Fara í efni

Paradís fyrir ástríðukokkinn

Heimili & hönnun - 2. júní 2021

Líf og list í Smáralind stækkaði nýverið verslun sína til muna og úrvalið fyrir eldhúsið er ekki af verri endanum. Pottar, pönnur og hnífar í úrvali sem ekki hefur áður sést hér á landi. Nú er allt sem ástríðukokkinn gæti hugsanlega dreymt um undir einu þaki.

Stóraukið úrval frá Le Creuset

Líf og list býður nú upp á stóraukið vöruúrval frá Le Creuset. Vörulína þeirra hefur stækkað til muna og úrvalið mjög spennandi. Lítill fugl hvíslaði því líka að okkur að það sé enn meira á leiðinni!

Algengt er að fólk velji sér eina pönnu til að steikja allt á en sérfræðingarnir segja að hægt sé að framkalla töfra með mismunandi pönnum, eftir því hvað verið er að steikja. Líf og list býður nú upp á glæsilegasta úrvalið af pottum og pönnum. Stálpönnur, álpönnur, húðaðar pönnur, óhúðaðar, steypujárnspönnur, koparpönnur, úrvalið er endalaust. Í öllum stærðum og frá mörgum framleiðendum. Spennandi!

Eldhúshnífaparadís

Í hnífaskápnum í Líf og list er úrval sem hefur ekki sést áður hér á landi. Mikið er lagt upp úr því að bjóða upp á vandaða hnífa sem kosta ekki skyldinginn. Einnig er hægt að fá hnífa sem hvaða atvinnukokkur sem er gæti hugsað sér að nota.

Hnífaúrvalið í Líf og list er eitthvað sem ekki hefur áður sést hér á landi.

Verslunin er hönnuð með það í huga að auðvelt er að kynna sér eiginleika hverrar vörur í þaula með vöruspjöldum. Þannig getur viðskiptavinurinn kynnt sér vöruna vel í ró og næði án hjálpar afgreiðslufólks, þó þjálfað starfsfólk sé innan seilingar ef spurningar vakna. 

 

Eldhúsvörurnar frá Holm eru á sínum stað.
Nýjasti litur á hrærivélinni rómuðu frá Kitchen Aid er þessi dásamlega fallegi laxableiki litur.

Ný barnafatalína

Við verðum líka að minnast á þennan dásamlega barnafatnað frá Martinex sem er með fallegum Múmín-mynstrum en þau eru öll framleidd úr lífrænni bómull og OEKO-tex vottuð.

Líf og list, 4.250 kr.

Múmínveisla!

Líf og list, 4.650 kr.

Sjáumst í Líf og list í Smáralind!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben