Fara í efni

Huggulegt í haust

Heimili & hönnun - 20. ágúst 2021

Þegar sumri hallar fara margir að huga að því að undirbúa heimilið fyrir veturinn. Haustið býr yfir miklum töfrum og er það uppáhaldsárstími margra. Hvort sem þú ætlar í berjamó eða leggja áherslu á kósíheitin heimafyrir þá eru hér nokkrar góðar hugmyndir svo þú getir notið sem best.

Teppi og púðar


Besta leiðin til þess að gera heimilið notalegra er að bæta efniskennd þess. Teppi og púðar setja alltaf hlýlegan svip á heimilið. Náttúruleg efni eins og ull eru í uppáhaldi hjá mörgum. Þau gefa sjálfkrafa til kynna hlýju og mýkt en bæta einnig hljóðvist heimilisins.


Ljúf lýsing


Falleg lýsing skiptir höfuðmáli þega rökkva tekur. Kerti og huggulegir skrautlampar skapa alltaf notalega stemningu. Þráðlausir lampar með usb-hleðslubatteríi hafa verið sérlega vinsælir undanfarin misseri enda auðvelt að færa þá til eftir þörfum bæði inni og utandyra og auðvelt er að stilla þeim upp í hillum án þess að snúrur séu vandamál. Flestir slíkir lampar koma með þremur birtustillingum svo auðvelt er að finna það birtustig sem hentar hverju sinni.


PC Portable-lamparnir frá HAY sem fást í Pennanum Eymundsson, Smáralind.

Heitir drykkir


Heitir drykkir eru ómissandi hluti af haustinu og best er að njóta þeirra í fallegum bolla. Keramik hefur sjaldan verið vinsælla en nú og er því auðvelt fyrir flesta að finna sinn uppáhaldsbolla.

Kinto fæst í Te og Kaffi, Smáralind.

Framlenging af sumri

Útiarnar og kamínur eru sérstaklega sniðug leið til þess að framlengja sumrinu á pallinum eða í garðinum. Það er fátt meira kósí en að sitja úti undir teppi fyrir framan snarkandi eldiviðinn. Eva Solo hefur sett á markað nýjan útiarinn, Firebox, sem gerður er úr cortenstáli sem hentar vel fyrir íslenskar aðstæður og má standa utandyra allan ársins hring. Í efra hólfinu er eldiviðurinn brenndur en það neðra gegnir hlutverki eldiviðarhólfs þar sem auðvelt er að geyma viðinn og bæta á eldinn eftir þörfum. Reykháfurinn beinir reyknum út að aftanverðu og truflar því ekki þá sem sitja við arininn. Arininn kemur samansettur og fæst í Líf og list.

Arinn frá Eva Solo fæst í Líf og list, Smáralind.

Hér má sjá rómantíska arininn í aksjón!

Útiseríur og kertaluktir


Útiseríur og kertaluktir gera einnig pallinn og garðinn huggulegri. Sú tíð að tengja seríur einungis við jólin er löngu liðin og því tilvalið að leyfa sér að njóta notalegrar stemningar allt árið um kring.

Kósí útiseríur frá Søstrene Grene.
Fallegar kertaluktir frá Søstrene Grene.

Njóttu uppskerunnar


Haustið er sannkallaður uppskerutími sem gaman er að nýta sér. Ef þú ætlar í berjamó, að tína sveppi eða jurtir í te er nauðsynlegt að hafa meðferðist góða körfu. Körfur eru betri en box þar sem þau leyfa innihaldinu að anda vel svo ekki myndist raki og ferskleikinn viðhelst sem lengst. Nesti og gott teppi eru einnig ómissandi þáttur í því að búa til góða og eftirminnilega upplifun.

Höfum það huggó í haust!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben