Fara í efni

Dúndurdílar á Kauphlaupi

Fjölskyldan - 3. nóvember 2023

Nú er hægt að gera dúndurgóð kaup fyrir alla fjölskylduna á Kauphlaupi í Smáralind. Stílistinn okkar fór á stúfana og sýnir hér brotabrot af því besta sem er í boði á afslætti þessa dagana. Kauphlaup stendur yfir til og með mánudagsins 6.nóvember. Sjáumst á Kauphlaupi!

Blessuð börnin

Er allt klárt fyrir svölustu mánuði ársins? Hér er hægt að gera góð kaup fyrir börnin á Kauphlaupi Smáralindar.
Nú er um að gera að nýta sér 25% afslátt af barnavörum frá Icewear. Við mælum með barnaúlpunni Heiði.
66°Norður er með 20% afslátt af aukahlutum og fleiri góð tilboð. Tilvalið til að bæta á vettlinga- og húfubirgðirnar!
Lindex er með 20% afslátt af öllum útifötum. Merino-ullarfötin og kuldagallarnir eru góð kaup!
Þessi kuldastígvél eru á 50% afslætti, á Kauphlaupi kostar þetta fína par 8.995 kr. Gott að vita fyrir þau sem vantar kuldaskó- eða stígvél fyrir veturinn.
4F er með æðisleg íþrótta-og útivistarföt fyrir alla fjölskylduna og á Kauphlaupi er allt á 20% afslætti. Þessi fallega úlpa kostar núna 10.472 kr.
Name it er með 20% af öllu, þessi kuldagalli kostar 15.992 kr. á Kauphlaupi.

Fyrir heimilið

Le Creuset-vörurnar fallegu eru á 20% afslætti í Líf og list á Kauphlaupi.
Iittala er alltaf falleg gjafavara og nú á 20% afslætti á Kauphlaupi.
Kartell er á 20% afslætti hjá Dúka á Kauphlaupi. Componibili-hirslan er gjöf sem endist og endist og eldist t.d með barninu og því tilvalin gjöf sem nýtist vel.
Ilmkertin frá Boy Smells hafa slegið í gegn en þau fást í snyrtivöruversluninni Elira. Á Kauphlaupi eru þau á 20% afslætti.

Handa henni

Juicy Couture-gallarnir eru tilvaldir í jólapakka ungu konunnar! Nú á 20% afslætti í Galleri 17 á Kauphlaupi.
Juicy Couture-vörurnar eru á 20% afslætti í Galleri 17, Smáralind.
Þessi fallega vetrarkápa frá Selected er nú á 39.992 kr.
Við elskum blúndubolina frá Rosemunde sem fást í Karakter. Nú eru þeir á 20% afslætti og kosta 7.196 kr.
Nú standa einnig yfir Tax Free-dagar í Hagkaup Smáralind til 8. nóvember sem jafngildir 19.36% afslætti.

Ef þið eruð á höttunum eftir nýjum ilmi eða djúsí jólagjöf handa konunni í ykkar lífi þá erum við kolfallnar fyrir nýjasta ilminum frá Burberry sem heitir Goddess. Mælum með þef-testi næst þegar þið eigið leið framhjá snyrtivörudeildinni í Hagkaup.

Burberry Goddess er nýjasti ilmurinn úr smiðju Burberry og skorar hátt á ritstjórn HÉRER.is.
Leikkonan Emma Mackey fer með aðalhlutverkið í sjónvarpsauglýsingu Burberry Goddess og sjón er sögu ríkari!
Af öllum þeim nýju rakspírum sem hafa komið út að undanförnu skorar þessi hæst í okkar bókum, hann er unaðslegur! Ný viðbót við Gucci-fjölskylduna, Gucci Guilty Elixir Parfum. Fæst í Hagkaup, Smáralind á afslætti til 8. nóvember.

Handa honum

Bruun & Stengade-skyrturnar fallegu eru á 40% afslætti í Herragarðinum á Kauphlaupi.
Bruun & Stengade-peysurnar eru góð kaup fyrir veturinn. Nú á 40% afslætti í Herrgarðinum.
Þessi smarta úlpa er á 60% afslætti í Selected Smáralind á Kauphlaupi, kostar núna 15.000 kr.
Nú er 30% afsláttur af Replay-skóm í Kaupfélaginu.
Dressmann er með 30% afslátt af öllum jakkafötum og blazerum á Kauphlaupi.
Sjáumst á Kauphlaupi í Smáralind!

Meira úr fjölskyldan

Fjölskyldan

Allt fyrir skemmtilega skólabyrjun

Fjölskyldan

Sumarmyndin sem allir hafa beðið eftir er komin í bíó

Fjölskyldan

Hugmyndir að mæðradags­gjöf 2024

Fjölskyldan

Bestu gjafa­hugmyndirnar fyrir fermingar­barnið

Fjölskyldan

Fermingar­kvöld Hagkaups

Fjölskyldan

Stjörnustílisti skreytir fermingar­veisluborðið

Fjölskyldan

Hugmyndir að bóndadags­gjöfum

Fjölskyldan

Jólagjafir fyrir börn og unglinga undir 5.000 kr.