Fara í efni

Sætar hugmyndir fyrir saumaklúbbinn

Heimili & hönnun - 18. september 2020

Er saumaklúbbur um helgina? Við kíktum í girnilegt boð hjá Berglindi Hreiðarsdóttur matarbloggara sem gaf nýverið út bókina Saumaklúbburinn. Hér er endalaus uppspretta hugmynda fyrir lítið, sætt vinaboð.

Bakaður ostur með pekanhnetum

  • 1 Dala Auður
  • 50 g saxaðar pekanhnetur
  • 4 msk. agave sýróp
  • 2 msk. púðursykur
  • Cheyenne pipar af hnífsoddi
  1. Hitið ofninn í 190°C.
  2. Komið ostinum fyrir í eldföstu móti og bakið í um 10 mínútur, útbúið pekanhnetubráðina á meðan.
  3. Setjið sýróp, sykur og cheyenne pipar í pott og hrærið þar til sykurinn er bráðinn.
  4. Bætið pekanhnetunum saman við í lokin og hellið yfir ostinn um leið og hann kemur úr ofninum.
  5. Berið fram með góðu kexi eða brauði.

Skinkusalat með graslauk

  • 6 harðsoðin egg
  • Um 200 g skinka
  • 70 g majónes
  • 50 g rjómaostur með graslauk
  • 3 msk. saxaður graslaukur
  • Salt og pipar eftir smekk
  1. Skerið eggin með eggjaskera á tvo vegu í stóra skál.
  2. Skerið skinkuna í litla bita og bætið saman við.
  3. Hrærið saman majónesi og rjómaosti og blandið síðan öllum hráefnum vel saman með sleif.
  4. Kryddið eftir smekk og berið fram með góðu kexi eða brauði.

Við hvetjum ykkur til að fylgja Berglindi á samfélagsmiðlum: Gotterí og Gersemar.

Annað meðlæti á ostabakkanum

  • Brie ostur með berjum, sýrópi og rifnu súkkulaði
  • Rjómaostur með bláberjasultu og bláberjum
  • Hráskinka
  • Salamisneiðar
  • Súkkulaðirúsínur
  • Grettir ostur
  • Alls konar kex/brauð
  • Bláber
  • Makkarónur
  • Epli
  • Hnetur
  • Chili sulta

Gómsætur biti borinn fram á bitastæðu bretti gerir gæfumuninn…

Æðislegur kökudiskur frá Oyoy fæst í Dúka, 8.990 kr.
Viðarbretti geta þjónað margvíslegum tilgangi. Úrval fallegra bretta á góðu verði fæst í H&M Home.
Gullfalleg kanna frá Søstrene Grene, 2.088 kr.

Myndir og uppskriftir: Berglind Hreiðarsdóttir.

Myndir af vörum: frá framleiðendum.

Saumaklúbburinn fæst í Pennanum Eymundsson og Hagkaup, Smáralind og á Gotteri.is.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Þetta eru innanhússtrendin sem verða vinsæl í sumar

Heimili & hönnun

Stjörnustílistinn Þórunn Högna elskar að skreyta fyrir jólin

Heimili & hönnun

Glæstar hugmyndir á hátíðarborðið

Heimili & hönnun

Óskagjafir fagurkerans

Heimili & hönnun

7 atriði sem láta stofuna virka stærri

Heimili & hönnun

Kryddaðu upp á eldhúsið

Heimili & hönnun

Huggó haustlína H&M Home

Heimili & hönnun

„Hélt að ég væri hreinlega eina unga konan að greinast með krabbamein“