Fara í efni

Tryllt tips fyrir veisluna

Heimili & hönnun - 15. mars 2022

Uppsafnaður þorsti landsmanna eftir hverskonar veisluhöldum er áþreifanlegur eftir tveggja ára þurrkatíð í boði heimsfaraldurs. Fermingarboðskortin flæða út úr póstkössunum og slegist er um merktar servíettur og fermingarstyttur í helstu verslunum. Eða hvað? Eru kannski tískubylgjur í fermingarskreytingum og hvað er þá inni og hvað úti?

Berglind Hreiðarsdóttir.
Berglind Hreiðarsdóttir, eigandi Gotterí og gersemar.

Til þess að komast til botns í því að hverju þarf að huga fyrir stóra daginn leituðum við til konu sem veit hvað hún syngur í þessum efnum, Berglindar Hreiðarsdóttur, eiganda síðunnar Gotterí og gersemar, en á henni má finna hafsjó uppskrifta og hugmynda fyrir ýmiskonar veisluhöld.

„Ég hef alltaf verið mikil veislukona, alveg frá því ég var lítil. Mér þykir ótrúlega gaman að skipuleggja og halda veislur og byrjaði bloggið mitt upphaflega út frá þeim áhuga mínum,“ segir Berglind, en nú er vefurinn orðinn níu ára og hefur stækkað mikið og þróast síðan þá. „Ég set inn uppskriftir og skrifa um ferðalög, gönguferðir, veislur, matarupplifun og ýmis ævintýri, en ásamt því hef ég gefið út nokkrar matreiðslubækur. Ein af þeim er einmitt Veislubókin og í henni er að finna mjög góðar og ítarlegar upplýsingar þegar kemur að veisluhaldi, þar á meðal fermingarveislum,“ segir Berglind.

Inni á Gotterí og gersemar má finna hafsjó uppskrifta og hugmynda fyrir ýmiskonar veisluhöld.

Allt leyfilegt þegar kemur að fermingarskreytingum

Berglind segir mikilvægt að leyfa fermingarbörnunum sjálfum að taka þátt í ákvörðunum og hugmyndavinnu tengda veislunni. „Þetta er þeirra dagur og þau verða að fá að vera með í ráðum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Börn hafa svo auðvitað missterkar skoðanir en mér finnst klárlega að þau þurfi að fá að hafa sitt að segja og vera með. Það örvar líka sköpunargleði og eflir sjálfstraustið að vera þátttakandi, auk þess sem börn hafa bara gott af því að ekki sé sífellt hugsað fyrir þau,“ segir Berglind.

Berglind segir allt leyfilegt þegar kemur að fermingarskreytingum. „Sumir vilja skreyta mikið, aðrir lítið. Sjálf geri ég allt þar á milli, fer eftir stemmningu, tíðaranda og óskum hvers og eins. Sumir vilja þema en aðrir vinna út fá ákveðinni litapallettu. Sjálfri finnst mér best að byrja á því að ákveða litaval og skoða þaðan hvað er í boði. Einnig er hægt að taka það hina leiðina, ef við sjáum eitthvað ákveðið skraut sem heillar, er hægt að vinna út frá því. Auðvitað ræður veislustaðurinn líka töluverðu um hvernig hægt er að skreyta, sumt passar á einum stað en alls ekki öðrum. En sama hvað, þá mæli ég alltaf með því að hefja undirbúning í tíma, það auðveldar allt og minnkar álag. Sjálf geri ég alltaf gátlista yfir allt sem þarf að kaupa, panta eða þá föndra. Svo er hægt að safna öllu saman og átta sig þannig á því hvernig þetta muni nú allt líta út. Þá bætast oft við allskonar litlir hlutir sem við viljum dúllast í og gott er að klára slíkt tímalega,“ segir Berglind.

Søstrene Grene, 578 kr.
Søstrene Grene, 578 kr.
Søstrene Grene, 868 kr.
Søstrene Grene, 190 kr.
Hengi fyrir myndir, A4, 4.999 kr.
Myndalímmiðar, Epal, 700 kr.
Epal, 3.950 kr.
Epal, 2.190 kr.
Dúka, 729 kr.
Líf og list, 7.320 kr.
Oyoy-bakki, Dúka, 12.990 kr.

Náttúrulegt og ætt skreytingarefni

Berglind segir fermingarskreytingar sveiflast í tískubylgjum eins og annað. „Það er alltaf eitthvað meira í tísku en annað hverju sinni, þrátt fyrir að sumt haldist alltaf inni. Núna eru blöðruskreytingar allsráðandi, þar sem blöðrurnar eru þræddar upp á plastrenninga, ýmist til að líma á vegg, setja í boga, hafa yfir veisluborðinu eða hvar sem hentar. Þetta er mjög skemmtilegt og hægt að gera ótrúlega margt fallegt úr misstórum blöðrum,“ segir Berglind, en bætir því við að um þessar mundir séu náttúrulegir litir mest áberandi í veisluskreytingum, þó hún sé sjálf ansi litaglöð að eigin sögn. Ég er líka hrifin af því að nýta skreytingar úr náttúrunni sé það mögulegt, greinar og annað til að punta með. Þá eru fersk blóm alltaf klassísk, bæði á kökur og á veisluborðið.“

Þá hefur ætt skraut einnig verið að ryðja sér til rúms, bæði sem borðskraut en einnig til merkinga. Nafn barnsins og fermingardagur, sem áður var á servíettum, er nú til dæmis á súkkulaðimolum og gosflöskum. „Maturinn sjálfur spilar svo stóra rullu, ef honum er raðað saman á fallegan hátt er það er klárlega skreyting út af fyrir sig,“ segir Berglind.

Hár og fallegur kökudiskur gerir mikið fyrir veisluborðið.
Søstrene Grene, 328 kr.
Vistvænt borðskraut úr blómum, Søstrene Grene, 486 kr.
Löber, Líf og list, 6.850 kr.
Søstrene Grene, 874 kr.

Gestabækurnar eru alltaf klassískar

En gestabækurnar, eru þær deyjandi fyrirbæri? „Nei alls ekki, mér þykja gestabækur alltaf klassískar. Það er svo gaman að lesa í gegnum kveðjurnar í rólegheitum eftir veisluna. Í dag gera flestir ráð fyrir plássi fyrir ljósmyndir úr veislunni inn á milli kveðjanna. Það er hægt að undirbúa áður, til dæmis með því að teikna kassa þar sem myndir verða límdar síðar til þess að textinn sé skrifaður kringum það svæði. Í fermingarveislu dóttur minna höfðum við gestabókina á litlu borði í forstofunni, nokkrar myndir af fermingarstelpunni í kring, falleg blóm og penna. Svo er mikilvægt að minna gestina á að skrifa, ýmist þegar þeir koma eða fara.“

Þar höfum við það. Svona rétt til að draga saman; Blöðrur, náttúrulegir litir og umhverfisvitund er inni, óþarfa sóun úti. Ætt skraut kemur sterkt inn og gestabókin er alltaf í tísku.

Mér þykja gestabækur alltaf klassískar. Það er svo gaman að lesa í gegnum kveðjurnar í rólegheitum eftir veisluna. Í dag gera flestir ráð fyrir plássi fyrir ljósmyndir úr veislunni inn á milli kveðjanna. Það er hægt að undirbúa áður, til dæmis að teikna kassa þar sem myndir verða límdar síðar til þess að textinn sé skrifaður kringum það svæði.
Epal, 4.400 kr.
Penninn Eymundsson, 6.299 kr.
Epal, 4.400 kr.
Epal, 7.500 kr.
Svokölluð naked-kaka eftir Berglindi en þessi kökustíll hefur verið gríðarvinsæll síðustu árin.
Nammibar er eitthvað sem flest fermingarbörn eru spennt fyrir og auðvelt er að græja með litlum tilkostnaði.
Hægt er að panta nafnaskilti hjá Hlutprent.
Fagurskreyttur kransakökustafur frá Berglindi.
Bókstaflega gullfalleg kaka.
Kökupinnar eru einfaldir en gera mikið fyrir veisluborðið.
Góð hugmynd að kransaköku frá Berglindi.
Smart framsetning á frískandi drykkjum og snittum og ostapinnum.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben