Fara í efni

Vorlína H&M Home og nýtt frá Søstrene Grene, Hay, Epal og Snúrunni

Heimili & hönnun - 11. janúar 2022

Við höfum sjaldan varið jafnmiklum tíma heima eins og síðustu tvö árin. Þess vegna er kannski ekki skrítið að áhugi okkar á innanhússhönnun hafi vaxið í takt. Hér eru meðal annars nokkrar djúsí nýjungar úr vorlínu H&M Home sem við erum spenntar fyrir.

Vorlína H&M Home

Grafísk form, skemmtilegir skrautmunir og smáhlutir í pastellitum einkenna vorlínu H&M Home að þessu sinni.
Hér má sjá svolítið djúsí stofu þar sem púðarnir með grafískum mynstrum njóta sín vel og veggmyndirnar skapa kúl andrúmsloft.
Gefðu heimilinu léttara yfirbragð með hækkandi sól með því að skipta út skrautpúðum í stofunni eða svefnherberginu.
Pastellitaðir glersmáhlutirnir úr vorlínunni eru skemmtilega ferskir.
Smart uppstilling.
Søstrene Grene, 2.080 kr.
Glerkertastjakar eru líka hluti af vorlínu Søstrene Grene.
Søstrene Grene, 11.470 kr.
Sjúklega smart "marmara"borð er meðal nýjunga hjá Søstrene Grene.
Epal, 113.000 kr.
Hversu dásamlega fallegt og retró er þetta náttborð úr hnotu? Epal, 113.000 kr.

Eldhúsið

Bast, viður og keramik búa til hlýlega stemningu í eldhúsinu.
H&M Home Smáralind.
Fallegir smáhlutir og allt í röð og reglu í þessu eldhúsi.
H&M Home.
Hlýlegt og heimilislegt.
H&M Home.
Smá húmor hefur aldrei skaðað neinn!
Søstrene Grene, 1.949 kr.
Skurðarbretti eru svo miklu meira en bara praktík. Þau eru mikil heimilisprýði sem gaman er að leika sér með þegar kemur að stíliseringu í eldhúsinu.
Søstrene Grene, 1,734 kr.
Falleg piparkvörn er á óskalistanum okkar.
Søstrene Grene, 1.840 kr.
Smart skál fyrir pestóið, ídýfuna eða sósurnar.
H&M Home.
Bastkörfur gefa heimilinu hlýlegt yfirbragð og er gott mótvægi við kalda tóna, marmara og flísar.
Søstrene Grene, 4.890 kr.
Bjútífúl motta í anddyrið.

Ljómandi ljós

Þið eruð kannski farin að taka eftir ákveðnu þema hérna.
Søstrene Grene, 7.168 kr.
Þetta fallega ljós er nýkomið í Søstrene Grene. Það myndi smellpassa í eldhúsið, svefnherbergið eða stofuna.
Hay, Penninn Eymundsson, 120.979 kr.
Ljósin frá Hay eru á óskalistanum okkar. Penninn Eymundsson, 120.979 kr.
Søstrene Grene, 6.540 kr.
Við erum hrikalega skotnar í þessum lampa sem gefur frá sér svo hlýlega lýsingu. Søstrene Grene, 6.540 kr.
Gullfallegt veggljós frá Bolia sem var að lenda í Snúrunni í Smáralind.
Snúran, 84.200 kr.
Brúnn tónar fallega við pastelliti í heimilshönnun eins og í fatatískunni í vor.

Meira úr heimili & hönnun

Heimili & hönnun

Páskaföndur og fínerí

Heimili & hönnun

Páskaborðið upp í bústað að hætti stjörnustílista

Heimili & hönnun

Vor í lofti hjá H&M Home

Heimili & hönnun

Leynitrix stílistans fyrir fermingar­veisluna

Heimili & hönnun

3 áberandi stílar innanhúss sem þú mátt ekki missa af

Heimili & hönnun

Heitustu innanhússtrendin 2024

Heimili & hönnun

Stjörnu­stílistinn Þórunn Högna skreytir jólaborðið

Heimili & hönnun

Jólagjafa­hugmyndir Lindu Ben