöðrur

Marglituð freyðivínsglös og blöðrur keyra upp stemninguna.

Falleg freyðivínsglös úr Dúka, 2.790 kr.
Fallegur bakki úr Søstrene Grene, 2.664 kr.
Þú færð allt á veisluborðið í H&M Home í Smáralind.
Bakki úr Líf og List, 10.490 kr.

Sætar syndir bjóða upp á Gagnamagns-kökur og bollakökur með íslenska fánanum. Tökum þetta alla leið!

12-15 manna kaka er á 7.490 kr.

Skrautlegt og skemmtilegt

Í okkar huga þýðir Júróvisjón ekki síst skrautleg og skemmtileg dress.

Þessi dásamlega Jeffrey Campbell-týpa þarf sinn tíma í sviðsljósinu! GS Skór, 28.995 kr.

Ef þú heldur með Grikklandi…

Mínimalískur kjóll í anda atriðsins frá Slóveníu! Zara, 5.495 kr.
10 tískustig til Úkraínu? Zara, 3.495 kr.
Sjúk í þennan sixtís-kjól úr Weekday, Smáralind.
Litríkir og sætir sandalar úr Zara, 14.995 kr.
Glimmerbolur úr Vila, 6.990 kr.

Glimmersprengja

Í tilefni Júróvisjón segjum við glimmer út um allt!

Urban Decay er ókrýnd drottning glimmersnyrtivara og býður upp á allskyns sniðugar lausnir fyrir þau sem vilja fara alla leið í glimmerlúkkinu.
Við mælum heilshugar með Heavy Metal Glitter-eyelinerunum frá Urban Decay. Þeir fást í Hagkaup, Smáralind.
Gerviaugnhár setja punktinn yfir i-ið! Lyfja, 1.228 kr.
Lifter Gloss frá Maybelline er dásamlegt og mikið talað um að það sé líkt því sem Fenty kom með á markað. Þessi litur er extra mikið glimmer og glans og smellpassar með í Júró. Lyfja, 1.952 kr.

 

Stardust frá Nailberry er tilvalinn Júrólitur! Nailberry fæst í Hagkaup í Smáralind og framleiðir hágæða, eiturefnalaus naglalökk sem koma í dýrðlegu litaúrvali.

 

Liturinn Daring Damsel úr Gel Couture-línu Essie er júrólegur en lökk úr þeirri línu endast allt að 12 daga á nöglunum. Lyfja, 2.427 kr.
Þú færð andlitsmálningu fyrir börnin í A4, 1.499 kr.

Ef við leikum okkur ekki með glimmer á Júróvisjónkvöldi-hvenær þá?

Sjáumst í Júróvisjóngírnum í Smáralind!

Meira úr fjölskyldan

Fjölskyldan

Úti er ævintýri

Fjölskyldan

Sætar sumargjafir

Fjölskyldan

Bjútífúl barnaföt í vor

Fjölskyldan

Allt fyrir ferminguna

Fjölskyldan

„Við viljum fá fólk til að glitra og glansa með okkur"

Fjölskyldan

Konudags­gjafir sem gleðja á breiðu verðbili

Fjölskyldan

Heima­stefnu­mótin eld­sneyti fyrir komandi viku

Fjölskyldan

Brilljant bónda­dags­gjafir