Fara í efni

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun - 7. janúar 2024

Skynfærin vakna með innanhússtrendum ársins, sem hafa vakið áttunda áratuginn til lífsins. Trendin í ár samanstanda af björtum litum þar sem gulur og ferskjulitur verða áberandi, afturhvarfi til rómantíkur og daðurs á milli gamla og nýja tímans.

Svo virðist sem bast ætli að halda ótrautt áfram á árinu, ásamt meiri glamúr, litum og ólíkum áferðum í efnisvali. Vegghengd teppi verða vinsæl, sem og færanlegir skápar. Við sjáum sófagrúppur þar sem áherslan er lögð á að sitja á móti hvort öðru, en húsgögnin njóta sín oftar en ekki í ávölum línum og áklæðið er hlýlegt (þá „bouclé“ eða yrjótt).

Litur ársins 2024

Ár hvert velur Pantone lit ársins - sem virðist vera ráðandi í innanhússstraumum sem og fatatísku. Litur ársins, 13-1023 Peach Fuzz, einkennist af hlýju og notalegum augnablikum. Flauelsmjúkur ferskjutónn sem umvefur og auðgar huga, líkama og sál. Akkúrat það sem við þurfum á nýju ári!

Litur ársins hjá Pantone er kallaður Peach Fuzz.
Kate Moss ásamt dóttur sinni og módelinu Lila Moss, sem báðar klæddust bleikum og ferskjulituðum fatnaði frá Fendi á Met Gala / Mynd: Jamie McCarthy

Það leikur enginn vafi á því að þeir litir sem munu vera ráðandi þetta árið eru hlýir tónar, ef marka má helstu málningaframleiðendur þar ytra. Gulur, bleikur og ferskjulitur eru þeir sem verða hvað mest áberandi og hér má sjá liti sem málningarfyrirtækið Dyrup hefur valið sem liti ársins.

Litatónarnir eru hlýir í ár.
Fölgulur kemur sterkur inn á nýja árinu og er einstaklega ferskur.
Hér njóta gulir og ferskjulitaðir veggir sín vel saman.
Hér má sjá að litur ársins kemur einnig sterkur inn í vortískunni þar sem fölgulum og ferskulit er blandað saman en þessar myndir eru frá tískuhúsinu Zimmermann.
Púði í lit ársins frá Önnu Þórunni, Epal, 13.400 kr.
Kerti frá HAY, Penninn Eymundsson, 4.199 kr.

Tískuhúsið JLindeberg er með puttann á púlsinum með nýrri fatalínu fyrir vorið. Vörur frá JLindeberg fást í versluninni Kultur Menn í Smáralind.

Úr nýrri línu golffataframleiðandans JLindeberg.

Allt er leyfilegt

Það er óhætt að segja að það séu óskrifaðar reglur hvað varðar stíl og framsetningu. Þeir sem þora að vera persónulegir og fylgja eigin hjarta  munu finna sig í að blanda saman ólíkum efnum og bjóða náttúrunni meira inn á heimilið. Það er ekkert sem stöðvar okkur í því að setja upp mynstraðar gardínur á móti viðargólfi og tröllvaxinni plöntu. En þess má geta að ólífu- og fíkjutré munu vera áberandi á komandi misserum.

Ólífu- og fíkjutré eru að trenda á nýja árinu.

Efnisval í fyrsta sæti

Sjálfbærni í efnisvali eykst í vinsældum með hverju árinu af augljósum ástæðum. Efni eins og viður og steinn gefa ákveðna hlýju og dýpt inn í rými, þá sérstaklega ef blandað saman með öðrum lúxus á borð við flauel, gler og kopar.

Hér sjáum við öll helstu trend ársins saman á einni mynd frá Ferm Living. Bast standlampa, mynstrað veggteppi, sófa í ávölum línum og marmaraborð.

Smáhlutabox

Litlu hlutirnir þurfa líka sinn stað, og þar koma smáhlutabox til sögunnar. Lítil skrautleg box með loki munu vera meira áberandi á árinu og hjálpa okkur með skipulagið á þarflegum óþarfa.

Fallegt box frá Normann Copenhagen með loki. Fæst í öðrum stærðum og litum. Epal - 5.950 kr.
Glerkrukka frá Iittala, fæst í Duka - 6.290 kr.
Samanbrjótanlegur kassi með loki. Margar stærðir og gerðir fáanlegar í Søstrene Grene - 1.240 kr.

Leyndardómurinn liggur á veggjunum

Eitt besta innanhússtips ársins er að rýna í myndir og listaverk sem prýða veggina heima. Takið einn litatón úr verkunum á veggjunum og notið í aukahluti eins og teppi, kerti og púða - þannig má skapa rauðan þráð á einfaldan máta, án þess að fara út í öfgar.

Klassískur upptakari frá Alessi sem mun klárlega lyfta upp stemningunni í eldhúsinu. Dúka - 9.990 kr.
Hangandi blómapottur mun sóma sér vel með eiturgrænni plöntu. Líf og list - 4.920 kr.
Knot púði frá Design House Stockholm, hannaður af Ragnheiði Ösp. Epal - 21.900 kr.
Gult og mjúkt! Rúmteppi frá HAY í fallegum lit. Penninn - 29.999 kr.
Bleikur og gulur vasi frá HAY. Epal - 12.500 kr.

Metallic áferðir ríkja

Hvort sem um silfur eða gull er að ræða, þá munu metallic-áferðir halda áfram inn í árið. Þá ekki bara í smáhlutum, því við sjáum það líka í fatnaði, veggfóðri, flísum og fleiru. Brass hefur svo til átt markaðinn síðustu ár, en burstað stál og króm eru að stíga stórt skref sem heitustu trend ársins.

Eldhúshönnun VIPP á sér enga líkan og hér má sjá borðplötu úr burstuðu stáli. Epal er endursöluaðili VIPP á Íslandi.
Sjóðheit stígvél í metallic áferð. ZARA - 9.995 kr.

Lýsing eitt það mikilvægasta

Það hefur aldrei verið jafn mikil áhersla á vegg- og standlampa eins og þessa tíðina. Lýsing er eitt það mikilvægasta í öllum rýmum og hér má leika sér með allskyns útfærslur til að ná fram réttu stemningunni. Lampar eru margir hverjir eins og skúlptur út af fyrir sig, á meðan aðrir láta lítið fyrir sér fara en þjóna engu að síður stóru hlutverki. Við mælum með að hafa augun opin fyrir fallegum ljósum.

Ljósaframleiðandinn NUURA hefur sótt hratt í sig veðrið hvað varðar fallega hönnun. Þetta ljós kallast Liila og er fáanlegt í ýmsum útgáfum. / Mynd: NUURA.
Fallegur standlampi, PH 80, frá Louis Poulsen. Takið einnig eftir hægindastólnum sem er í ljósu „bouclé“-áklæði. / Mynd: Louis Poulsen
Louis Poulsen lætur ekki sitt eftir liggja með klassíska ljósahönnun í tískulit ársins.

Málningaframleiðandinn Jotun kynnir splúnkunýjan lit til leiks þetta árið sem kallast „Indi Pink“. Hann fellur strax vel í kramið ef þið spyrjið okkur.

Gleðilegt vor segjum við nú bara!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Heimilistrend sumarsins 2024

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben