Fara í efni

Jólagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun - 4. desember 2023

Það býr fagurkeri í okkur öllum sem elskar að nostra við heimilið. Hér er fjöldi gjafahugmynda sem fá hjartað til að slá örar.

Elegant hugmyndir fyrir fagurkerann

Það eru margir fallegir munir sem fanga augað, bæði klassísk hönnun sem og aðrar gersemar sem gleðja fyrir heimilið.

Blómavasarnir frá Cooee standa alltaf fyrir sínu. Líf og list – 9.950 kr.
Sænsk hönnun frá STRING. Falleg hilla undir smáhluti og annað fínerí. Epal – 23.800 kr.
DOTS snagarnir frá MUUTO eru fáanlegir í mörgum litum og útfærslum.
Einstaklega falleg kanna frá Georg Jensen. Líf og list – 39.250 kr.
Mikið úrval fallegra bóka má finna í Pennanum, þar á meðal þessa hér frá KINFOLK – 6.149 kr.
Stílhreint og fallegt kökusett frá Raw. Líf og list – 4.420 kr.
Kristalsglösin frá Frederik Bagger slá alltaf í gegn. Epal – 6.750 kr.
Espressobolli frá hinni einu sönnu Ingu Elínu. Epal – 5.000 kr.
Vinsælasta tunna heims er frá VIPP. Klassísk hönnun frá árinu 1939. Epal – 39.500 kr.
Fagurkerinn skilur ekki eldhúsið eftir útundan! Ýmsa koparlitaða potta og pönnur má finna frá Evu Trio. Vörurnar fást í Líf og list.

Fyrir fagurkerann sem elskar birtu og hlýju

Við komumst vart í gegnum þennan árstíma nema með dass af birtu. Hér eru hugmyndir að góðum gjöfum sem ylja um hjartarætur.

Þú finnur fallegt úrval af kertastjökum í H&M Home, Smáralind.
Kubus stjakinn fellur aldrei úr gildi. Epal – 25.500 kr.
Smart borðlampi í sinnepsgulum lit. Dúka – 22. 900 kr.
Skrautleg kerti setja svip á heimilið. Dúka – 2.190 kr.
Ilmkerti frá Skandinavisk er skotheld gjöf. Epal – 6.300 kr.
Ilmkerti frá URÐ er góð gjöf inn á heimilið. Dúka - 6.490 kr.
Þráðlaus lampi sem passar inn í hvaða rými sem er. Líf og list – 27.250 kr.

Vinsælu Stoff Nagel-kertastjakarnir fást í ýmsum litum og útfærslum. Epal – verð frá 6.900 kr.

Mjúka hlið fagurkerans

Mjúku pakkarnir eru alls ekki síðri en þeir hörðu – og þessar gjafir munu klárlega hitta í mark.

Í verslun H&M Home finnur þú mjúku pakkana fyrir fagurkerann, því þar er breitt úrval af teppum, sængurverum og púðum.
Endingargóð handklæði frá TEKLA, 70x140. Epal – 8.500 kr.
Púði frá HAY er nytsamleg gjöf fyrir þann sem kann gott að meta. Margir litir í boði! HAY fæst í Epal og Pennanum.
Rendur falla aldrei úr tísku! Sængurverin frá IHANNA HOME eru mjúk og kósí. Epal - 16.900 kr.
Baðsloppur frá HAY er góð gjöf. Penninn – 15.999 kr.
Ullarteppin frá Klippan fást í ótal litum. Dúka – 15.800 kr.
Handklæði frá TAKK Home eru sérstaklega rakadræg, fyrirferðalítil og þorna fljótt. Líf og list – 3.350 kr.
Home&you opnaði nýverið í Smáralind og býður upp á fjölbreytt úrval af kósí gjöfum fyrir heimilið. Flísteppi, Home&you, 4.390 kr.
Klassískt rúmteppi á góðum prís úr Home&you, Smáralind, 11.990 kr.

Fyrir leikglaða fagurkerann

Hér eru gjafir fyrir leikglaða fagurkera, eða þá sem taka lífinu með bros á vör.

Tréstytta er gjöf sem gleður, og þessir krúttlegu fuglar eru æðislegir. Epal – 10.500 kr.
Vekjaraklukka frá Georg Jensen. Epal – 16.950 kr.
Taflborð með speglaborði. Epal – 18.900 kr.
Röndóttur bakki á fæti frá OYOY. Dúka – 10.990 kr.
Gyllt barsett fyrir þá sem elska glamúr og elegans. Líf og list – 15.850 kr.
Yatzy er frábær hugmynd að möndlugjöf. Penninn – 6.299 kr.
Ferðamál frá Kinto. Epal – 5.950 kr.
Plakat á vegginn er snilldargjöf! Þessi grafíska mynd er frá ARTALY. Epal – 9.900 kr.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Heimilistrend sumarsins 2024

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið