VERTU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM
Í hverjum mánuði vinnur heppinn póstlistavinur HÉR ER 15.000 kr. gjafakort frá Smáralind!
Hvern dreymir ekki um barnaherbergi sem er í röð og reglu, svona eins og þau sem maður skoðar í blöðunum? Með töfraorðunum geymslulosnir og skipulag ætti það að vera hægt, í það minnsta öðru hverju. Hér er innblástur af bestu gerð!
Barnaherbergi eru ekki aðeins rými fyrir leik og afþreyingu heldur líka hvíld. Þess vegna er mikilvægt að virkja börnin til að ganga frá eftir sig fyrir svefninn og koma ró á rýmið. Börn eiga gjarnan mikið magn af leikföngum og dóti, sem getur verið yfirþyrmandi, sérstaklega þegar kemur að því að ganga frá. Þar koma körfur, töskur og góðar hirslur sterkar inn og þægilegt að geta sett leikföngin í stærri hirslur sem auðvelt er að grípa til. Gott veganesti til framtíðar er að kenna ungviðinu að hver hlutur á sér sinn stað.
Hagnýtar og skemmtilegar geymslulausnir auðvelda bæði börnum að ganga að leikföngum sínum og foreldrum að aðstoða þau minnstu við að halda öllu í röð og reglu.
Rúmið sjálft er oft plássfrekasta húsgagn barnaherbergisins, en rýmið sem myndast undir rúminu vill oft gleymast, því það er afbragðsgeymslustaður sé búið
vel um leikföngin. Margar hirslur henta vel þar undir og hægt að aðstoða barnið við að ákveða hvaða muni er skemmtilegast að geyma á
„leynistaðnum“ undir rúminu.
Barnahúsgögnin frá Ferm Living eru einföld og nútímaleg hönnun sem stenst tímans tönn. Hægt er að fá allskyns skemmtileg geymslubox með húsgögnunum sem auðvelda skipulag og frágang.
Blýantastatíf með mismunandi stórum götum þar sem ekki aðeins er hægt að setja blýanta, heldur einnig skæri, strokleður og önnur ritföng.