VERTU MEÐ PUTTANN Á PÚLSINUM
Í hverjum mánuði vinnur heppinn póstlistavinur HÉR ER 15.000 kr. gjafakort frá Smáralind!
Um leið og jólin eru hátíð sem við njótum í líðandi núi þá eru þau líka hátíð minninganna. Við búum ekki öll svo vel að eiga þá muni sem amma og afi voru með í jólaboðunum og lita æskuminningarnar en margt ævintýralega fallegt er til sem minnir á gamlar stundir og draga fram ilm og anda jóla fortíðarinnar.
Árstíðabundin hátíðarlína frá Royal Copenhagen. Skreytt grenilengjum, rauðum slaufum, gullbjöllum og öðru skrauti sem minnir á gamla tíma. Fullkomið sparistell á jólunum og skemmtilegt að blanda með öðrum stellum.
Það er vel við hæfi að bera fram heimagerðar smákökur eða konfekt í þessum fallegu smákökuboxum frá Rosenthal sem minna á liðna tíð.
Það er vissulega ákveðin nostalgía sem fylgir glösum og könnum í stíl sjöunda og áttunda áratugarins. Margir ólust einmitt upp við að jólaölið væri borið fram í Ultima Thule-könnu.
Gamaldags kertastjakar njóta sín vel á jólunum með kertum í öllum regnbogans litum.
Georg Jensen framleiðir ár hvert jólaskraut í silfri og húðuðu gulli. Klassísk hönnun sem er sérstaklega hátíðleg og töfrar fram fortíðarljóma á veisluborðið.
Pappírsskraut var fyrirferðarmikið á síðustu öld og gefur jólunum ákveðinn fortíðarblæ í allri sinni dýrð.