Fara í efni

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll - 5. mars 2024

Á Dekurkvöldi Smáralindar 6.mars verður dekrað við gesti og gangandi og fjölmargar verslanir með veglega afslætti. Stílisti HÉR ER setti saman óskalista af því tilefni. 

Hvað er betra eftir langan vinnudag en að smella sér í „heimagallann“? Við höldum að við séum með svarið við þeirri spurningu. Að eiga smart jogging-galla sem tekinn er fram í staðinn fyrir sjúskaðar leggings og teygðan stuttermabol. Góðu fréttirnar eru að það er 25% afsláttur af jogging-göllum í Mathilda í Smáralind á Dekurkvöldi en verslunin selur meðal annars Ralph Lauren og Anine Bing. 

Jogging-galli frá Ralph Lauren á 25% afslætti í Mathilda, Smáralind.
Anine Bing gerir súpersmart joggingföt.

Við erum alltaf svo svag fyrir fallegum sólgleraugum þegar sólin fer að hækka á lofti. Þessi tvö frá Loewe og Celine eru efst á óskalista stílistans okkar.

Æðisleg týpa frá Loewe, fullt verð: 51.900 kr.
Celine, Optical Studio, fullt verð: 88.500 kr.
Sólgleraugu frá Loewe hafa slegið í gegn hjá stílstjörnunum.

Hér eru nokkrar smart týpur frá tískuviku.

Ávöl og klassísk, svört týpa.
Súpersmart frá Prada sem fæst í Optical Studio, Smáralind.
Reffileg og retró.

Spangarlausu brjóstahaldararnir frá Lindex eru fullkomnir undir stuttermaboli og þægilegir með meiru. Á Dekurkvöldi er allt á 20% afslætti í Lindex, Smáralind.

Þægilegur með meiru frá Lindex, á 20% afslætti á Dekurkvöldi.
Einn virkilega fallegur sparibrjóstahaldari sem hægt er að næla sér í á afslætti á Dekurkvöldi Smáralindar þar sem allt er á 20% afslætti í Lindex.
Rykfrakki er góð fjárfesting fyrir vorið!
20-70% afsláttur af öllu í Vero Moda, fullt verð: 25.990 kr.
20% af ölllu í Esprit þar sem þessi navy-blái rykfrkaki fæst.
Þessir sjúklega sætu skór frá Ganni eru á óskalistanum okkar en þeir fást í GS Skóm þar sem er 20% afsláttur af öllu á Dekurkvöldinu í Smáralind.
Ganni, GS Skór, fullt verð: 49.995 kr.

Nýir strigaskór fyrir vorið eru góð kaup sem munu nýtast vel. Samba og Gazelle frá Adidas hafa verið að trenda lengi hjá tískukrádinu en nýir litir af gazelle fást í Kaupfélaginu, sem og New Balance-skórnir. Hér má sjá nokkrar tískudívur og hvernig þær klæðast uppáhaldsstrigaskónum sínum og týpuna sem er á óskalista stílistans okkar.

Þessi litasamsetning heillar stílistann okkar en á Dekurkvöldi er 20% afsláttur af öllu í Kaupfélaginu. Fullt verð: 22.995 kr.
Blazer í ljósum lit er eitthvað sem mun koma sér vel á vormánuðum.
Hvítur blazer úr Galleri 17 sem verður með 20% afslátt af öllu á Dekurkvöldi. Fullt verð: 39.995 kr.
Dekur í okkar huga er þegar heimilið er hreint og fínt og við njótum þess að kveikja á lúxus ilmkerti. Þetta frá Scent of Copenhagen er á óskalistanum okkar og fæst í Epal Smáralind sem verður með 20% afslátt af allri gjafavöru á Dekurkvöldi.
Epal, fullt verð: 7.800 kr.
The Body Shop er með 25% afslátt af öllum vörum og kynningu á C-vítamín og Edelweiss-línunum sínum. Við gætum vel hugsað okkur að bæta góða C-vítamín seruminu frá The Body Shop inn í rútínuna okkar.

Nú er hægt að gera góð kaup fyrir ræktina þar sem 20% afsláttur er af öllu í Air og Útilíf og 20-50% afsláttur af ölllu í 4F.

Smart snið á þessum æfingabuxum úr Útilíf, fullt verð: 13.900 kr.
Air, fullt verð: 22.995 kr.
Leggings frá 4F þar sem er 20-50% afsláttur. Fullt verð: 5.890 kr.
Við getum ekki mælt nógu mikið með merínó-ullarbolunum frá Icewear sem hefur verið okkar hlýjasti vinur í vetur. Icewear er með 25% afslátt af öllu á Dekurkvöldi og því um að gera að nýta tækifærið ef eitthvað vantar af hlýjum fötum fyrir fjölskylduna.

Nú er allt frá Sif Jakobs á 20% afslætti í Meba, Smáralind og því um að gera að nýta sér það fyrir gjafatíðina sem er framundan! Þetta hálsmen er á óskalistanum okkar.

Sif Jakobs, Meba, fullt verð: 17.900 kr.
Á Dekurkvöldi Smáralindar er 20% afsláttur af snyrtivöru í Hagkaup. Water-Fresh Compexion Touch-farðinn er á óskainnkaupalistanum okkar.
Við höfum dagdreymt um þennan farða síðan við fengum prufu af honum í Hagkaup, hann gerir húðina ómótstæðilega ferska, fullkomna og létta. Um að gera að nýta sér 20% afsláttinn í Hagkaup af snyrtivöru á Dekurkvöldi.
Panorama-maskarinn er sá nýjasti til að slá í gegn á samfélagsmiðlum en það er engin önnur en Kendall Jenner sem er andlit hans. Við verðum að segja að hann stendur undir væntingum og meira til og fæst líka í dökkbrúnu!
Panorama maskari frá L´oréal, Hagkaup, fullt verð: 3.999 kr.
Uppáhaldsfarðinn okkar frá Guerlain var að eignast lítinn hyljara í stíl og við getum ekki beðið eftir að koma höndunum á hann. Kannski við nýtum okkur 20% afsláttinn og gerum vel við okkur!
Ný kynslóð af retinoli (sem hefur sannað virkni sína á fínar línur og hrukkur, meðal annars) frá Elizabeth Arden hefur fengið mikið lof frá þeim sem vita allt um húðina. Þau sem versla Elizabeth Arden-vörur úr Ceramid-línunni á Dekurkvöldi fá fallegan kaupauka, sem gefur okkur ennþá betri ástæðu til að fjárfesta í þessari bleiku dásemd.
Aqua Allegoria Forte Florabloom og Eau de Toilette eru nýir og spennandi ilmir úr smiðju ilmvatnsgoðsagnarinnar Guerlain. Hægt verður að kynna sér þessar dásemdir á Dekurkvöldi Smáralindar en lítill fugl hvíslaði því að okkur að þetta verði að öllum líkindum „best sellerar“ komandi árstíðar.

66°Norður er meðal annars með 20% afslátt afslátt af uppáhalds merinó-ullarsettinu okkar, Spóa. Mælum með fyrir mæður ungra barna eða ef þið eruð að leita að gjöf sem nýtist vel.

66°Norður, 6.320 kr.
Ef þið eruð eitthvað eins og við þá vantar alltaf buxur enda börnin bæði fljót að vaxa upp úr þeim og slíta. Joggingbuxurnar úr Name it eru í uppáhaldi hjá okkur en þar er allt á 20-70% afslætti á Dekurkvöldinu.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Hér er óskalisti brúðhjónanna

Lífsstíll

Heillandi tilboð á Miðnæturopnun í Smáralind

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu