VERTU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM
Í hverjum mánuði vinnur heppinn póstlistavinur HÉR ER 15.000 kr. gjafakort frá Smáralind!
Að stíga fram úr rúminu á köldum vetrarmorgnum getur verið áskorun. Það er þó einfaldara ef það er mjúk og hlýleg motta sem bíður og litlir fætur kunna einkum vel að meta það. Og ekki er verra ef mottan gleður augað um leið.
Þessi skemmtilega regnbogamotta rammar svefnsvæðið fallega inn.
Ekki má gleyma að mottur geta auðveldlega verið partur af leik barnanna, sér í lagi ef kirsuber fær að vera með!
Það er auðvelt að freistast til að spjalla aðeins við svona sætan svepp áður en farið er á fætur.
Það er ógurlega fagurt að láta textíl á vegg kallast á við textíl á gólfi og einstaklega vel heppnað hér með regnbogateppi og ljónamottu.