Fara í efni

Persónuleg ráð frá reyndum innanhúss stílista

Heimili & hönnun - 7. maí 2024

Ef þig dreymir um að eiga heimili sem ómar af persónuleika, þá máttu ekki gleyma að taka sjálfa þig persónulega. Hér eru nokkur tips frá einum reynslumesta innanhúss stílista landsins sem má auðveldlega fylgja ef þú sækist eftir persónulegri stíl inn á heimilið.

Við höfum öll komið inn á heimili þar sem sjarmi þeirra sem þar búa, skín í gegn. Og oftar en ekki er erfitt að setja fingur á það sem gefur þennan „fullkomna” blæ. Best er að treysta á okkur sjálf og láta hreinlega vaða þegar kemur að því að innrétta heimilið!

Gleymdu öllum reglum

Fyrsta reglan er að hætta að hafa áhyggjur af öllum reglum og eigin sköpunarhæfileikum. Upplifðu heldur drauminn og gefðu hugmyndunum þínum lausan tauminn - því „reglurnar” eru blessunarlega meira á undanhaldi en hitt. Við sjáum til dæmis meira og meira af viðartegundum í bland, sem áður var á bannlista ef svo mætti segja. Eins sjáum við meira af litum og ólíkum áferðum í efnisvali - sem færa heimilinu þennan persónulega sjarma. Því ætti ekkert að stoppa okkur í að velja það sem heillar mest í kringum okkur.

Meistararnir hjá MUUTO slá ekki feilnótu þegar kemur að því að negla skandinavíska stílinn niður í fallegum húsgögnum og fylgihlutum. Þeir eru óhræddir við að nota liti í bland við ljósan við, sem gefur vörunum þeirra einstakt yfirbragð. 
Borðstofustóll með velúráklæði og viðarfótum. Søstrene Grene - 14.300 kr.
Søstrene Grene
Hliðarborð með viðarplötu. Søstrene Grene - 5.290 kr.
Veggklukka með viðarkúlum frá Vitra, klassísk hönnun frá 1948. Penninn Eymundsson - 59.900 kr.
Íslensk hönnun! Fuzzy kolllur með viðarfótum og gæru. Líf og list - 79.250 kr.
Snillingarnir hjá HAY kynna hér viðarhúsgögn á pallinn í sumar.
Hvítolíuborinn skenkur frá Skovby, tímalaus og falleg mubla. Líf og list - 215.520 kr.

Erfðagripir og annað djásn

Að vera á persónulegu nótunum heima fyrir getur verið allt frá því að leyfa uppáhaldsbókunum þínum að liggja frammi á borði eða gefa heimagerðum listaverkum pláss. Eins ljósmyndir frá skemmtilegum ferðalögum fjölskyldunnar, sem og opnar hillur er skarta erfðagripum eða öðru djásni sem gefa heimilinu sál. Enginn er með sama smekk eða stíl og þú - svo það er heima sem þú færð fullt leyfi til að vera á persónulegu nótunum.

Modern Glam! Bókin sem lyftir heimilinu upp. Epal - 5.800 kr.
Handbók um hvernig þú bætir litum inn á heimilið. Penninn Eymundsson - 4.599 kr.
Veggmynd frá Paper Collective, 30x40 cm. Epal - 4.800 kr.
Myndasylla til að stilla uppáhaldsmyndum og minningum upp við vegginn. Søstrene Grene - 2.460 kr.
Málverk í stærðinni 90x60 cm frá Home & You - 12.990 kr.

Leynitips fyrir myndaveggi

Fallegur myndaveggur er ekki eitthvað sem þú gerir á einum degi – oft tekur tíma að finna réttu verkin. En hér eru nokkrar hugmyndir hvernig má raða upp myndaveggjum.

  • Myndaveggur er auðveld leið til að ná fleiri litum inn á heimilið - veldu lit sem skapar heildar samræmi.
  • Ekki hika við að blanda saman ljósmyndum, teikningum, grafík og póstkortum – til að ná þínum persónulega stíl á vegginn.
  • Ef þú ert í vafa um hvernig best sé að hengja upp myndirnar er góð leið að hengja upp myndirnar þannig að rammarnir séu allir í beinni línu að ofan eða neðan. Byrjaðu á því að hengja upp stærstu myndina og byggðu restina upp út frá því.
  • Fyrir þá sem kjósa afslappaðara flæði, þá má vel stilla römmunum á gólfið.
  • Sækistu eftir ekta gallerí-stemningu, þá er ráð að raða römmum upp frá gólfi til lofts. Með því að hengja rammana hátt upp á vegginn, nærðu að undirstrika hæðina í rýminu ef hún er til staðar og leiktu þér með stærðir og liti.
  • Nýr rammi getur mörgu breytt! Prófaðu að mála einn ramma og sjáðu hvernig stemningin breytist. Þú getur málað rammann í sama lit og myndin, eða búið til algjöra andstæðu.
  • Ef um margar misstórar myndir er að ræða, þá er oft gott að halda sig við regluna að hafa 5-7 cm á milli rammanna.
  • Veggir hjá stigum geta nýst vel sem myndaveggir. Hér getur þú búið til persónulegt myndasafn með myndum og teikningum eftir krakkana.
  • Myndahilla er fullkomin ef þú vilt skipta reglulega um myndir og stilla upp á ýmsan máta. Þá getur þú leikið þér að vild.
Rammaframleiðandinn Moebe er þekktur fyrir sérstæðu sína. Vörur frá Moebe fást í Epal.
Falleg veggspjöld frá Paper Collective.
Mynd: Moebe
Søstrene Grene er með úrval af smart myndum eins og þetta plakat í stærðinni A3 - 914 kr.

Stærri húsgögn segja söguna

Sófar og hægindastólar eru mublurnar sem eru hvað mest áberandi á heimilinu. Og ef það blundar í þér listræn týpa, þá væri jafnvel ráð að velja húsgögn sem eru litrík, djörf eða í sérstökum formum sem vekja athygli fyrir skúlptúrað yfirbragð.

Mörg ólík verk og myndir, má para saman í grúppu á veggnum. Það veitir ákveðna ró fyrir augað og skapar persónulegan stíl. // Mynd: Sofacompany
Grænn bólstraður sófi er alls ekki svo galin hugmynd! // Mynd: Sofacompany
Stólinn Sjöuna þarf vart að kynna - hér í ferskri litapallettu. // Mynd: Fritz Hansen
Verið óhrædd að blanda saman ólíkum efnum. Hér sjáum við klassíska hönnun Arne Jacobsen í ljósbláum lit. // Mynd: Fritz Hansen
Það eru engir eins litaglaðir og Montana Furniture - sem eru þekktir fyrir hágæða vörur í regnbogans litum. Sjáið bara þetta draumkennda bleika svefnrými sem færir manni eflaust ljúfa drauma. En það er verslunin Epal sem er söluaðili Montana hér á landi.
Mynd frá Montana Furniture.

Önnur mikilvæg tips!

- Það er vart hægt að tala um innanhúss reglur þegar kemur að einhverju sem einfaldlega er smekksatriði. Svo sleppum reglunum!

- Gætið þess að raða húsgögnum ekki of þétt saman. Það er ekki þægilegt fyrir neinn að þurfa að þröngva sér á milli sófans og borðsins til að komast á milli.

- Raðið smáhlutum og skrautmunum saman í grúppur í stað þess að dreifa þeim jafnt yfir t.d. skenk eða hillu. Það gefur ákveðið anddrými fyrir augað og léttara yfirbragð.

- Vertu þú sjálfur er kemur að því að innrétta heimilið - það mun alltaf verða besta útkoman.

Mynd úr bókinni Colour Confidence sem súmmar upp stemninguna. Bókin fæst í Pennanum Eymundsson.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Heimilistrend sumarsins 2024

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið