Fara í efni

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll - 5. janúar 2024

Það er ekki óalgengt að vera orkulaus og slappur í byrjun janúar eftir nokkra vikna partístand í kringum hátíðarnar þar sem saltað kjöt og Nóa konfekt var nánast daglegt brauð. Þá er ekki úr vegi að núllstilla sig með góðum ráðum að bættri heilsu til að byrja árið fullur af góðri orku fyrir ný og spennandi verkefni. Þetta þarf ekki að vera flókið en hér er góð byrjun.

Anda inn, anda út

Það getur verið stressandi að mæta aftur í vinnu eftir gott frí og ákveðinn skellur að þurfa að yfirgefa sófann og snakkið. Auðveld leið til að koma ró og friði inn í daginn er með því að stunda öndunaræfingar sem hjálpa til við að kveikja á parasympatíska taugakerfinu sem sér um að koma okkur í hvíldar- og meltingargírinn og minnkar líkurnar á leiðinda heilaþoku. 4-7-8-tæknin svokallaða virkar vel en þá andarðu inn í fjórar sekúndur, heldur inni í þér andanum í sjö og andar út í átta.  

Bættu grænmeti á diskinn

Í staðinn fyrir að detta í Nóa konfektið sem varð afgangs eftir hátíðarnar er betri hugmynd að bæta eins miklu grænmeti og þú getur á diskinn. Því meira plöntufæði sem þú borðar, því betur standa góðgerlarnir sig í þörmunum og líkaminn mun þakka þér. Glúkósagyðjan (Glucose Godess á Instagram) mælir með því að byrja allar máltíðir á grænmetisforrétt en trefjarnir í grænmetinu húða þarmana og koma í veg fyrir óþarfa blóðsykurshækkun. 

Ultrahuman-blóðsykursmælirinn hjálpar þér að sérsníða mataræðið þitt að þínum líkama. Um er að ræða sílesandi blóðsykursmælir sem mælir blóðsykurinn þinn allan sólarhringinn í 14 daga samfellt svo þú getir hámarkað heilsu þína, bætt mataræðið og komið þér í toppform. Lyfja, 26.990 kr.

Sofðu vel

Það er engum blöðum um það að fletta hversu mikilvægur svefninn er fyrir heilsuna almennt. Settu góðan svefn í forgang á nýja árinu og reyndu eftir fremsta megni að ná allavega sjö tíma nætursvefni. Við erum farin að þekkja ráðleggingarnar með að sleppa skjátíma fyrir svefninn en sniðugt er að hafa símann í hleðslu annarsstaðar en í svefnherberginu, þannig hopparðu fram úr á morgnana til að slökkva á vekjaraklukkunni og freistast síður í símann fyrir svefninn. Róandi kvöldrútína hjálpar líka til, heitt bað, góður tebolli og bók er eitthvað sem klikkar ekki.

Farðu í göngutúr

Það hefur heldur betur sannað sig að góður göngutúr hefur frábær alhliða áhrif á heilsuna og ekki síður þá andlegu. Sérfræðingarnir eru sammála um það að labbið er góð hreyfing, sama hversu metnaðarfull markmið þín eru annars. Svo er ekki verra hversu einfalt það er að fara út að ganga (nánast í hvaða veðri sem er) og nauðynlegt að kúpla sig út úr daglegu amstri með því að fara í göngutúr með spennandi podcast í eyrunum eða í góðum félagsskap. Stuttur göngutúr eftir mat hefur líka gefið mjög góða raun, mælum með!

Gefðu lifrinni breik

Lifrin okkar fékk líklega svolitla útreið yfir hátíðarnar og þarfnast smá ástar. Þá er gott að gefa henni frí frá alkahóli og sykri og tríta líkamann með því að borða bláber, greip, hnetur og feitan fisk svo lifrin fúnkeri sem best. Sérfræðingarnir mæla einnig með mjólkurþistli sem hjálpar til við að hreinsa lifrina þökk sé töfrainnihaldinu silýmarín.

Mjólkurþistill hefur lengi verið notaður til að byggja upp og hressa við lifrarstarfsemi. Rannsóknir hafa einnig sýnt að ef mjólkurþistill er tekinn, dregur úr kólesteróli í galli, sem aftur dregur úr líkum á sjúkdómum í gallblöðru. Mjólkurþistill virðist einnig gagnlegur gegn psoriasis. Lyfja, 4.439 kr.

Vökvaðu líkamann

Það er mikilvægt að vökva sig vel yfir daginn (við mælum með dassi af eplaediki eða sítrónusafa út í vatn eða sódavatn) en hefurðu prófað að bæta steinefnasöltum út í vatnið? Steinefnasölt finnast t.d í kókoshnetuvatni (best er að leita að þeim sykurlausu) en einnig er hægt að fá þau í töfluformi sem hjálpar líkamanum að fá öll efnin sem hann þarfnast eins og kalsíum, magnesíum og pótassíum.

Viðheldur rakajafnvægi í líkamanum, húðinni rakafyllri og vöðvunum virkum. Hreint innihald, enginn rotvarnarefni, fáar hitaeiningar og hressandi bragð. Söltin í Nuun hjálpa til við að koma í veg fyrir fótakrampa, efla vöðvavirkni og koma á jafnvægi milli orkuinntöku og brennslu. Lyfja, 1.339 kr.
Öflugt, hrátt, ógerilsneitt og lífrænt eplaedik með „mother". Lykilatriði er að eplaedik innihaldi svo kallað mother sem inniheldur fjölda góðgerla og næringu sem vinna að betri meltingu. Eplaedik getur haft jákvæð áhrif á blóðsykurstjórnun sem þýðir að það getur stuðlað að þyngdartapi. Margir tala um að það hafi einnig góð áhrif á húðina. Lyfja, 1.499 kr.
Við mælum með því að taka allt frá einni teskeið yfir í tvær matskeiðar af eplaediki út í vatn á fastandi maga á morgnanna. Einnig er gott að taka eplaedik fyrir máltíð (sérstaklega þegar þær eru kolvetnaríkar) og rétt fyrir svefninn.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

„Stórkostlegt átak sem þjóðin hefur tekið algerlega upp á sína arma“

Lífsstíll

Topp 5 bækur til að lesa í haust

Lífsstíll

Fáðu frítt æfinga­prógramm frá Söru Davíðs

Lífsstíll

Hér er óskalisti brúðhjónanna

Lífsstíll

Heillandi tilboð á Miðnæturopnun í Smáralind

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?