Fara í efni

Einkaviðtal við ofurfyrirsætu

Lífsstíll - 31. maí 2021

Við gerðumst svo frægar að fá einkaviðtal við eina af okkar uppáhaldsfyrirsætum, ítölsku gyðjuna Bianca Balti en hún er andlit Dolce & Gabbana.

Nú hefur þú unnið með Dolce & Gabbana í mörg ár. Hvernig hefur samband þitt við vörumerkið þróast?

„Sambandið hefur þróast eins og ástarsamband. Við féllum fyrst fyrir hvoru öðru sem hefur svo þróast yfir í ást og virðingu milli okkar og þroskað samband. Sem fyrirsæta finnst mér æðislegt þegar vörumerki fagnar með manni í gegnum mismunandi stig lífsins og það er mikill heiður fyrir mig að halda áfram að vera partur af þessari fjölskyldu.“

Bianca hefur gengið niður tískusýningarpallinn fyrir Dolce & Gabbana oft og tíðum í gegnum árin. Hér má sjá hana sýna fyrir tískurisann komin langt á leið með annað barn sitt en hún á tvær stúlkur.

Dolce & Gabbana Light Blue er goðsagnakenndur ilmur, hvað táknar hann fyrir þér?

„Light Blue var fyrsta ilmvatnið mitt en móðursystir mín gaf mér það í jólagjöf þegar ég var í menntaskóla. Allar götur síðan þá hefur það töfrað fram minningar um tilfinningaþrungið tímabil í mínu lífi þar sem ég var laus við áhyggjur.“

Bianca Balti fyrir Light Blue-herferðina.

Hvaða konu sérðu fyrir þér nota Light Blue?

„Ástríðufulla konu sem elskar að elska.“

Segðu okkur frá því hvernig það var að taka upp auglýsingaherferð Light Blue í Capri. Hvað stóð uppúr?

„Öll sú reynsla var æðisleg og erfitt að velja eitthvað eitt sem stóð uppúr. En ég verð eiginlega að nefna það að vera í ljósbláum sjónum með David þar sem sólin kyssti líkamann á fallegum septemberdegi. Svo var dásamlegt að fara út að borða á töfrandi veitingastöðum í bænum með öllu krúinu.“

Hvernig var að vinna með ofurfyrirsætunni David Gandy?

„David er alger herramaður og það er alltaf svakalega ánægjulegt að vinna með honum. Það hefur aldrei verið neyðarlegt andrúmsloft á milli okkar þegar við erum að vinna saman-jafnvel þegar við höfum þurft að kyssast!“

Bianca og David eru algert augnakonfekt og kemur vel saman eins og sjá má!

Gerðirðu þér einhvern tíma í hugalund að Light Blue-herferðin yrði svona goðsagnakennd? Hvernig brástu við þegar þú sást vídjóið og hvað hugsarðu þegar þú sérð það í dag?

„Herferðin var þegar orðin goðsagnakennd áður en ég kom til sögunnar. Myndirnar af David og stelpunum sem komu á undan mér fengu allar konur á jörðinni til að dreyma um augun hans. Þannig að þegar ég komst að því að ég yrði í herferðinni með honum, trúði ég varla að ég yrði partur af þeim draumi.“

Hefurðu einhvern tíma komið til Capri eingöngu til þess að njóta? Hefurðu einhver tips fyrir þau sem ferðast þangað í fyrsta sinn?

„Ég hef aldrei komið til Capri eingöngu til skemmtunar en ég get samt ekki líst upplifun minni af því að vinna þar öðruvísi en pjúra skemmtun!“

Light Blue herferðin er mjög kynþokkafull en það er líka mikill húmor í henni. Er húmor heillandi fyrir þér?

„Já, það að hlæja saman er mér mjög mikilvægt, það er í raun það sem gerir einhvern aðlaðandi í minni bók. Satt best að segja er ekkert kynþokkafyllra en einhver sem fær þig til að hlæja!“

Hvað telur þú að sé einstakt við það hvernig ítalir nálgast fegurð?

„Ítölsk fegurð er lífleg, raunveruleg og ósvikin og full tjáningar og kynþokka.“

Ekta ítölsk fegurð.

Hvaða rullu spilar ilmur í þinni daglegu rútínu?

„Ilmvatn er punkturinn yfir i-ið sem fær mig til að finnast ég tilbúin í daginn!“

Hvernig ilmum heillast þú helst að?

„Ég elska ferska ilmi sem geta laðað fram góðar minningar, eins og Light Blue!“

Hvert er stærsta mómentið á þínum ferli?

„Þegar ég gerði einkasamning við Dolce & Gabbana fyrir fimmtán árum síðan og gekk niður tískusýningarpallinn með Gisele Bundchen. Ég var bara nýbyrjuð í fyrirsætubransanum og var með herbergið mitt skreytt með myndum úr Dolce & Gabbana-herferðum, þannig að það var alger draumur sem rættist þá.“

Bianca Balti er táknmynd hinnar ítölsku Dolce & Gabbana-konu.

Hvað dreymir þig um að gera í framtíðinni?

„Mig langar mikið til þess að skrifa eitthvað sem veitir yngri kynslóðunum innblástur.“

Hvaða kvenna lítur þú mest upp til?

„Ég var vön að segja að það væru engar sérstakar sem ég liti upp til, ég vildi bara vera ég sjálf. En með árunum þá fór ég að líta upp til margra ólíkra kvenna sem gáfu mér innblástur og styrk til að halda áfram. Ætli sú sem hefur veitt mér hvað mestan innblástur sé ekki Ruth Bader Ginsburg.“

Hvernig hljómar fullkominn frídagur fyrir þér?

„Það væri dagur á ströndinni þar sem ég gæti synt og sörfað í sjónum. Það er ekkert sem gefur mér jafnmikla ró og heilun eins og sjórinn gerir.“

Hver er daglega rútínan þín, sama hvað þú ert að gera eða hvar þú ert stödd?

„Ég reyni að hugleiða í tíu mínútur um leið og ég vakna og svo held ég þakklætisdagbók áður en ég fer að sofa á kvöldin. Það hjálpar mér helling til þess að kjarna mig.“

Sem móðir sem hefur átt mikilli velgengni að fagna á ferlinum, hvernig finnur þú jafnvægi á milli hlutverkanna og hvernig finnst þér best að finna tíma til þess að hugsa um sjálfa þig?

„Ég passa alltaf upp á að gefa mér tíma fyrir sjálfa mig. Í fyrsta lagi elska ég vinnuna mína, þannig að vinnan mín er stór partur af því að hugsa um sjálfa mig. En ég passa líka upp á að vinna í samböndum við vini sem gefa mér ást og þýðingu í lífinu.“

Hvaða þrír hlutir eru á óskalistanum þínum?

„Að ferðast til Ítalíu til að heimsækja fjölskyldu mína, að fara í frí til Ítalíu og eins og alltaf að hafa ró í hjartanu!“

Og í lokin, hvaða spurning færðu aldrei en værir til í að svara?

„Ég held ég hafi verið spurð að nánast öllu! En mig langar að bæta við að ég er mjög þakklát fyrir allt það sem lífið hefur gefið mér. Og ég er mjög þakklát Dolce & Gabbana fyrir að hafa trú á mér.“

Nú standa yfir Dolce & Gabbana-dagar í Hagkaup í Smáralind sem þýðir 20% afsláttur af öllum ilmum frá vörumerkinu.

Hér má sjá nýjustu auglýsingu Light Blue Forever sem fagnar ástinni og fjölbreytileikanum á einstakan hátt.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu