Fara í efni

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun - 27. janúar 2024

Nýja árið tekur á móti okkur með nýjum áskorunum hvað húsgagnastefnu og innanhústrendin varðar. Hér eru þrjú spennandi trend fyrir heimilið sem þú verður að vita af.

Það er óhætt að segja að það hafi verið skrúfað frá í mynstri, litum og efnisvali - því svo til allt er leyfilegt þegar kemur að því að innrétta heimilið.

Ösp með karakter

Það er ekkert nýtt af nálinni að sjá viðartegund vera nefnda sem eitt af helstu trendunum, ár eftir ár. En að þessu sinni er það öspin sem ætlar að stela senunni og það í óvenjulegri útgáfu. Því sérstakur útvöxtur á trjánum (er kallast poplar), veldur því að trefjarnar renna í mismunandi áttir og mynda þar að leiðandi einstaka byggingu í viðnum sem kemur sérstaklega vel út í húsgögnum. Það er eins og litlir hnútar eða göt myndist í viðnum og þegar hann er meðhöndlaður, verður útkoman fallegt mynstur.

Mynd: Ellos
Sjáið útlínurnar og áferðina í þessu borði - alveg geggjað!
Hér eru meistararnir frá FERM Living með einstakt hliðarborð úr hnútavið. Vörur frá FERM eru seldar í Epal.

Það var upp úr árinu 1920 sem slík viðarhúsgögn fóru að sjást og þóttu af fínni toga. Og nú 100 árum síðar er viðurinn aftur mættur til leiks og vinsæll sem aldrei fyrr - en það er ekki eins auðvelt að nálgast hann í þessu formi eins og aðrar viðartegundir sem við þekkjum. Því þykir hann enn sérstakari, sem hann svo sannarlega er. Við mælum með að hafa augun opin fyrir þessu nýja trendi.

Mynd: Layered
Sænski framleiðandinn Layered kynnti nýverið nýtt sófaborð. Hér sést vel hvað árarnar í viðnum gefa borðinu sterkan karakter.

Zebra mynstur snýr aftur

Zebra mynstrið hefur ekki verið eins lifandi og hlébarðamynstrið, sem hefur verið meira í sviðsljósinu og er enn. Svart-hvíta mynstrið er þó mun áhugaverðara ef þið spyrjið okkur, þar sem rendur myndast og renna líkt og vatnsár í ólíkar áttir og gera mynstrið einstaklega framandi. Það er töff að blanda saman zebra mynstri við aðra liti og poppa þannig upp á rýmið.

Mynd: Dusty Decos
Dusty Decos eiga heiðurinn af þessum sófa sem sækir innblástur sinn til jazz-listamannsins Miles Davis - en til er mynd af Miles þar sem hann stendur við strandhúsið sitt í Malibu, í óhnepptri zebra skyrtu fyrir framan mottu í zebra munstri. Það er ákveðinn karakter!
Viðarzebrahestur frá Kay Bojesen. Epal - 12.600 kr.
Ilmkerti frá IHANNA Home með fallegum röndum. Epal - 5.950 kr.
Röndóttur diskur frá Ingu Elínu. Epal - 8.000 kr.
Danskur brjóstsykur eins og hann gerist bestur. Líf og list - 1.150 kr.
Zara færir okkur þetta dress!

Áberandi dýramynstur fá eflaust einhverja til að hugsa aftur til tíunda áratugarins, á meðan aðrir sjá fyrir sér kærkomna tilbreytingu í húsgögnum sem og öðrum fylgihlutum. Hvort sem er, þá tökum við fagnandi á móti ögrandi áskorunum.

ZARA Home stendur fyrir sínu með þennan zebra púða í sófann.
Mynd: Artek
Klassísk hönnun eftir Alvar Aalto! Kollinn sem finna má inni á ótal heimilum út um allan heim, hefur hér verið klæddur í zebra mynstur.
Mynd: Balmain
Það gleymir enginn drottningunni Beyoncé, sem skartaði zebra mynstri á tónleikaferðalagi sínu á síðasta ári og setti tóninn fyrir það sem koma skal.
Mynd: Saurabh Suryan/Lokesh Dang
Á Indlandi má finna þennan stórkostlega veitingastað sem kallast 'Feast India Co.' en staðurinn er oftast kallaður 'Pink Zebra' og ekki að ástæðulausu. Hér hefur verið hugsað út fyrir kassann hvað varðar litaval og hönnun og útkoman er geggjuð.

Plöntuinnrás

Við komumst vart af með að fullkomna heildarútlitið, nema með fallegum plöntum í farteskinu. Og það eru engar fréttir að grænblöðungar eru fastur liður í innanhústrendum en þetta hér er þó alveg nýtt, þar sem plöntur færa sig bókstaflega inn í húsgögnin okkar og verða enn meira áberandi en áður. Stærri tré hafa tekið bólfestu í hliðarborðum og minni plöntur sjást víða t.d. í sófaborðum.

Tröllvaxið tré falið í hliðarborði - er það sem koma skal næstu misserin. Fleiri og fleiri plöntur munu sjást læðast inn og verða hluti af mublunum. // Mynd: Køkkensnedkeren
Enn ein gersemin frá FERM Living! Hér sjáum við gullfallegan, fléttaðan blómastand.
Sjúklega sætur blómapottur úr terracotta frá FERM Living.
Plöntuboxin fra FERM Living eru ekkert eðlilega sniðug og skemmtileg. Það hefur aldrei verið auðveldara að skapa exótíska stemningu heima fyrir í hvaða rými sem er, því boxin koma í ótal litum og stærðum - og því eru möguleikarnir endalausir. Eins má nota boxin undir ýmislegt annað, eins og bækur og smádót.
Blómapottur í ljósum lit og á fæti. Epal - 10.500 kr.
Blómastandarnir frá OYOY, eru fáanlegir í ýmsum litum. Dúka - 19.990 kr.
Það leynast margir smart blómapottar í H&M Home.
Hangandi pottar gera heilmikið fyrir rýmið. Líf og list - 9.570 kr.
Blómapottur á standi frá Home & You - 4.990 kr.
Ljós og lekker blómastandur frá Søstrene Grene - 8.180 kr.
Mynd: Ferm Living
Hvaða trend ert þú til í að innleiða inn á þitt heimili?

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home

Heimili & hönnun

Heimilistrend á góðum díl

Heimili & hönnun

Stílistinn mælir með þessu á pallinn í sumar

Heimili & hönnun

Gjafa­hugmyndir fyrir útskriftar­nemann

Heimili & hönnun

Persónuleg ráð frá reyndum innanhúss stílista

Heimili & hönnun

Heimilistrend sumarsins 2024

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí