Fara í efni

Loksins eitthvað nýtt og spennandi að gera með krökkunum!

Fjölskyldan - 24. maí 2023

Fyrsti fótboltaskemmtigarður landsins hefur opnað í Smáralind og við gleðjumst að sjálfsögðu yfir þeirri snilld. Nú getur öll fjölskyldan komið saman og skemmt sér við hinar ýmsu þrautir, sama hvernig viðrar!

Fótboltaland í Smáralind

Í Fótboltalandi er hægt að sækja afþreyingu fyrir börn og fullorðna þar sem vinsælasta íþrótt heims er í forgrunni. Fótboltaland uppfyllir ekki einungis þarfir fótboltaáhugafólks heldur mætir vaxandi eftirspurn eftir fjörugri afþreyingu með hreyfingu sem hentar öllum aldurshópum.
Í Fótboltalandi má finna afþreyingu fyrir alla aldurshópa þar sem skemmtun og keppnisskap spilar saman!
Notast er við helstu tækninýjungar í Fótboltalandi og má þar nefna RFID-armbönd sem halda utan um stig keppanda og stafræn fótboltatæki frá Elite Skills Arena sem meðal annars eru notuð á æfingarsvæðum stærstu fótboltaklúbba heims. Má þar nefna að Ronaldo á metið í einu tækinu!
Það er mikil skemmtun að halda upp á afmælið í Fótboltalandi. Innifalið er 60 mínútna fótbolti, pizza og drykkur. Verð frá 3.950 krónum.

Í Fótboltalandi má finna fimmtán mismunandi þrautabrautir sem skiptast í keppnisbrautir og skemmtibrautir. Í keppnisbrautunum keppast gestir um að fá sem flest stig úr hverri braut og sigra þannig vini eða fjölskyldu í viðkomandi brautum. Í skemmtibrautunum snýst allt um að hafa gaman þó svo að alltaf sé hægt að stilla upp keppni í þeim líka kjósi gestir svo. Í skemmtibrautunum geta fleiri en einn spilað í einu.

Fótboltaland er tilvalinn staður fyrir hópaskemmtun, boðið er upp á tilboð fyrir allskyns hópa.
Hér er hægt að bóka tíma í Fótboltalandi í Smáralind.

Meira úr fjölskyldan

Fjölskyldan

Sparidress fyrir mömmurnar

Fjölskyldan

Tískugúrú gefa góð ráð fyrir fermingar­daginn

Fjölskyldan

Fermingartískan 2025 í Galleri 17

Fjölskyldan

Góð ráð stjörnustílista fyrir fermingar­veisluna

Fjölskyldan

Sætar skreytingar fyrir fermingar­veisluna

Fjölskyldan

Fermingar­tískan fyrir stráka 2025

Fjölskyldan

Fermingar­tískan fyrir stelpur 2025

Fjölskyldan

Stjörnustílisti skreytir fermingar­veisluborðið