Fara í efni

Skemmtilegt skipulag í barna­herbergið

Fjölskyldan - 5. september 2022

Hvern dreymir ekki um barnaherbergi sem er í röð og reglu, svona eins og þau sem maður skoðar í blöðunum? Með töfraorðunum geymslulosnir og skipulag ætti það að vera hægt, í það minnsta öðru hverju. Hér er innblástur af bestu gerð!

 

Hjálpaðu til við að skapa jafnvægi í herbergi barnsins þíns með geymslulausnum sem eru bæði hagnýtar og skemmtilegar. Allir vinna!

Hver hlutur á sinn stað

Barnaherbergi eru ekki aðeins rými fyrir leik og afþreyingu heldur líka hvíld. Þess vegna er mikilvægt að virkja börnin til að ganga frá eftir sig fyrir svefninn og koma ró á rýmið. Börn eiga gjarnan mikið magn af leikföngum og dóti, sem getur verið yfirþyrmandi, sérstaklega þegar kemur að því að ganga frá. Þar koma körfur, töskur og góðar hirslur sterkar inn og þægilegt að geta sett leikföngin í stærri hirslur sem auðvelt er að grípa til. Gott veganesti til framtíðar er að kenna ungviðinu að hver hlutur á sér sinn stað.

Hagnýtar og skemmtilegar geymslulausnir auðvelda bæði börnum að ganga að leikföngum sínum og foreldrum að aðstoða þau minnstu við að halda öllu í röð og reglu.

Leynistaður undir rúminu

Rúmið sjálft er oft plássfrekasta húsgagn barnaherbergisins, en rýmið sem myndast undir rúminu vill oft gleymast, því það er afbragðsgeymslustaður sé búið
vel um leikföngin. Margar hirslur henta vel þar undir og hægt að aðstoða barnið við að ákveða hvaða muni er skemmtilegast að geyma á
„leynistaðnum“ undir rúminu.

Hér eru frábær geymslubox undir leikföng, bækur eða fatnað. Koma í nokkrum stærðum og mörgum litum.

Epal, 4.800 kr.
Snúran, 4.190 kr.
Geymslubox frá Hay, Epal, 2.400 kr.
OYOY MINI box 3 stk, Snúran, 10.190 kr.
Viðarkassi með loki, Søstrene Grene, 832 kr.
H&M Home.
Körfur henta einstaklega vel í barnaherbergið og hafa margskonar notagildi, fyrir utan að vera smart. Geymdu dót, bækur, liti, teppi eða púða í fallegri körfu.
Karfa, Epal, 10.500 kr.
Karfa frá Lorena Canals, Epal, 16.500 kr.
OYOY MINI körfur 3 stk, Snúran, 20.900 kr.
Tágakarfa, H&M Home, 2.995 kr.
Tágakarfa frá Ferm Living, Eðal, 5.900 kr.
Jarðarberjakarfa með loki, H&M Home.
Sveppakarfa frá OYOY MINI, Dúka, 17.990 kr.
Tágarkörfuhús, H&M Home, 4.995 kr.
Með því að skapa rými fyrir barnið sem býður upp á fjölbreyttan leik og flott flæði er hægt að gleyma sér tímunum saman við að lita, leira, læra og dreyma.
Barnahúsgögnin frá Ferm Living eru einföld og nútímaleg hönnun sem stenst tímans tönn. Hægt er að fá allskyns skemmtileg geymslubox með húsgögnunum sem auðvelda skipulag og frágang.
Borð frá Ferm Living, Epal, 39.500 kr.
Smáhlutabox fyrir borð frá Ferm Living, Epal, 3.800 kr.
Ritfangastandur, H&M Home, 2.995 kr.
Skipulagsbox frá Vitra, Penninn Eymundsson, 7.490 kr.

Blýantastatíf með mismunandi stórum götum þar sem ekki aðeins er hægt að setja blýanta, heldur einnig skæri, strokleður og önnur ritföng.

Pennastandur frá Nofred, Epal, 5.900 kr.

Í röð og reglu

Þegar kemur að hirslum er gott að skoða stærð herbergis og möguleika á að nýta til dæmis veggi fyrir upphengdar hilllur. Bæði auðveldar það að þrífa gólfin, sparar pláss í minni rýmum og gefur aðlaðandi yfirbragð. Passið að barnið geti sótt sér leikföngin sjálft, allt sé sett upp í þeirri hæð sem það nær í og reki sig ekki í þau í leik. Það er merkilegt að ef snagar eru til dæmis nefndir „búningahengið“ hvað það verður miklu skemmtilegra að ganga frá búningasafninu í lok dags!
String hilla, Epal, 23.800 kr.
Hilla frá Ferm Living, Epal, 49.900 kr.
OYOY MINI Rainbow hilla, Snúran, 16.900 kr.
Hilla frá Present Time, Líf og list, 9.850 kr.
Hilla frá Vitra, Penninn Eymundsson, 10.990 kr.
Dýrasnagar frá Ferm Living, Epal, 3.200 kr.
DROPIT-snagar frá Normann Copenhagen, Líf og list, 6.250 kr.
Snagar frá LEGO 3 stk, Epal, 14.900 kr.
Snagi frá AYTM, Epal, 7.600 kr.
Play-fatahengi frá Normann Copenhagen, Líf og list, 11.490 kr.
Hang It All-fatahengið er klassísk hönnun Eames-hjónanna frá árinu 1953. Fatahengið var upprunalega hannað til að hvetja börn til að hengja allt upp.
Hang It All-fatahengi frá Vitra, Penninn Eymundsson, 34.632 kr.
Hilla frá Ferm Living, Epal, 26.500 kr.
Snagahilla, Söstrene Grene, 2.124 kr.
Herðatré, Söstrene Grene, 198 kr.
Snagi frá Nofred, Epal, 9.900 kr.
OYOY MINI-snagi, Snúran, 2.090 kr.
Fjölnota vegghirsla frá Vitra, Penninn Eymundsson, 49.900 kr.
Minnistafla með seglum frá Nofred er bæði falleg og hagnýt viðbót við barnaherbergið.
Minnistafla frá Nofred, Epal, 19.900 kr.
Krítartafla frá Sebra, Epal, 29.900 kr.

Meira úr fjölskyldan

Fjölskyldan

Kærkomnar konudagsgjafir

Fjölskyldan

22 hugmyndir til að gleðja ástina á Valentínusar­daginn

Fjölskyldan

40 hugmyndir að brilljant bóndadagsgjöfum

Fjölskyldan

Jólagjafa­hugmyndir fyrir hann

Fjölskyldan

Jólagjafahugmyndir fyrir hana

Fjölskyldan

Sætustu sparifötin á börnin

Fjölskyldan

Brot af því besta á Svörtum föstudegi

Fjölskyldan

Jólagjafir undir 5.000 kr.