

Kusintha glerserían frá Bitz er á óskalistanum okkar en hún er framleidd á Spáni úr litum sem passa vel við aðra hluti úr Bitz-línunni. Kusintha þýðir breyting á Chichewa, sem er tungumál íbúa á Malawi. Serían er unnin í samvinnu við Rauða Krossinn í Danmörku með það fyrir augum að styðja við fólk í Malawi og auka aðgang íbúa að hreinu vatni en í dag er það eingöngu þriðjungur þjóðarinnar. Markmiðið er að safna einni milljón danskra króna á fimm árum til að styðja við verkefnið. Hliðardiskur, Líf og list, 1.650 kr.

Gullfallegur vasi úr glerlínunni frá Bitz.

Loftljósið frá Frandsen er einstaklega mikið stofustáss og við eigum erfitt með að standast fallega ljósahönnun. Það kemur í tveimur stærðum, minni útgáfan sem sést hér kostar 26.900 kr. í Dúka, Smáralind.

Hér sjást báðar stærðirnar en stærri útgáfan er á 42.900 kr. í Dúka, Smáralind.

Søstrene Grene hannar einstaklega fallegar barnavörur sem leyfa hugmyndaflugi barnanna að njóta sín. Þetta fallega indjánatjald er á 9.080 kr.

Hversu fallegt loftljós inn í barnaherbergið? Það er á 1.678 kr. í Søstrene Grene. Við mælum með því að skoða vefverslunina þeirra, Sostrenegrene.is.

Gullfalleg himnasæng frá Oyoy Living Design fæst í Dúka, Smáralind á 19.990 kr.
Fallegt veggskraut fyrir barnaherbergið
Heimurinn í höndum þér, Søstrene Grene, 1.368 kr. Gíraffi upp á vegg, Dúka, 7.990 kr.

Diskamottur setja svip sinn á matarborðið. Dúka, 1.190 kr.


Hlýlegur bakki úr H&M Home prýðir óskalistann okkar.

Glerserían er unnið í samvinnu við Rauða krossinn í Danmörku með það fyrir augum að styðja við fólk í Malawi og auka aðgang íbúa að hreinu vatn en í dag er það eingöngu þriðjungur þjóðarinnar.