Fara í efni
Kynning

Snilldarleið til að hámarka heilsuna

Lífsstíll - 29. mars 2023

Við erum sífellt að verða meðvitaðri um það hversu mikil áhrif blóðsykurinn hefur á almenna heilsu okkar. Hvað ef við gætum sérsniðið mataræðið okkar eftir því hvernig okkar einstaki líkami bregst við og tekið meðvitaðar ákvarðanir um svefn og stressvalda í okkar lífi með litlu tæki sem gefur okkur verðmætar upplýsingar beint í æð? Ritstjórn HÉR ER prófaði að nota sílesandi blóðsykursmæli í tvær vikur og komst að ýmsu áhugaverðu sem breytir leiknum.

Blóðsykursmælirinn Ultrahuman fæst í Lyfju en hann er tengdur við app sem heldur þér á tánum yfir daginn, lætur þig vita hvernig ákveðin máltíð hafði áhrif á þig og kemur með góða punkta um það hvernig hægt er að bæta sig. Einnig er þar að finna mikið magn af greinum til að fræðast, æfingum og heilsuvídjóum. Í raun alger heilsuskóli í hendi!
Létt hreyfing eftir kolvetnaríka máltíð jafnar blóðsykurinn og er það besta sem við gerum eftir stóra máltíð. Kvöldganga eftir mat er ekki slæm hugmynd!

Það sem var áhugavert við að nota blóðsykursmælinn var allur lærdómurinn sem kom í kjölfarið. Við komumst að því að stjórn á blóðsykrinum er eitt það mikilvægasta þegar kemur að almennri heilsu. Með því að halda blóðsykrinum nokkum jöfnum yfir daginn höfum við meiri orku og þegar á heildina er litið er gott að sjá hvar man stendur því blóðsykurinn hefur áhrif á heilsuna okkar á svo marga vegu. Eins og bólgumyndun í líkamanum, svefninn, orkuna sem við höfum yfir daginn, árangur í íþróttum og svo mætti lengi telja. Svo er líka góð tilfinning að geta haft ákveðna stjórn á því að fyrirbyggja lífsstílstengda sjúkdóma eins og sykursýki 2, svo eitthvað sé nefnt.

Það sem við lærðum

Það eru ýmis tips sem okkur langar að deila með ykkur eftir að hafa stúderað hvað virkar og hvað virkar ekki í gegnum þessar tvær vikur.
  1. Gott er að byrja daginn á máltíð sem inniheldur prótein og góða fitu,(egg, avókadó og hnetur eru snilld!) þannig helst blóðsykurinn jafnari út daginn og minnkar líkurnar á blóðsykurfalli, sem verður til þess að við verðum fyrr svöng og borðum líklega meira seinna um daginn.
  2. Að gefa líkamanum frí á milli máltíða (til dæmis með því að fasta í 16 tíma og borða 2-3 máltíðir á 8 tímum) og sleppa narti yfir daginn er „gamechanger".
  3. 1-2 matskeiðar af eplaediki (með mother) er geggjað út í volgt vatn, minnkar sveiflur eftir kolvetnaríkar máltíðir og er allra meina bót. (Þegar þú ert búin að venjast skelfilegu bragðinu!)
  4. Gott er að borða ávexti með jógúrti til að minnka hækkun á blóðsykrinum og hreinn kanill er besti vinur þinn og mikill blóðsykursjafnari!
  5. Gott er að „fóðra" kolvetnamáltíðir með trefjum, próteini og fitu. Það skiptir máli hvað við borðum með kolvetnunum og gamla góða reglan um fjölbreytta fæðu á alltaf vel við.
  6. Það skiptir máli í hvaða röð fæðutegundir eru borðaðar. Byrjaðu máltíð á grænmeti, próteini og/eða fitu og endaðu á sterkju og kolvetnum.
  7. Stundum snýst þetta um hvenær þú borðar, frekar en hvað þú borðar og matarsamsetninguna. Kalóríurík máltíð með háan sykurstuðul sem neytt er á kvöldin getur komið blóðsykrinum og insúlíninu úr skorðum en sama máltíðin sem neytt er á morgnana gæti haft önnur áhrif.
  8. Lífsstílsþættir eins og stress og svefn gegna lykilhlutverki í blóðsykursstjórn. Finndu þína slökun og láttu svefninn vera í forgangi.
  9. Mismunandi fæðutengundir hafa ólík áhrif á okkur sem einstaklinga, við þurfum að finna út hvað virkar fyrir okkur og verða sérfræðingar í eigin heilsu.
  10. Létt hreyfing eftir kolvetnaríka máltíð jafnar blóðsykurinn og er það besta sem við gerum eftir stóra máltíð. Létt kvöldganga eftir mat er ekki slæm hugmynd!
  11. Best er að borða síðustu máltíð dagsins allavega nokkrum tímum fyrir svefn, þung og kolvetnarík máltíð stuttu fyrir háttinn hefur áhrif á gæði svefnsins og þar af leiðandi orkuna næsta dag. 

Ultrahuman blóðsykursmælirinn er sílesandi blóðsykursmælir sem mælir blóðsykurinn allan sólarhringinn í tvær viku samfellt. Mælirinn er með hola nál sem notuð er til að bá til lítil gat í yfirborð húðarinnar (þú finnur lítið sem ekkert fyrir því). Í kjölfarið þræðist þunn blaðka í gegnum nálínu og er komið fyrir undir húðinni  þar til þú fjarlægir mælinn. Mælirinn tengist appi þar sem þú getur fylgst með áhrif mataræðis, hreyfingu, stressvalda og svefns á blóðsykurinn og þannig orðið sérfræðingur í eigin heilsu. Með því að skilja betur og læra hvað afæða hentar þér best, nærðu framúrskarandi heilsu og fyrirbyggir alvarlega lífsstílssjúkdóma.

Það skiptir máli í hvaða röð fæðutegundir eru borðaðar. Byrjaðu máltíð á grænmeti, próteini og/eða fitu og endaðu á sterkju og kolvetnum.

Það sem kom á óvart

Þeir sem hafa prófað blóðsykursmæli segja margir sömu söguna. Ákveðnar fæðutegundir sem eru markaðssettar sem hollustuvara hafa ekki endilega bestu áhrifin á líkamann og blóðsykurinn. Smúðingar, ávaxtaskálar og múslí gætu haft drastískari áhrif á blóðsykurinn-og fallið eftir á en þú hefðir getað trúað. Þín uppáhaldsfæða gæti þess verið að valda óhóflegum blóðsykurssveiflum sem skaða þína heilsu og draga úr daglegri orku þinni. Efnaskiptin þín skipta sköpum fyrir heilsuna, því meira sem þú veist hvernig þinn líkami bregst við hinum ýmsu fæðutegundum því betur getur þú stjórnað vegferð þinni í átt að betri heilsu og auknum lífsgæðum.

Ákveðnar fæðutegundir sem eru markaðssettar sem hollustuvara hafa ekki endilega bestu áhrifin á líkamann og blóðsykurinn. Smúðingar, ávaxtaskálar og múslí gætu haft drastískari áhrif á blóðsykurinn-og fallið eftir á en þú hefðir getað trúað.

Hvernig getur blóðsykursmælir hjálpað til við að léttast?

Hvort sem við erum meðvitum um það eða ekki þá hefur diet-kúltúrinn ýtt undir það að telja kalóríur og að ýmisskonar tískumataræði sé lausnin við öllum okkar vandamálum í gegnum tíðina. Í dag ættum við að vita betur og vera meðvitaðri um að líkamsstarfsemi okkar er örlítið flóknari en kalóríur inn og kalóríur út. En hvernig getur blóðsykursmælir hjálpað til við að léttast?

Heilbrigt þyngdartap felur í sér dýpri skilning á því hvernig hormónar og lífefnafræðin hefur áhrif á líkamann. Skoðum aðeins nánar hvernig við viðhöldum orkujafnvægi, hvernig við getum fylgst með blóðsykrinum og hvaða rullu hann spilar í þessu öllu saman.

Þegar við borðum þá brotna kolvetni sem við höfum neytt niður í glúkósa, sem er aðaorkugjafi líkamans. Þegar glúkósinn fer út í blóðrásina er það hormónið insúlin sem flytur það til frumnanna þar sem því er breytt í orku. Þegar við slökum á um helgar eða erum föst við skrifborðið í vinnunni þá geymist umframsykurinn í lifrinni sem glýkógen. Þegar lifrin nær fullri afkastagetu sest umfram sykurinn upp í fitufrumunum. Á milli máltíða lækkar insúlinmagnið þar sem engin þörf er á að flytja glúkósa til frumnanna en líkaminn þarf enn orku til að halda grunnstarfseminni gangandi svo hann byrjar að nýta forðann, þegar hann er uppurinn byrjar líkaminn að nýta fituforðann og við það brennum við bókstaflega fitu.

Ef blóðsykurinn er stöðugt hár, þar sem það er of mikill sykur í blóðrásinni verður til insúlínviðnám sem er ástand þar sem frumurnar bregðast ekki eðlilega við insúlíni. Þannig að í stað þess að glúkósinn fari inn í frumurnar og breytist í eldsneyti fyrir líkamann, er hann áfram í blóðrásinni. Líkaminn bregst við með því að framleiða meira insúlín til að flytja sykurinn til frumnanna en þetta eykur aðeins vandamálið því þegar hér er komið við sögu fær líkaminn ekki skilaboð um nota glúkóken og brenna fitubyrgðum fyrir orku. Þar af leiðandi verður þyngdartap nánast ómögulegt í því ástandi. Þannig að- það sem gerist ef ekki tekst að halda insúlínmagninu í skefjum er að líkaminn festist í fitugeymsluham frekar en fitubrennslu. Þar af leiðandi er svo mikilvægt að halda blóðsykursgildum innan eðlilegra marka, það er lykilatriði þegar kemur að heilbrigðu þyngdartapi til langsframa.

Hvort sem við erum meðvitum um það eða ekki þá hefur diet-kúltúrinn ýtt undir það að telja kalóríur og að ýmisskonar tískumataræði sé lausninn við öllum okkar vandamálum í gegnum tíðina. Í dag ættum við að vita betur og vera meðvitaðri um að líkamsstarfsemi okkar er örlítið flóknari en kalóríur inn og kalóríur út.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu