Fara í efni

Ljósmynda­sýningin Child Mothers haldin í Smáralind

Fjölskyldan - 10. október 2022

Ljósmyndasýningin Child Mothers verður opnuð á alþjóðadegi stúlkubarna í Smáralind þann 11. október, kl: 13:00. Sýningin fjallar um sögur ungra stúlkna af því að ganga snemma inn í móðurhlutverkið.

Ungum stúlkum í minna þróaðri löndum verður oft af menntun vegna þess að þær eignast ungar börn, giftast ungar eða verða fyrir ýmsum heilsufarslegum vandamálum í fæðingu. Utanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, opnar sýninguna ásamt Pernille Fenger, framkvæmdastjóra Mannfjöldasjóðs SÞ (UNFPA) á Norðurlöndunum og nemendur úr efstu bekkjum Salaskóla mæta til að kynna sér sýninguna en skólinn hefur verið UNESCO-skóli frá árinu 2019.

Sýningin er haldin á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í samstarfi við Mannfjöldasjóð SÞ og Utanríkisráðuneytið. Myndin er af Monde frá Sambíu.

Child Mothers

Sýningin „Child Mothers“ fjallar um sögur ungra stúlkna af því að ganga snemma inn í móðurhlutverkið. Ungum stúlkum í minna þróaðri löndum verður oft af menntun vegna þess að þær eignast ungar börn, giftast ungar eða verða fyrir ýmsum heilsufarslegum vandamálum í fæðingu. Það er ljóst að þessi hópur þarf sérstaka athygli til þess að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, þá aðallega heilsu og vellíðunar, menntun fyrir alla og jafnrétti kynjanna.

 

Taonga frá Sambíu.

Með ljósmyndasýningunni er varpað ljósi á aðstæður stúlkna í ólíkum ríkjum heimsins og er henni ætlað að stuðla að vitundarvakningu um stöðu og veruleika þeirra en um leið leyfa rödd þeirra að heyrast. Markmiðið á Íslandi er að almenningur skyggnist inn í raunveruleika þessara kvenna og kynnist þessum málaflokki í þróunarsamvinnu Íslands og mikilvægi hennar. Öll börn eiga að fá að njóta réttinda sinna, hljóta menntun og fá að vera börn. Ungmenni sem sækja sýninguna fá þannig að fræðast um veruleika jafnaldra sinna sem ekki fá þessara réttinda notið og læra um leið hvað við getum gert til þess að koma í veg fyrir slíkt með markvissri fræðslu í samfélögum sem glíma við aðstæður sem þessar.

Lumilene frá Haítí.
Angelica frá Haítí.
Á hverju ári fæða að minnsta kosti tvær milljónir stúlkna barn fyrir fimmtán ára aldur.
Muna frá Jórdan.
Sýningunni lýkur 24. október á degi Sameinuðu þjóðanna.

Meira úr fjölskyldan

Fjölskyldan

Hugmyndir að mæðradagsgjöf 2024

Fjölskyldan

Bestu gjafa­hugmyndirnar fyrir fermingar­barnið

Fjölskyldan

Fermingar­kvöld Hagkaups

Fjölskyldan

Stjörnustílisti skreytir fermingar­veisluborðið

Fjölskyldan

Hugmyndir að bóndadags­gjöfum

Fjölskyldan

Jólagjafir fyrir börn og unglinga undir 5.000 kr.

Fjölskyldan

Jólafötin á börnin

Fjölskyldan

Dúndurdílar á Kauphlaupi