Fara í efni

Heimilistrend sumarsins 2024

Heimili & hönnun - 26. apríl 2024

Sú gula er loksins farin að láta sjá sig eftir langan vetur og við fögnum bjartari dögum. Inni á heimilinu eru það straumar og stefnur áttunda áratugarins sem munu halda áfram að gleðja okkur - og hér færum við ykkur sjóðheit trend fyrir sumarið.

Gleði og meira „retró“

Það fer ekkert á milli mála að ákveðið ástand sem átti sér stað í heiminum fyrir alls ekki svo löngu, hefur markað lifnaðarhætti og hegðun okkar fyrir komandi ár. Við setjum enn meiri fókus á notalegheit - þar sem gleði, endurnýting og „retró“ eru einkunnarorðin sem við tileinkum okkur.

Gulur og túrkís eru litir sumarsins hjá H&M Home.
Zara er með puttann á púlsinum er kemur að litavali.
Húsgögn í mynstruðum textíl eða úr basti og ávöl form verða áberandi í innanhússtískunni.

Djörf og straumlínulaga form í bland við litapallettu sem gleður hjartað er það sem sumarið færir okkur í ár. Blómleg mynstur sem kalla á bjartari tíma í bland við skúlptúraða vasa og stóra, mjúka púða. Húsgögn má finna í mynstruðum textíl eða úr basti, þá í ávölum formum - og lampar eru litríkir sem aldrei fyrr. 

Formaður vasi í einstaklega skemmtilegu formi. Líf og list - 12.450 kr.
Skúlptúraður vasi með mattri áferð. Líf og list - 10.780 kr.
Noelle vasi frá Specktrum, Dúka, 10.490 kr.
Chubby vasi frá HAY, Penninn Eymundsson, 13.779 kr.
Chamber-vasi frá HAY, Penninn Eymundsson, 16.239 kr.
Fallegur vasi úr vorlínu H&M Home, Smáralind.
Vegghilla úr lituðu stáli frá Søstrene Grene - 2.360 kr.
Flauelspúðar í ótal litum frá HAY, fást í Epal.
Skemmtilega formaður vasi frá MUUTO. Epal - 33.900 kr.
Svefnherbergið er ekki skilið eftir út undan er kemur að ferskri litapallettu eins og sjá má hjá H&M Home.
Kjóll, 5.995 kr. - Zara.
Skyrta, 5.595 kr. - Zara.
Kjóll, 5.995 kr. - Zara.

Til marks um litagleðina sem von er á inn á heimilum er hér gott dæmi um línu sem er væntanleg hjá H&M Home þar sem unnið er með sterka Pantone-liti.

Úr heimilislínu H&M Home X Pantone sem von er á í H&M Home þar sem sterkir litir njóta sín til hins ítrasta.

Við elskum fjölnota

Við sjáum meira af þróun húsgagna og smáhluta sem þjóna fleiri en einum tilgangi, sem hafa þarfir og aðstæður í hinu daglega lífi í huga. Til dæmis litlir borðlampar sem ganga fyrir rafhlöðu og gera okkur kleift að færa þá á milli staða á heimilinu, eða jafnvel út á pallinn yfir sumartímann ef því er að skipta. Eins sniðugar hirslur sem og fjölnota innkaupapoka sem margir hverjir þykja óvenju smart og eru hámóðins.

Batterísdrifinn led lampi með þremur birtuskilyrðum. Líf og list, 32.980 kr.
Þráðlaus lampi með fallegum ljóma - Líf og list, 27.250 kr.
Einstaklega smart lampi með handfangi frá Norm Architects. Epal - 36.500 kr.
Þráðlaus lampi frá Normann Cph. Líf og list - 18.280 kr.
Þráðlausi borðlampinn PANTOP er klassísk hönnun frá Verpan - og færir okkur retró stemningu í hús.
Það er ákveðin fortíðarþrá í netapokum, og þessi sást í vorlínu H&M.
Fjölnota poki frá HAY, úr endurunnu efni. Epal - 1.200 kr.
Rauður og sætur poki fyrir léttar innkaupaferðir frá Søstrene Grene - 1.144 kr.
Poki sem er endurunninn úr sex plastflöskum og gefur því tilbaka. Epal - 2.200 kr.

Góðar fréttir fyrir græna fingur

Það eru margir með græna fingur þarna úti og hreinlega elska þennan árstíma, ekki að ástæðulausu. En apríl mánuður er upplagður til að fylla útipottana af vorblómum og njóta sólarinnar eins mikið og hægt er. Í maí þegar allt fer að spretta upp, er tilvalið að gróðursetja tómata, chili-pipar og jafnvel gúrkur - sértu með gróðurhús. Salat og kryddjurtir er auðvelt að rækta í eldhúsglugganum heima, og er einkar hentugt að geta gripið í slíkt þegar við sýslum yfir pottunum.

Kryddjurtaskeri er hið mesta þarfaþing í eldhúsið - en þessi hér er frá Eva Solo.
Mortél úr granít sem hentar vel til að mylja salt, pipar sem og þurrkuð og fersk krydd. Dúka - 6.490 kr.
Skurðarbretti er nauðsynlegt að eiga. Søstrene Grene - 2.330 kr.
Kryddjurtahnífur úr ryðfríu stáli og olíuborinni eik. Líf og list - 6.450 kr.
Kryddjurtahengi getur komið sér vel yfir sumartímann. Søstrene Grene - 898 kr.
Lampario lukt, Home & You, 7.490 kr.
Buxur, 6.995 kr. - Zara.
Kápa, 17.995 kr. - Zara.
Gallabuxur, 6.995 kr. - Zara.

Vönduð skæri frá Eva Solo, til að klippa niður kryddjurtir eða pítsu. Skærin eru útbúin tveimur beittum blöðum og þægilegu rúnuðu gripi sem passar vel í höndina og henta bæði fyrir rétthenta og örvhenta. Líf og list - 3.450 kr. 

Það er ekkert sem veitir meiri hugarró en að sýsla í garðinum. Rækta sitt eigið grænmeti, blóm og eigið sjálf ef því er að skipta. // Myndir: Ferm Living
Púðar og teppi í ýmsum litum frá Ferm Living.
Teppi frá Farmers Market eru unaðsleg á sumarkvöldum. Dúka, 19.900 kr.
Blómapottur á standi í ljósum lit. Epal - 6.300 kr.
Hangandi blómapottur er smart! Líf og list - 9.570 kr.
Bast blómapottur frá Søstrene Grene - 1.258 kr.
Vökvunarkanna til að halda lífi í blómunum okkar. 1.998 kr.
Ferm Living er með mikið úrval af fallegum pottum fyrir pallinn. Hægt er að snúa pottinum og nota á tvenna vegu. Epal - 19.900 kr.
Blómapottar frá Rosendahl, Dúka, 1.990 kr. – 3.990 kr.
Mynd: Ferm Living
Gleðilegt Sumar!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Sumarlegt og sætt í H&M Home

Heimili & hönnun

Heimilistrend á góðum díl

Heimili & hönnun

Stílistinn mælir með þessu á pallinn í sumar

Heimili & hönnun

Gjafa­hugmyndir fyrir útskriftar­nemann

Heimili & hönnun

Persónuleg ráð frá reyndum innanhúss stílista

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista