Sagan á bak við klassíska gjöf
Það mætti segja að stúdentatíminn sé í raun stærsta veisla sumarsins, þegar upphafi fullorðinsáranna er fagnað - og lífið byrjar fyrir alvöru. Klassísk hönnun er alltaf eiguleg og vegleg gjöf sem fylgir manni um ókomna tíð. Flestar hönnunarvörur eiga sér áhugaverða sögu, sem gerir hlutinn enn meira spennandi - bæði fyrir þann sem gefur og þann sem þyggur.
Hinn ástsæli tréapi er tilvalin gjafahugmynd - eða tímalaus hönnun Kay Bojesen frá árinu 1951. Apinn var upprunalega hannaður sem snagi í barnaherbergi, en Kay hafði mikla unun af því að smíða fígúrur úr viði eftir að sonur hans Otto fæddist árið 1919. Einnig er hægt að kaupa stúdentahúfu á apann upp á stemninguna. Epal - 18.900 kr.
Hang it all-fatahengið er klassísk hönnun Eames hjónanna frá árinu 1953. Hengið var upprunalega hannað til að hvetja börn til að „hengja allt upp“. Ný útgáfa af þessu klassíska hengi kom á markaðinn haustið 2013, en um er að ræða þrjár nýjar litasamsetningar sem Hella Jongerius valdi saman. Penninn - 34.632 kr.
Gjafir úr öllum áttum
Hér eru gjafahugmyndir fyrir „áttavillta” - eða fyrir þá sem vantar innblástur úr öllum áttum. Það getur ýmislegt komið til greina fyrir útskriftarnemann, og ef maður er á óviss með val á gjöf - þá minnum við á að gjafakort í Smáralind opnar fyrir ótal möguleikum til að gleðja.
Til hamingju með áfangann!