
Bakaður ostur með pekanhnetum
- 1 Dala Auður
- 50 g saxaðar pekanhnetur
- 4 msk. agave sýróp
- 2 msk. púðursykur
- Cheyenne pipar af hnífsoddi
- Hitið ofninn í 190°C.
- Komið ostinum fyrir í eldföstu móti og bakið í um 10 mínútur, útbúið pekanhnetubráðina á meðan.
- Setjið sýróp, sykur og cheyenne pipar í pott og hrærið þar til sykurinn er bráðinn.
- Bætið pekanhnetunum saman við í lokin og hellið yfir ostinn um leið og hann kemur úr ofninum.
- Berið fram með góðu kexi eða brauði.

Skinkusalat með graslauk
- 6 harðsoðin egg
- Um 200 g skinka
- 70 g majónes
- 50 g rjómaostur með graslauk
- 3 msk. saxaður graslaukur
- Salt og pipar eftir smekk
- Skerið eggin með eggjaskera á tvo vegu í stóra skál.
- Skerið skinkuna í litla bita og bætið saman við.
- Hrærið saman majónesi og rjómaosti og blandið síðan öllum hráefnum vel saman með sleif.
- Kryddið eftir smekk og berið fram með góðu kexi eða brauði.

Við hvetjum ykkur til að fylgja Berglindi á samfélagsmiðlum: Gotterí og Gersemar.
Annað meðlæti á ostabakkanum
- Brie ostur með berjum, sýrópi og rifnu súkkulaði
- Rjómaostur með bláberjasultu og bláberjum
- Hráskinka
- Salamisneiðar
- Súkkulaðirúsínur
- Grettir ostur
- Alls konar kex/brauð
- Bláber
- Makkarónur
- Epli
- Hnetur
- Chili sulta
Gómsætur biti borinn fram á bitastæðu bretti gerir gæfumuninn…
Líf og list, 8.850 kr. Líf og list, 10.290 kr. Líf og list, 12.990 kr. Søstrene Grene, 818 kr. Líf og list, 10.770 kr. Dúka, 8.990 kr. Líf og list, 9.870 kr. Líf og list, 10.246 kr. Dúka, 7.890 kr. Diskamotta, Søstrene Grene, 798 kr.



Líf og list, 4.380 kr. Smart par fyrir salt og pipar úr H&M Home, Smáralind. Sjúklega fallegur speglabakki úr H&M Home, Smáralind. H&M Home er með úrval hördúka í allskyns litum.
Myndir og uppskriftir: Berglind Hreiðarsdóttir.
Myndir af vörum: frá framleiðendum.
Saumaklúbburinn fæst í Pennanum Eymundsson og Hagkaup, Smáralind og á Gotteri.is.