Jakkinn sjálfur og fóðrið er úr 100% endurunnu pólýester. Með honum vill Selected vekja athygli á plastmengun og auka við úrval fatnaðar úr sjálfbærum og endurunnum efnum. Hluti af ágóða hvers jakka rennur til þessa mikilvæga málstaðar og samtakanna Plastic Change.
Hér má sjá einn af jökkunum úr línunni.

Selected Femme/Homme kynnir með stolti samstarf við dönsku umhverfisverndarsamtökin Plastic Change um að draga úr plastmengun og notkun einnota plasts. Það er liður í skuldbindingu tískumerkisins til að stuðla að sjálfbærni innan geirans.

1950-2017 var 9.2 billjón tonn af plasti framleitt. Það gerir meira en eitt tonn á hverja manneskju á jörðinni.

Plastnotkun og framleiðsla hefur rokið upp úr öllu valdi en meira en helmingur af öllu plasti er framleitt eftir 2005.
Tími til að breyta!
Ráð til að minnka plastnotkun

Ferðastu með eigin kaffibolla.

Ef þú þarft að nota rör, fjárfestu í margnota.

Vertu með margnota vatnsbrúsa á þér.
Með (endur)nýtingu plasts við fataframleiðslu tökum við ábyrgð. Sjálfbærni er meðal grunngilda Selected og hefur tískukeðjan heitið því að gera vörulínur sínar sífellt umhverfisvænni. Með þessu samstarfi er það sýnt í verki. Með samstilltu átaki tekst okkur að draga úr notkun einnota plasts og mengandi áhrifum þess.
Hægt er að kaupa jakkana í verslun Selected í Smáralind og á Bestseller.is