Fara í efni

Tips frá topp innanhúss­arkitektum til að bæta svefnherbergið

Heimili & hönnun - 4. maí 2023

Hvað ber hæst í svefnherbergjatísku um þessar mundir? Að hverju þarf helst að huga þegar til stendur að breyta til? Og þarf það að kosta fúlgu fjár? HÉR ER leitar svara hjá nokkrum af helstu innanhússarkitektum og -hönnuðum landsins.

Ragnar Sigurðsson innanhússarkitekt.

„Í raun má segja að í dag sé allt leyfilegt en ef ég ætti að nefna eitthvað þá væru það hlýir jarðlitir,“ segir Ragnar Sigurðsson innanhússarkitekt, spurður hvað sé helst í tísku. „Rúmgafl og góð gluggatjöld eru líka æðisleg og svo er flott að veggfóðra. Við erum að tala um samspil mjúkra efna og áferða og í því samhengi vil ég nefna góðar sængur sem skipta máli fyrir svefngæði. Lampar og lýsing setja svo punktinn yfir i-ið.“

Ragnar segir að hér áður fyrr hafi svefnherbergið stundum mætt afgangi þegar fólk var að innrétta heima hjá sér. Nú sé tíðin hins vegar önnur.

„Fólk er farið að leggja meiri áherslu á svefnherbergið sem griðastað og samhliða því eru fleiri vörur sem tengjast því í boði; framboð og eftirspurn eftir þeim hafa aukist. Ástæðan er einfaldlega sú að við erum orðin miklu upplýstari um það hvað svefn er okkur mikilvægur,“ bendir hann á.

Room to Dream-lína Søstrene Grene leggur áherslu á „hygge“legheit en þar er margt fallegt og kósí að finna á hagstæðu verði sem gerir heilmikið til að lífga svefnherbergið við.

Room to Dream-lína Søstrene Grene.
Mjúkir og hlýlegir jarðtónar einkenna línuna.
Mjúk efni og bast er eitthvað sem við fílum inni í svefnó.
Þegar hvert einasta smáatriði er listaverk.

Hringlaga náttborð, vönduð efni og þægileg rúm

En að hverju skyldi helst þurfa að huga þegar fólk ætlar að breyta til í svefnherberginu?

„Það sem helst þarf að hafa í huga er falleg og mild litapalletta, góð efni og rétt lýsing,“ svarar Ragnar. „Svo er mikilvægt að vera ekki með óþarfa dót inni í svefnherbergjum. Við verjum miklum tíma í þeim, byrjum þar og endum daginn og því skiptir miklu máli að þau séu notaleg.“

Þarf að huga að einhverju sérstöku við val á rúmi?

Ragnar brosir.

„Fyrir mér er Cocomat rúmið algjör draumur, náttúruleg efni og gott að sofa í því. Annars er persónubundið hvort fólk vill til dæmis harða eða mjúka dýnu og því mæli ég með að það fái ráðgjöf hjá fagaðilum.“

Hvað með náttborð?

„Persónulega er ég svolítið hrifinn af hringlaga náttborðum þessa dagana,“ segir Ragnar. „Reyndar finnst mörgum ókostur að það vanti oft í þau skúffur eða aðrar hirslur,“ bendir hann á, „en ég kippi mér nú ekki upp við það. Finnst bara flott að sjá hvernig þau „fljóta“ frá veggnum. Þau hafa yfir sér svo skemmtilega mýkt.“

Púði, Epal, 12.500 kr.
Rúmteppi, Epal, 29.900 kr.
Gluggatjald, Søstrene Grene, 3.348 kr.
Púði, Epal, 12.500 kr.
Fatastandur, Epal, 29.900 kr.

Mildir tónar, myrkvunartjöld og notaleg gólfefni

Helga Sigurbjarnadóttir innanhússarkitekt tekur undir með Ragnari og segir nauðsynlegt að skapa þægilega stemningu í svefnherberginu með fallegri litapalletu.

„Hlýir og millidökkir litir eru sniðugir í svefnherbergi og um að gera að mála loftið líka í notalegum lit í staðinn fyrir að hafa það hvítt. Það hefur róandi og sefandi áhrif að hafa smá dempaða stemningu,“ bendir hún á. „Svo getur verið gaman að leika sér með veggfóður, til dæmis á einn vegg.“

En hvað ætti fólk helst að hafa á bak við eyrað þegar það ákvarðar gólfefni á svefnherbergi?

„Það er gott að velja gólfefni sem er auðvelt í þrifum og notalegt viðkomu þegar maður stígur fram úr rúminu,“ svarar hún. „Ef hart gólfefni verður fyrir valinu, til dæmis flísar eða flot, þá er sniðugt að hafa mottur við rúmið.“

Helga og Ragnar eru líka sammála um mikilvægi góðra gardína í svefnherberginu.

„Sérstaklega á Íslandi þar sem við erum með dagsbirtu allan sólarhringinn hluta af árinu,“ nefnir Helga. „Myrkvunartjöld og þunnar gardínur, til dæmis hörgardínur, koma vel út í svefnherbergjum og gera rýmið mjög kósí.“

„Þess dagana er ég svolítið hrifinn af þykkum gardínum með myrkvun, mér finnst þær flottar,“ skýtur Ragnar inn í. „Það skapast viss hótel-fílingur þegar dregið er frá á morgnana sem ég hef gaman af.“

Náttborð, Søstrene Grene, 6.980 kr.
Søstrene Grene, 16.960 kr.
Hringlaga borð frá HAY, Penninn Eymundsson, 32.200 kr.
Penninn Eymundsson, 32.200 kr.
Náttborð, Snúran, 116.460 kr.
Líf og list, 69.650 kr.
Helga Sigurbjarnadóttir innanhússarkitekt.

Sniðugar lausnir og vel nýttir fermetrar

Nú geta svefnherbergi verið ansi misstór. Þarf að huga að einhverju sérstöku þegar til stendur að innrétta minni svefnherbergi?

„Já, þau þurfa góða lýsingu, náttborð og fataskáp sem tekur ekki of mikið frá rýminu,“ svarar Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður, sem ásamt Hildi Árnadóttur arkitekt rekur Béton Studio arkitekta- og innanhússhönnunar stúdíó. „Í minni svefnherbergjum er þar að auki gott að nýta veggpláss sem best undir geymslurými og það getur einnig verið hentugt að hafa fataslár hengdar úr lofti ef lofthæð er ekki mikil.“

Þegar kemur að stærri svefnherbergjum segir Stella gott að innrétta þau með tilliti til væntanlegrar nýtingar.

„Það er sniðugt að hólfa stór svefnherbergi niður sem svefnrými, fataherbergi, setustofu og jafnvel baðherbergi ef það á við.“

Þegar Stella er spurð hvort hún lumi á einhverjum ráðum til að lífga upp á svefnherbergi með litlum tilkostnaði er hún fljót til svars. „Fallegar mottur, púðar og bekkir geta breytt rýmum til muna og gefið herberginu hlýlegri blæ og þurfa ekki að kosta mikla peninga,“ er hún fljót að benda á.

Rúmföt, Epal, 12.499 kr.
Rúmteppi, Epal, 32.500 kr.
Lampi, Epal, 38.500 kr.
Lampi, Epal, 36.500 kr.
Bastkarfa, Søstrene Grene, 3.590 kr.
Púðaver, Líf og list, 6.750 kr.
Stella Birgisdóttir innanhússhönnuður, sem ásamt Hildi Árnadóttur arkitekt rekur Béton Studio arkitekta- og innanhússhönnunar stúdíó.

Góð lýsing gulls ígildi

Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður og eigandi lýsingarhönnunarstofunnar Hildiberg, bætir við að rétt lýsing skipti ekki síður máli. „Svefnherbergið er náttúrulega rými algjörra andstæðna, dags og nætur, svefns og vöku, en af einhverjum ástæðum verður það gjarnan útundan þegar fólk fer að spá í lýsingu,“ segir hann.

Hvers konar lýsingu mælir Kristján með?

„Það er ágætt að skipta þessu aðeins upp. Í fyrsta lagi þarf að huga að almennri lýsingu og í því samhengi er gott að koma sér upp loftljósi sem gefur góða birtu. Svo er tilvalið að hafa innréttingaljós í fataskápum, nú eða stefnuvirk kastaraljós í loftinu á skápunum. Kósí birta er líka nauðsyn, til dæmis gólflampi og leslampar fyrir kvöldin. Ef hægt er að hafa dauft og hlýtt næturljós, sem hægt er að kveikja á eftir þörfum, til dæmis ef farið er á salerni, þá hefur það minnst truflandi áhrif á svefnhormóna.“

Kristján tekur fram að svefnþarfir einstaklinga geti þó verið mismunandi og ekki endilega víst að sama lýsing henti pörum í svefnherberginu, til dæmis ef fólk er í vaktavinnu og sefur á mismunandi tímum sólarhrings.

Epal, 28.900 kr.
Snúran, 13.900 kr.
Snúran, 15.900 kr.
Dúka, 17.520 kr.
Snúran, 47.900 kr.

Náttúruleg birta og nýir möguleikar

Spurður hvernig hægt sé að nýta svokallaða upplifunarlýsingu, sem nýtur vaxandi vinsælda, með góðum hætti í svefnherberginu segir Kristján tilvalið að koma sér upp kerfi þar sem fólk geti stýrt hverju ljósi fyrir sig.

„Sem dæmi er hægt að dimma loftljósin á kvöldin eða slökkva á þeim en hafa kveikt á gólf- eða borðlömpum. Á morgnana má svo keyra upp lýsinguna, það hjálpar okkur að vakna og kemur sér líka vel þegar til stendur að þrífa. Aðalatriðið er bara að lýsing í svefnherbergjum sé kósí og hlý.“

En hvernig er best að vinna með náttúrulega lýsingu?

„Náttúruleg birtan er mikilvæg þegar við erum að vakna, en það þarf að skerma hana út til að tryggja að birtan dragi ekki úr gæðum svefns, sérstaklega fyrir fólk sem er á næturvöktum og þarf sinn svefn á daginn.“

Kristján nefnir til sögunnar kerfi sem draga frá myrkvunartjöld og hleypa inn náttúrulegri birtu til að fólk vakni. Eins sé í boði ljósabúnaður sem líki eftir náttúrulegri morgunbirtu. Hanna megi heildarkerfi sem byggi á slíkum lausnum.

„En sjálfum finnst mér alltaf best að njóta náttúrlegrar dagsbirtu með kaffibolla áður en ég byrja daginn,“ segir hann og brosir.

Kristján Kristjánsson, lýsingarhönnuður og eigandi lýsingarhönnunarstofunnar Hildiberg.

Litafyllerí og glundroði ekki málið

En hvað ætti fólk helst að forðast þegar það ræðst í endurbætur á svefnherberginu?

„Þegar fólk ræðst í endurbætur ætti það að forðast ringulreið, ekki hafa of marga liti og of mikið af hlutum og húsgögnum inn í svefnherbergin,“ segir Helga. „Ef hægt er að hafa náttborð vegghengd er það mjög sniðugt,“ bætir hún við, „það auðveldar þrif og gefur ákveðinn léttleika.“

Kaldir litir og þung rúmteppi ekki í tísku

En er eitthvað sérstakt á útleið?

„Ég myndi forðast kalda liti í svefnherberginu,“ segir Ragnar, „og þá sér í lagi gráan.“

Stella hugsar sig um.

„Þung og mikil rúmteppi sem taka orku og þolinmæði hjá húsráðendum, ég myndi segja að þau séu að detta úr tísku,“ segir hún að lokum og brosir.

Falleg mynd á vegginn inni í svefnherbergi getur breytt stemningunni á einfaldan hátt. Nú fæst úrval veggspjalda á hagstæðu verði víða. Prentverk frá Paper Collective fást í Epal.
Epal, 7.800 kr.
Snúran, 12.990 kr.
Epal, 7.800 kr.
Veggskúlptúr, Søstrene Grene, 3.448 kr.
Snúran, 8.290 kr.
Epal, 7.800 kr.
Snúran, 14.990 kr.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Heimilistrend sumarsins 2024

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið