Fara í efni

HAY er komið í Smáralind

Heimili & hönnun - 28. júní 2021

Danska hönnunarhúsið HAY þekkja margir en fyrirtækið hefur alltaf haft það að leiðarljósi að góð hönnun eigi að vera aðgengileg öllum. Því hafa gæði og viðráðanlegt verð verið helstu markmið fyrirtækisins. Vörurnar frá HAY fást nú í Pennanum Eymundsson í Smáralind.

Allur skalinn tekinn fyrir

Stofnendur fyrirtækisins eru Mette og Rolf Hay en saman hefur þeim tekist að skapa einstakan hönnunarheim. Þau hafa fengið til liðs við sig þekkta hönnuði víðsvegar að til þess að hanna allt frá smáhlutum til stærri húsgagna fyrir fyrirtækið. Þau trúa því að ekkert sé svo smátt að það þurfi ekki að vera vel hannað og spannar því vöruframboðið allt frá smáhlutum líkt og tannburstum upp í stór húsgögn eins og sófa. Fersk nálgun er einkenni allra þeirra hönnuða sem starfa fyrir fyrirtækið en vörurnar eru formfagrar og oft og tíðum litríkar sem setja sterkan svip á heimilið.

Chubby-vasinn frá HAY er algert augnayndi.


Ólíkum þörfum mætt

Hvort sem þú ert að leita að góðri hönnun fyrir heimilið eða skrifstofuna, finnur þú það hjá HAY. Allar vörurnar eru hannaðar þannig að þær geti gengt fjölbreyttu hlutverki og nýst vel í ólíkum rýmum og uppfyllt breytilegar þarfir allra. Áherslur hafa verið lagðar á að gefa ungum og efnilegum hönnuðum með ferska sýn tækifæri og endurspeglast það í vöruúrvalinu. Auk þess framleiðir fyrirtækið vörur eftir hönnun eldri þekktra hönnuða og má þar til dæmis nefna Børge Mogensen í því samhengi. Því má með sanni segja að samtíma- og klassísk hönnun mætist á skemmtilegan hátt hjá HAY.

List, arkitektúr og tíska


Mette og Rolf segja að helsti innblásturinn sem endurspeglast í vörunum eigi uppsprettur í þremur þáttum og eru þeir list, arkitektúr og tíska og eru þau orðin að eins konar einkunnarorðum fyrirtækisins. Allt eru þetta greinar sem taka sífelldum breytingum og því mikilvægt að vera á tánum og tileinka sér nýjungar hratt. Efnisvalið er framúrskarandi þar sem mikil áhersla er lögð á góða endingu og mætir það kröfum samtímans um aukna umhverfisvernd.

Lamparnir og ljósin frá HAY eru alveg stórkostlega falleg.

Þetta ljós heitir Bonbon Shade 320.
Bonbon Shade 380 Ice Cream.
Matin borðlampi í allskyns litatónum.
Skemmtilegur lampi sem er í laginu eins og sveppur.
Hangandi ljós sem setur sterkan svip á stofuna.

Sætir sloppar úr smiðju HAY.

HAY er nú fáanlegt í allri sinni litríku dýrð í Smáralind í Pennanum Eymundsson. Vöruúrvalið er frábært og alltaf hægt að gera sérpantanir á stærri hlutum og húsgögnum. Komdu og kynntu þér hönnunarheim HAY í Smáralind.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Hugmyndir að útskriftargjöfum

Heimili & hönnun

Sumarið í H&M Home með Miðjarðarhafsívafi

Heimili & hönnun

Innblástur til að lífga upp á barnaherbergið

Heimili & hönnun

Uppskrift að fullkomnu eldhúsi

Heimili & hönnun

Einfalt en sjúklega sætt páskaföndur

Heimili & hönnun

Tryllt tips fyrir veisluna

Heimili & hönnun

Innanhúss­hönnuður­inn Sæja gefur góð ráð

Heimili & hönnun

Vorlína H&M Home og nýtt frá Søstrene Grene, Hay, Epal og Snúrunni