VERTU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM
Í hverjum mánuði vinnur heppinn póstlistavinur HÉR ER 15.000 kr. gjafakort frá Smáralind!
Fyrsti fótboltaskemmtigarður landsins hefur opnað í Smáralind og við gleðjumst að sjálfsögðu yfir þeirri snilld. Nú getur öll fjölskyldan komið saman og skemmt sér við hinar ýmsu þrautir, sama hvernig viðrar!
Í Fótboltalandi má finna fimmtán mismunandi þrautabrautir sem skiptast í keppnisbrautir og skemmtibrautir. Í keppnisbrautunum keppast gestir um að fá sem flest stig úr hverri braut og sigra þannig vini eða fjölskyldu í viðkomandi brautum. Í skemmtibrautunum snýst allt um að hafa gaman þó svo að alltaf sé hægt að stilla upp keppni í þeim líka kjósi gestir svo. Í skemmtibrautunum geta fleiri en einn spilað í einu.