Fara í efni

Góð ráð fyrir fermingarförðun

Lífsstíll - 28. febrúar 2023

Að mörgu þarf að huga fyrir fermingardaginn. Þegar kemur að fermingarförðun þarf að vanda til verka svo útkoman sé náttúruleg, ljómandi og viðeigandi. Hér eru nokkur góð ráð og snyrtivörur sem eru tilvaldar til að framkalla áreynslulaust og fallegt útlit fyrir stóra daginn. Skrollaðu niður til að sjá förðunarvídjó með fallegri fermingarförðun.

Notaðu kremaðan hyljara á roða, bólur eða undir augun en haltu restinni af andlitinu fersku með léttum farða eða lituðu dagkremi.

Undirbúðu húðina vel

Falleg förðun byrjar alltaf á góðum undirbúningi þar sem húðin er þrifin og vel nærð. Hér eru þær húðvörur sem við mælum með áður en farði er borinn á.
Milt andlitsvatn fyrir viðkvæma húð. Hreinsar burtu leifar af farða og önnur óhreinindi og undirbýr húðina fyrir rakakrem. The Body Shop, 2.090 kr.
Ultra Facial Cream frá Kiehl´s nærir og verndar húðina og undirbýr vel fyrir farða. Hagkaup, 5.799 kr.
Létt og milt rakakrem sem inniheldur verndandi E vítamín og nærandi hveitikímsolíu sem kemur í veg fyrir þurrk. The Body Shop, 2.650 kr.

Ljómandi grunnur

Þegar kemur að farða fyrir fermingardaginn er létt og ljómandi málið. Best er að velja létt, litað dagkrem eða farða sem hylur ekki of mikið. Hægt er að nota hyljara aukalega til að hylja bólur eða roða í húðinni. Þannig verður heildarútlitið náttúrulegt og fallegt.
Ofurléttur farði sem nota má sem undirkrem undir annan farða eða eitt og sér. The Body Shop, 3.460 kr.
CC+ Nude Glow Lightweight Foundation + Glow Serum er fyrsta CC kremið sem er 90% húðvara og gefur samstundis heilbrigðan ljóma og jafnari húðlit. Hagkaup, 7.499 kr.

Léttur hyljari

Góður hyljari er nauðsyn í hverja snyrtibuddu og kemur þér langt á fermingardaginn.
Rakagefandi hyljari frá The Body Shop sem gefur létta þekju og ljóma. Felur bauga, hylur bletti og gefur húðinni frísklegan ljóma. Auðvelt að blanda og endist vel á húðinni. The Body Shop, 3.990 kr.
All Over-hyljararinn frá Lancôme er kremaður og náttúrulegur á húðinni og vel hægt að nota í stað farða. Hagkaup, 5.699 kr.
Að nota sólarpúður sem augnskugga er besta förðunarráðið okkar! Það gefur augunum fallega skyggingu á náttúrulegan hátt og tengir förðunina alla saman.

Frísklegar kinnar

Kinnalitur er mjög trendí í dag og gerir svooo mikið fyrir heildarútlitið. Gefðu kinnunum frísklegt yfirbragð með kinnalit í bleikum eða ferskjutón.
Bye Bye Blush kinnaliturinn frá It Cosmetics fyllir í opnar húðholur og fínar línur fyrir jafna áferð. Liturinn Natural Pretty, Hagkaup, 5.499 kr.
Fáðu sanseraða og sólkyssta áferð á húðina með Shimmer Waves frá The Body Shop, 3.990 kr.
Berðu kinnalitinn hátt upp á kinnbeinin og örlítið yfir nefið fyrir frísklegt útlit!

Sólkysst og sæl

Sólarpúður setur punktinn yfir i-ið og gefur andlitinu sólkysst og fallegt útlit.
Viltu frísklega og sumarlega húð allan ársins hring? Þá er Coconut Bronze Matte Bronzing Powder góð lausn. The Body Shop, 2.990 kr.
Sniðugt er að nota kremað farðastifti í dekkri lit til að skyggja andlitið með. Teint Idole Ultra Wear frá Lancôme gefur fallega áferð. Hagkaup, 7.799 kr.
Þessi bursti hentar fullkomlega í bæði laust og fast púður eða í sólarpúður. Fyrir andlit og líkama. The Body Shop, 2.990 kr.
Notaðu sólarpúður allt í kringum andlitið, til að skyggja örlítið undir kinnbein og niður hálsinn, til að tengja allt saman.

Maskarinn er ómissandi

Maskari gefur augunum dýpt og er mörgum ómissandi. Mundu bara að nota hann sparlega og greiddu vel í gegnum augnhárin til að forðast að þau klessist saman.
Svartur maskari sem undirstrikar augnhárin á áhrifaríkan hátt. The Body Shop, 2.990 kr.
Lash Idôle maskarinn frá Lancôme gefur augnhárunum fallega lyftingu. Hagkaup, 5.399 kr.
Prófaðu að nota ljósan, sanseraðan augnkugga eða highlighter í innri augnkrók!

Heilbrigðar varir

Við mælum með lituðum varasalva eða sætu glossi á fermingardaginn. Gott er að undirbúa varirnar vel með varaskrúbbi til að fjarlægja dauðar húðfrumur en auðvelt er að útbúa slíkan heima úr því sem til er á heimilinu eins og sykri og olíum.
Nærðu og verndaðu varirnar þínar með þessu dásamlega frískandi Pink Grapefruit Lip Butter. Þykkt og smjörkennt, nærir og mýkir þurrar varir og gefur léttan, náttúrulegan og litlausan gljáa. The Body Shop, 1.490 kr.
L'Absolu Mademoiselle Shine Lipstick gefur vörunum fallegan ljóma og nærir þær í leiðinni. Hagkaup, 5.699 kr.

Fáðu farðann til að endast allan daginn

Til að setja farðann mælum við með lausu eða pressuðu púðri, létt yfir t-svæðið. Einnig er gott að klára förðunina með svokölluðu farðaspreyi sem læsir farðann á sínum stað svo þú getir verið viss um að hann haldist vel frá morgni til kvölds.
Bye Bye Pores Pressed Setting Powder fyllir í opnar húðholur og línur og jafnar þannig áferð húðar, púðrið má nota eitt og sér eða til að festa förðunina. Hagkaup, 5.999 kr.
Með því að spreyja fíngerðum, tvífasa, úðanum yfir farða tryggirðu að farðinn endist lengur á húðinni. Gefur fallegri áferð og betri endingu á farða og veitir húðinni raka allan daginn. The Body Shop, 3.790 kr.

Náttúrulegar augabrúnir

Augabrúnirnar eru fallegastar þegar þeim er haldið sem allra náttúrulegustum. Notaðu glært eða litað augabrúnagel til að greiða þær upp og ramma andlitið inn.
Augabrúnagel sem mótar augabrúnir, fyllir upp í og skerpir lit, heldur öllu á sínum stað. The Body Shop, 2.520 kr.

Fermingarförðun með The Body Shop

Fermingarförðun með It Cosmetics og Lancôme

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu