Fara í efni

Sæt sumarlína H&M Home

Heimili & hönnun - 17. maí 2023

Sumarlína H&M Home er ekki fyrir þá sem eru hræddir við liti. Hún er kærkomin gleðisprengja eftir grámyglulegan vetur og myndaþátturinn sem er meðfylgjandi eins og póstkort frá paradís.

Litadýrðin er allsráðandi í sumarlínu H&M Home í ár. Skærbleikur, grænn, blár og appelsínugulur eru áberandi og gefa heimilinu og pallinum gleðilega litasprengju sem er kærkomin eftir langan vetur.

Litríkir diskar og föt njóta sín vel úti á palli í sumar.
Sæt glös fyrir sumardrykki með krúttlegu glasaglingri.
Krúttlegar, grunnar skeljaskálar sem hafa fjölbreytt notagildi.
Veglegir blómavasar í náttúrulegum formum standa uppúr í sumarlínunni að okkar mati.
Trítaðu pallinn eins og listagallerí á góðviðrisdögum!
Litríkir kertastjakar og kerti lífga upp á umhverfið.
Þvílíka listaverkið!
Litríkir púðarnir lífga óneitanlega upp á stemninguna á pallinum eftir allt sem á hefur gengið í vetur.
Gefðu pallinum smá ást og sumarvæb með litríkum púðum.
Við getum mælt með rúmfötunum úr H&M Home. Nú koma þau í allskyns litasamsetningum og fást í H&M Home, Smáralind.
Hver væri ekki til í að vera þarna? Þvílíka paradísin.

Uppáhalds úr H&M Home

Gullfallegt og veglegt mortél.
Bast diskamotta er smart á borðið.
Litrík og sæt kerti.
Fagurfjólublá kerti.
Skærbleik og dúnmjúk rúmföt.
Sætir kertastjakar.
Bjútífúl blómapottar.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben