Fara í efni

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun - 18. mars 2024

Fáir komast með tærnar þar sem stjörnustílistinn Þórunn Högna er með hælana þegar skreytingar eru annars vegar. HÉR ER kíkti í heimsókn upp í bústað til Þórunnar þar sem lagt var á borð fyrir páska. 

„Það er alltaf smá áskorun fyrir mig að skreyta í bústaðnum þar sem alls ekki allir litir njóta sín vel þar, “ segir Þórunn Högna. Ég á mikið til af allskonar páskaskrauti en mig langaði að gera allt í nátturulegum litum og hafa ljósa liti í bland við svart, sem er alltaf fallegt saman og nýtur sín einstaklega vel á fallega hringborðinu mínu í sveitinni.  Páskaskrautið og allur borðbúnaður sem ég notaði á borðið er allt sem ég átti til (fyrir utan greinar og blóm). Er dugleg að nota það sem til er.

Fallega skreytt páskaborð í bústaðnum hjá Þórunni Högna.
Hörservíettur, kertaegg, vínglös, diskar, diskamottur og hnífapör eru úr H&M Home Smáralind.
Ég set alltaf eitthvað skraut á tauservíettur þegar ég dekka upp borð og er þekkt fyrir að fara alltaf „all in“ í díteilunum.
Skrautegg á hörservéttum og satínborðar frá Søstrene Grene, Smáralind.
Fallega páskakakan og makrónurnar eru úr 17 Sortum sem fæst í Hagkaup, Smáralind. Þórunn setti greinar og pappaegg einnig á kökuna ásamt makrónunum. „Kakan er falleg fyrir en mig langaði að setja mitt tvist á hana.“

Páskaborð að hætti Þórunnar Högna

„Mér finnst öll smáatriði skipta máli og er dugleg við að poppa uppá allskyns skraut. Ég setti t.d nýja borða og klippti litlar greinar og festi á öll ljósu skrautegginn á greinumum.“

Páskafínt

Hér er eitt og annað fallegt sem gefur heimilinu páskalegt yfirbragð.
Páskaegg frá Ferm Living 4 stk, Epal, 3.150 kr.
Páskaegg frá Georg Jensen 2024, Líf og list, 5.980 kr.
Páskaegg að okkar skapi frá Lakrids by Bülow, Epal, 4.950 kr.
Páskafjöður Georg Jensen 2024, Líf og list, 3.620 kr.
Páskaegg frá Royal Copenhagen, Líf og list, 4.290 kr.
6 stk kerti frá HAY, Penninn Eymundsson, 4.199 kr.
Dúka, 4 stk. kerti 2.190 kr.
Páskaservíettur, Epal, 1.000 kr.
Gleðilega páska!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Persónuleg ráð frá reyndum innanhúss stílista

Heimili & hönnun

Heimilistrend sumarsins 2024

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið