Fara í efni

Sumarlegt og sætt í H&M Home

Heimili & hönnun - 15. júlí 2024

Ef þig vantar sól í hjartað þá er um að gera að skoða sumarlínu H&M Home sem gefur okkur dass af Miðjarðarhafsstemningu með líflegum og litríkum smáhlutum fyrir heimilið.

Strandarfílingur heim í stofu

Skeljar, fiskar, litadýrð og annað sem minnir á sumar, sól og sjó er þemað í sumarlínu H&M í ár. Við sem fáum ekki nóg af því hér á skerinu getum auðveldlega fengið vott af sumri heim í stofu með smáhlutum í sumarþema.
Sætir "díteilar" sem gera svo mikið fyrir veisluborðið.
Hversu fallegur er borðbúnaðurinn úr sumarlínu H&M Home?
Diskarnir eru óneitanlega í Miðjarðarhafsstíl.
Fáðu dass af Miðjarðarhafsstemningu með smáhlutunum úr sumarlínu H&M Home.
Hversu sætur er þessi servíettuhringur?
Við værum til í að vera hér, akkúrat núna!

Miðjarðarhafsþema

Blái liturinn er áberandi í sumarlínunni enda minnir hann okkur á góðar stundir við Miðjarðarhafið.
Þú getur auðveldlega breytt um fíling á heimilinu á ódýran hátt með því að skipta púðarverunum út eftir árstíðum!
Grand blómavasi sem myndi gera heilmikið fyrir hvaða rými sem er enda algert augnayndi.
H&M Home er orðið þekkt fyrir fallegu, grafísku blómavasana sína.
Rúmfötin úr H&M Home eru í góðum gæðum, á frábæru verði og koma alltaf í svo fallegum litatónum og mynstrum.
Já, takk!
Dass af sumri og sól!

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Heitustu hausttrendin fyrir heimilið

Heimili & hönnun

Heimilistrend á góðum díl

Heimili & hönnun

Stílistinn mælir með þessu á pallinn í sumar

Heimili & hönnun

Gjafa­hugmyndir fyrir útskriftar­nemann

Heimili & hönnun

Persónuleg ráð frá reyndum innanhúss stílista

Heimili & hönnun

Heimilistrend sumarsins 2024

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista