Fara í efni

Nýjungar frá HAY

Heimili & hönnun - 7. september 2021

Danska hönnunarmerkið HAY kom nýverið á markað með fyrstu vörulínuna sína í samstarfi við belgíska hönnunartvíeykið Muller Van Severen. Hér eru nokkrir af okkar uppáhalds gullmolum úr línunni og aðrar sjúklega smart nýjungar frá HAY.

Línan spannar allan pakkann eða smáhluti á borð við kertastjaka, ljós og lampa og einnig húsgögn. Munir úr línunni eru komnir til sölu í Pennanum Eymundsson í Smáralind.

Verðið á Arcs-vasanum er 14.499 kr. í Pennanum Eymundsson.
Arcs-blómavasinn er hannaður af Belgísku hönnuðunum Fien Muller og Hannes Van Severen. Þau hafa unnið til ótal verðlauna og verið í samstarfið við virt söfn og gallerí um allan heim. Má þar nefna Vitra safnið, Centre Pompidou og Musée des Arts Décoratifs Paris. Í samstarfi við HAY hefur parið hannað „The two colour table“, „The Arcs“-lampaskerminn og „The Arcs“-kertastjakann og blómavasann.

Arcs-blómavasinn er ekki síður áhrifamikill í speglaútgáfu.

Vasinn í hárauðu er alger sjóstopper!
Arcs kertastjakinn er á 7.999 kr.

Fleira nýtt frá HAY

Upphengi fyrir blómapotta er meðal nýjunga hjá HAY.

Upphengi fyrir blómapott frá HAY, Penninn Eymundsson, 5.999 kr.

Hangandi plöntur geta komið í stað veggmynda til að skreyta heimilið og gera það hlýlegra.

Poppaðir prjónar og eldheitt fyrir eldhúsið

Hversu fallegir eru matarprjónarnir og glösin frá HAY? Við elskum litadýrðina sem merkið er þekkt fyrir.

Matarprjónar, 6 í setti á 5.699 kr.
Vatnsglös, 2 saman á 4.499 kr. Vínglös, 2 saman á 6.899 kr.

Við værum til í að vera í þessu matarboði!

Bamboo disamottur, 2 saman á 2.899 kr.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben