Fara í efni

Brilljant hannaðar borðstofur

Heimili & hönnun - 15. september 2022

Það reynir oft á útsjónarsemi og hugmyndaauðgi ekki síður en faglega þekkingu og reynslu þegar innanhússarkitektar og -hönnuðir eru fengnir til að innrétta heimili í samræmi við óskir húsráðenda. HÉR ER fékk einvalalið innanhússarkitekta og -hönnuða til sýna borðstofur sem þeir hafa hannað og innréttað af stakri snilld og segja um leið frá hugmyndum húsráðenda og hvernig þær voru útfærðar.

Björt borðstofa og eldhús í opnu rými

Mynd: Gunnar Sverrisson hjá Home & Delicious
Hönnun eftir Hönnu Stínu innanhússarkitekt.

Hér vildu húsráðendur hafa borðstofu og eldhús í opnu rými. „Ég brást við með því að teikna mjög stóra og plássfreka eyju sem er hugsuð sem miðjan í húsinu. Hér er því ekki eiginleg borðstofa í sér rými,“ lýsir Hanna Stína innanhússarkitekt, sem hefur í gegnum tíðina komið að hönnun fjölda glæsilegra heimila á landinu.

Að sögn Hönnu Stínu taka innanhússmunir í rýminu mið af margþættu hlutverki þess. „Sem dæmi er hægt að stækka borðið, sem kallast Velvet og fæst í Módern, eftir endilöngu rýminu, úr fimm manna borði í tólf manna borð. Maður bætir þá bara við stólum,“ nefnir hún, en stólarnir eru frá Eicholtz og fást í Heimili og hugmyndir.

Hanna Stína bætir við að punkturinn yfir i-ið sé síðan skemmtilegur sófabekkur. „Bekkurinn, sem var bólstraður hjá RB Rúm, er hafður innbyggður undir glugganum, þar sem hægt er að matast við lítið borð, en það styður við borðstofuna,“ segir hún.

Mynd: Kári Sverriss.
Hanna Stína innanhússarkitekt.
Mynd: Gunnar Sverrisson hjá Home & Delicious.
Hönnun eftir Hönnu Stínu innanhússarkitekt.

Rimlaveggur fyrir miðju rými

Hér er eldhús og borðstofa aftur höfð í einu rými en að þessu sinni fór Hanna Stína þá leið að aðskilja borðstofu og stofu með fallegum dökkum rimlavegg. Fyrir valinu varð borð úr gegnheilum við sem er svo langt að það rúmar marga fjölskyldumeðlimi og tvær Flos 2097 ljósakrónur hanga yfir því. „Við húsráðendur vorum síðan sammála um að það kæmi vel út að hafa armlausa stíla á móti armstólum á sitthvorum borðendanum,“ nefnir Hanna Stína og getur þess að bæði borð og stólar séu úr Norr 11.

Myndir: Gunnar Bjarki
Hönnun eftir Hönnu Stínu innanhússarkitekt.

Notalegar stofur með sameiginlegu eldstæði

Borðstofuna hér að neðan hannaði Helga Sigurbjarnadóttir innanhússarkitekt í húsi sem var algjörlega tekið í gegn. „Eigendurnir vildu hafa borðstofuna að hluta til aðskilda frá setustofunni en samt vissa tengingu á milli rýma,“ lýsir Helga.

Hún segir hugmyndina hafa verið leysta með því að setja opinn arinn á milli borðstofunnar og setustofunnar sem hafi nýst báðum rýmum. Eldstæðið hafi verið haft frekar langt og lokað með gleri á þremur hliðum.

„Mikil lofthæð er í húsinu þannig að tilvalið var að setja bita í loftið á borðstofunni til að gera hana hlýlegri og notalegri. Skenkurinn var svo sérsmíðaður í stíl við aðrar innréttingar í húsinu og stólarnir valdir í stíl við húsgögn sem fyrir voru,“ útlistar hún, en verkefnið vann Helga í samstarfi við Berglindi Berndsen innanhússarkitekt.

Myndir: Gunnar Sverrisson
Helga Sigurbjarnadóttir innanhússarkitekt.

Hlýleg borðstofa í fallega uppgerðu húsi

Innanhússhönnuðurinn Stella Birgisdóttir, sem ásamt Hildi Árnadóttur arkitekt rekur Béton Studio arkitekta- og innanhússhönnunar stúdíó, innréttaði þessa fallegu borðstofu í húsi sem var gert upp frá a til ö.

„Það var takmarkað pláss fyrir borðstofu og það reyndist því góð lausn að hafa bekk við gluggann, rýmið nýttist þannig betur og þetta braut það aðeins upp,“ lýsir hún.

Stella segir gaman að sjá breytingarnar sem urðu á stofunni með nýju gólfefni, gardínum, málningu og húsgögnum. Gólfsíðu gardínurnar hafi til að mynda gert það verkum að rýmið öðlast meiri hlýju og dýpt.

Að hennar sögn var hún svo heppinn að vingast við húsráðendur meðan á framkvæmdum stóð og því kíki hún stundum til þeirra í kaffi. „Já, ég fæ enn að kíkja í kaffisopa,“ segir hún sposk, „og þegar ég kem í heimsókn þá finnst mér alltaf jafn gaman að sjá hvað húsið heldur vel utan um heimilisfólkið.“
Það eru ýmsir kostir við bekki, til dæmis hversu auðvelt er að færa á þá milli staða á heimilinu. Það er til að mynda hægt að hafa bekk fyrir framan rúm og hægt að geyma þar rúmteppi og púða.

Setustofa inblásin af Hallgrímskirkju

Stella segir að í þessu verkefni hafi markmiðið verið að gera setustofu með útgengi á svalir og útsýni að Hallgrímskirkju. Efnið hafi því verið valið með hliðsjón af hönnun kirkjunnar og þar af leiðandi séu gráir tónar áberandi. „Það er notalegt að sitja hér með tebolla og lítið mál að breyta uppröðuninni í hillunum eftir árstíma,“ segir hún.

Hönnun Stellu Birgisdóttur hjá Béton Studio.
Hönnun Stellu Birgisdóttur hjá Béton Studio.
Innanhússhönnuðurinn Stella Birgisdóttir, sem ásamt Hildi Árnadóttur arkitekt rekur Béton Studio arkitekta- og innanhússhönnunar stúdíó.

Bekkir

Epal, 99.900 kr.
Snúran, 81.900 kr.
Epal, 179.900 kr.
Epal, 79.800 kr.
Snúran, 129.150 kr.
Epal, 176.600 kr.

Mikilvægi réttrar lýsingar

Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður og eigandi lýsingarhönnunarstofunnar Hildiberg, segir mikilvægt að huga að góðri lýsingu í borðstofum. Borðstofur nútímans gegni margþættu hlutverki; þar sé borðað við ýmis tilefni en líka spilað, unnið og lært og því gott að nota mismunandi lýsingu til að skapa rétta stemningu.

„Oft hefur verkkaupi ákveðin ljós í huga á meðan það það ætti í raun frekar að huga að því hvers konar lýsing hentar þessum ólíku hlutverkum sem borðstofur gegna og hvaða ljósabúnaður kemur fagurfræðilega vel út í rýminu,“ bendir Kristján á.

Kristján segir skipta máli hvernig ljósin „dimmast“ og eins hvaða ljós „dimmast“ saman. „Til dæmis ætti borðstofuljósið sjálft að dimmast eitt og sér, en önnur ljós í rýminu ætti að vera hægt að para saman fyrir minna rými. Ástæðan er einfaldlega sú að borðstofuljósið er í aðalhlutverki, bæði hvað varðar virkni og útlit,“ segir hann og bætir við að þegar borðstofuljós er valið þá skipti virknin aðal máli og þvínæst útlitið.

Mynd: Unsplash
Mynd: Unsplash
Mynd: Unsplash
Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður og eigandi lýsingarhönnunarstofunnar Hildiberg.

Ljós

Epal, 24.500 kr.
Epal, 319.000 kr.
Epal, 88.500 kr.
Epal, 22.900 kr.
Epal, 27.500 kr.
Penninn Eymundsson, 114.900 kr.
Penninn Eymundsson, 118.900 kr.
Penninn Eymundsson, 99.900 kr.
Penninn Eymundsson, 59.900 kr.
Dúka, 59.900 kr.
Dúka, 129.900 kr.
Líf og list, 21.950 kr.
Snúran, 169.380 kr.
Snúran, frá 84.200 kr.
Penninn Eymundsson, 59.900 kr.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben