Fara í efni

Góð ráð frá stílista fyrir hátíðarborðið

Heimili & hönnun - 5. desember 2023

Hér eru öll helstu leynivopn stílistans þegar kemur að því að dekka borð fyrir stærstu merkisdaga ársins.

Látlaust en hátíðarlegt.

Veldu þér þema

Fyrst af öllu er að velja þema eða ákveðinn lit sem er ráðandi í skreytingum – allt frá borðkortum yfir í dúk, leirtau og aðra skrautmuni. Langar þig að fara út í glamúr, halda þig við einfaldleikann, kannski rústík eða rómantík? Það er allt í boði, bara spurning hvað hentar hverju sinni.

Mismunandi form og áferðir á borðbúnaði, gefa skemmtilega dýpt á borðinu þegar blandað er saman möttu og glans eða grófum áferðum á móti fínlegu. Passið samt að hafa borðið hlaðið en ekki ofhlaðið – það er gott að hafa smá andrými.

Leirtauið er eitt af því mikilvægasta á borðinu, því það gefur stemninguna í þemanu. Það getur verið gaman að blanda saman mismunandi glösum, diskum og hnífapörum, en þá skaltu reyna að halda í sama stílinn eða litatóninn. 

Fínasti diskur frá Rosenthal. Dúka - 4.690 kr.
Einfalt en fallegt frá Royal Copenhagen. Líf og list - 19.580 kr.
Þeir gerast vart fallegri en diskarnir frá Royal Copenhagen. Líf og list - 18.890 kr.
Matardiskur með gylltum kanti og blómamunstri. Home & You - 2.590 kr.
Glær hamraður diskur með smá kanti. Epal - 16.500 kr.
Það er gaman að lauma einhverju gylltu á borðið sem verður hálfgerður leynigestur við borðhaldið, hvort sem það er skál undir konfekt eða kertastjakar sem þessir sem gera mikið fyrir heildarmyndina. Stjakarnir á myndinni eru frá &tradition og fást í Epal.

Kerti skapa alltaf almenn kósíheit og hlýju. Hugsið kerti sem „ósýnileg hjálpartæki“ – þau eru á borðinu, en þurfa ekki að stela athyglinni. Fallegt er að nota mishá kerti á borðum til að fá mjúkt flæði, sérstaklega ef villt blóm eru á borðinu. Veljið kerti og stjaka í þeim litatónum sem henta þemanu.

Gylltur stjaki frá Ferm Living. Epal - 4.950 kr.
Þessi er fullkominn fyrir jólin! Líf og list - 6.850 kr.
Hringlaga stjaki sem hægt er að hengja upp í loft. Epal - 17.600 kr.
Sprittkertastjaki frá Cooee. Líf og list - 5.850 kr.

Nostrum meira á stórhátíðardögum

Þegar stærri dagar koma upp á dagatalinu og okkur langar til að gera eitthvað extra, þá er svo einfalt að sækja sér efni til skrauts í næsta göngutúr. Taka skærin með og klippa nokkrar vel valdar greinar til að setja í vasa sem síðar blómstra - tína skeljar á ströndinni eða köngla í skóginum fyrir jólin. Þannig leggur þú náttúruna beint á borð og færð tvöfalda gleði út úr því með nóg af súrefni í kaupbæti.

Hugsið blóm sem hráefnið sem bindur allt borðið saman – eða skapar heildarútlitið. Afskorin blóm bjóða alla gesti velkomna. Settu litla vendi í mismunandi vasa, flöskur eða glös og leyfðu þeim að vera í mismunandi hæðum og formum – það er fallegt og skapar elegant stemningu.

 

Látlaust en fallegt! Hér er haldið í einfalda litatóna með náttúrulegu ívafi í dúk og servíettum.

Servíettur eru svo miklu meira en bara pappaservíettur - tauservíettur falla seint úr gildi og eru margnota, og því góðar fyrir umhverfið. Tauservíettur fást í ótal litum sem hífa upp stemninguna við borðhaldið og hægt er að gera ýmis smart brot á þær. Það er alls engin regla um að allar servíetturnar eigi að snúa eins á diskunum – leiktu þér með að binda mismunandi hnúta eða slaufur við hvern og einn disk.

Það gerist vart jólalegra en rauður dúkur á borðum, kertaljós og greinar í vasa.
Glervasi í hömruðu gleri. Dúka - 7.290 kr.
Mjúkar línur í þessum vasa. Líf og list - 10.950 kr.
Vasarnir frá RO fást í ýmsum stærðum og gerðumog fást í Epal.
Ljósar tauservíettur frá Humdakin, 2 í pk. Epal - 2.750 kr.
Jólatöfrar í servíettum frá Kähler, koma 4 í pk. Líf og list - 6.450 kr.
Tauservíetta frá Søstrene Grene - 564 kr.

Fullkomlega ófullkomið

Forðastu að skoða of mikið af því sem aðrir eru að gera og leitaðu að innblæstri úr daglegu umhverfi – þú gætir fengið góða hugmynd úr gamalli bíómynd eða í uppskriftabók. Njóttu þess að gera borðið að þínu og leiktu þér, það á að vera skemmtilegt að skreyta borð. En umfram allt leyfðu borðinu að vera fullkomlega ófullkomið!

Hlutirnir mega vera allskonar - eða allt eftir þínu höfði.
Brasserað hnífaparasett er gullfallegt á borðið, 24 stk. Home & You - 17.990 kr.
Salatáhöld í svörtu. Dúka - 2.990 kr.
Smart hnífapör frá RAW, 16 stk. í setti. Líf og list - 10.680 kr.
Bon Appétit!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben