Hér eru nokkrar hugmyndir að jólagjöfum fyrir mennina í þínu lífi sem við vonum að hjálpi þér kannski örlítið við höfuðverkinn sem getur fylgt því að finna hina einu réttu gjöf.
Góð bók er möst á jólum og yndisleg jólagjöf. Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur vermir annað sætið á vinsældalista Pennans Eymundssonar um þessar mundir.