VERTU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM
Í hverjum mánuði vinnur heppinn póstlistavinur HÉR ER 15.000 kr. gjafakort frá Smáralind!
Hin danska Stine Goya hefur lífgað upp á tískuheiminn með litríkri hönnun sinni og líflegum mynstrum. Nú nýtur Georg Jensen litagleðinnar en komin er á markað samstarfslína Stine Goya og Georgs Jensen sem byggir á Daisy-skartgripalínunni sem kom fyrst fram á sjónarsviðið á fimmta áratugnum og sótti innblástur sinn til nælu sem Margrét danadrottning fékk í fæðingargjöf árið 1940.
Innblástur getur komið hvaðan sem er en litir eru alltaf miðpunkturinn í hönnun minni. Ég trúi því statt og stöðugt að litir geti haft góð áhrif á skap okkar og flutt okkur í huganum í aðra heima og opnað á dýpstu minningar sálu okkar.
Ég er talskona þess að klæðast hverju sem þú vilt, hvernig sem þú vilt. Fegurðin við þessa línu er að skartið getur verið í aðalhlutverki við einfalt dress eða blandað saman við eitthvað mun meira áberandi. Sönnu töfrarnir við skart er að það getur tekið átfitt frá núll og upp í hundrað með einum, stökum skartgrip.