Fótboltaland í Smáralind
Í Fótboltalandi er hægt að sækja afþreyingu fyrir börn og fullorðna þar sem vinsælasta íþrótt heims er í forgrunni. Fótboltaland uppfyllir ekki einungis þarfir fótboltaáhugafólks heldur mætir vaxandi eftirspurn eftir fjörugri afþreyingu með hreyfingu sem hentar öllum aldurshópum.
Í Fótboltalandi má finna fimmtán mismunandi þrautabrautir sem skiptast í keppnisbrautir og skemmtibrautir. Í keppnisbrautunum keppast gestir um að fá sem flest stig úr hverri braut og sigra þannig vini eða fjölskyldu í viðkomandi brautum. Í skemmtibrautunum snýst allt um að hafa gaman þó svo að alltaf sé hægt að stilla upp keppni í þeim líka kjósi gestir svo. Í skemmtibrautunum geta fleiri en einn spilað í einu.