Back to School frá H&M
Svokölluð Back to School-lína frá H&M er sérlega sæt í ár þar sem bomberjakkar, jakkar í háskólastíl, ballerínuskór og cargobuxur koma við sögu, alveg eins og hjá eldri kynslóðinni.
Skólafötin úr Zara
Zara er alltaf með puttann á púlsinum þegar kemur að hausttrendunum en skólalínan þeirra hefur þægindin í fyrirrúmi og það kunnum við að meta.
Hlýtt og notalegt
Ullarnærföt, hlý útiföt, vatnsheldir skór og allt heila klabbið sem er mikilvægt að hafa á hreinu fyrir haustið.
Skólatöskur
A4 er með skólatöskur á Tax Free-afslætti og Penninn Eymundsson býður 20% afslátt af skólatöskum í verslunum sínum í Smáralind.