Fara í efni

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun - 9. september 2024

Þegar hitastigið lækkar og dagarnir styttast, þá er kominn tími til að færa hlýjuna inn. Haustið ögrar okkur með nýjungum sem aldrei fyrr, og við fáum nostalgíukast með endurkomu trenda sem minna okkur á gamla og góða tíma. Hér eru heitustu hausttrendin fyrir heimilið þetta árið.

Litakortið fyrir haustið

Róandi litir og fjölnota húsgögn eru orð sem óma í hönnunarheiminum þetta haustið. Þar sem þægindin eru í fyrirrúmi, en skapa  jafnframt stílhreint yfirbragð og almenn huggulegheit. Litakortið er innblásið af náttúrunni, eða í brúnum tónum, „terracotta“, djúpum grænum og mjúkum gráum. Þessir mettuðu tónar kalla fram hlýju og notalegheit.

Mynd: Shopside.dk
Dolce-vasinn er íslensk hönnun frá Önnu Þórunni. Epal - 16.900 kr.
Hliðardiskur frá Iittala í vintage brúnum lit. Líf og list - 2.750 kr.
Röndóttu sængurverin frá IHANNA HOME, fást í ýmsum stærðum og litum. Epal - 17.900 kr.
Smart vasi frá Spectrum. Dúka - 18.990 kr.
Röndóttur og sætur blómapottur frá OYOY. Dúka - 12.990 kr.
Úr haustlínu H&M Home.
Úr haustlínu H&M Home.
Úr haustlínu H&M Home.
Haustið er huggulegt hjá H&M Home, þar sem jarðtónar stela senunni.
Vasarnir frá Spectrum eru með karakter.

Djúpur vínrauður litur er vinsæll þetta haustið - ekki bara í húsbúnaðarvörum, heldur líka hjá helstu tískuhúsunum. Hér er hluti af nýjustu golffatalínu sænska J.Lindeberg sem fæst í Kultur Menn og Karakter í Smáralind.

Haustið ögrar

Trendin fyrir haustið eru ögrandi - fyrir suma! Margir húsgagnaframleiðendur hafa kynnt til leiks húsgögn í áberandi litatónum og mynstrum, ásamt þungum gólfmottum og gardínum. Vefnaðarvörur hafa sjaldan verið jafn áberandi og nú, og þá ekki bara í nýjum vörum, heldur líka á gömlum klassískum húsgögnum. Gardínur eru ekki lengur bara skermur fyrir gluggann, því þær eru næstum "plássfrekar" ef svo mætti segja - þá djarfar í efnisvali og litum og úr lúxusefnum eins og flaueli.

Danski framleiðandinn Eilersen er óhræddur við að nota liti sem gleðja. Verslunin Epal er endursöluaðili Eilersen hér á landi.

TIPS! 

- Byrjið á að bjóða hlýrri litum og áferðum inn á heimilið. Það má til dæmis bæta við púðum í haustlitum í sófann í stofunni.

- Skiptið léttum sumarfatnaði út fyrir þykkari peysur, dragið teppin fram og kveikið á kertum. Kerti með kryddilmum eða kanil, kalla á komandi árstíð.

Frístandandi lampi frá HAY með dimmer. Penninn Eymundsson- 17.999 kr.
Falleg peysa úr ullar- og cashmire blöndu frá ZARA - 15.995 kr.
Það eru til ótal litir í púðunum frá HAY. Penninn Eymundsson - 12.599 kr.

- Prófið að mála vegg í hlýjum jarðlit og stillið upp fallegum vasa, stól eða öðrum húsmunum í svipuðum lit, eða haldið í jarðtenginguna með basti, leðri og jafnvel keramík - til að kalla fram náttúrulegu tónana.

- Opnar hillur í eldhúsið, viðarskurðarbretti, keramík diskar, skál full af eplum og jafnvel þurrkuð blóm - gefa haustlega stemningu.

- Ljósir kremaðir litir ásamt gráum tónum, eru áberandi í svefnherbergið þetta haustið. Þar sem nóg af púðum og rúmteppi eru fremst í flokki.

Gardínuvængur, 140x250 cm. Home & You - 5.990 kr.
Teppi frá Home & You, 150x200 cm - 5.990 kr.
Mjúkt rúmteppi frá Home & You - 10.990 kr.
Ávaxtaskál frá Søstrene Grene - 1.730 kr.
Viðarbretti frá HOLM. Líf og list - 6.950 kr.
Three Season púðar frá Önnu Þórunni. Litir og áferð sem framkallar hjartahlýjar minningar um góðan mat, kertaljós og kósíheit í faðmi fjölskyldunnar þegar rökkva tekur. Epal - 13.400 kr.
Þurrkuð blóm frá Søstrene Grene - 3.790 kr.
Lampaskermur úr basti frá Søstrene Grene - 5.360 kr.

Handunnin keramík, skrautlegir vasar og listaverk eru lykilþættir í að skapa sjarma og persónulegan blæ inn á heimilið - og munu án efa gera hvert rými meira lifandi. Kerti og þá sér í lagi ilmkerti, gefa angan af haustinu.

Hér má sjá jarðtóna í húsgögnum sem og í fylgihlutum. Takið eftir hvað golfmottan gerir mikið fyrir rýmið og færir aukna hlýju.
@Lulu and Georgia

Nostalgían heilsar

Stál og glansandi málmar eru áberandi þessi misserin og í svo miklu mæli að brass er á ákveðnu undanhaldi. Við sjáum sófaborð, stóla og aðra skrautmuni í glansandi endurkomu áttunda áratugarins við miklar undirtektir.

Stál og glansandi málmar eru áberandi hjá H&M Home eins og þessi mynd sýnir.
Nýjung frá H&M Home - sem lætur ekki sitt eftir liggja með glansandi stálið.
Georg Jensen kynnti nýja brauðrist á dögunum í stáli. Vélin er hluti af Bernadotte línunni þeirra sem þykir afar smart.
Stál kanna frá HAY, rúmar 3,25L. Epal - 7.950 kr.
Espresso kaffivél frá Sjöstrand. Epal - 59.990 kr.
Aarke-kolsýrutæki er það smartasta í dag. Líf og list - 29.980 kr.
Nettur kertastjaki frá Søstrene Grene - 1.290 kr.
Speglaborð frá Søstrene Grene - 17.300 kr.
Stuttermabolur með metal áferð. ZARA - 3.795 kr.
Espadrillur í glansandi áferð. ZARA - 8.995 kr.

Silfursófi frá Eilersen vakti athygli í sumar á sýningu í Kaupmannahöfn. Sófinn verður settur á uppboð seinna á árinu, og mun ágóðinn renna til góðgerðarmála - þar sem þægindi og góð samviska haldast í hendur. 

Silfursófi frá Eilersen vakti athygli í sumar á sýningu út í Kaupmannahöfn. Sófinn verður settur á uppboð seinna á árinu, og mun ágóðinn renna til góðgerðarmála - þar sem góð þægindi og góð samviska haldast í hendur. Epal er endursöluaðili Eilersen hér á landi. 

Umvefjum okkur hlýju og tökum á móti haustinu með opnum örmum.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“

Heimili & hönnun

Leynitips stílistans fyrir svefnherbergið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home

Heimili & hönnun

Heimilistrend á góðum díl

Heimili & hönnun

Stílistinn mælir með þessu á pallinn í sumar

Heimili & hönnun

Gjafa­hugmyndir fyrir útskriftar­nemann

Heimili & hönnun

Persónuleg ráð frá reyndum innanhúss stílista