Epla- og kanilpæ með þeyttum rjóma
- 100 g hveiti
- 100 g púðursykur
- 100 g smjör við stofuhita
- 2 jonagold epli
- 1 krukka St. Dalfour epla- og kanilsulta (284 g)
- 150 g mulið marsípan
- 40 g pekanhnetur (saxaðar)
- Hitið ofinn í 180°C.
- Blandið hveiti, púðursykri og smjöri saman í hrærivélinni.
- Smyrjið eldfast mót (um 25 cm í þvermál) með smjöri og þjappið deigblöndunni í botninn og vel upp á kantana.
- Hellið úr sultukrukkunni yfir og dreifið úr sultunni yfir botninn.
- Flysjið næst eplin og kjarnhreinsið. Skerið í þunnar sneiðar og raðið þétt yfir allt mótið.
- Stráið söxuðum pekanhnetum og muldu marsípani yfir eplin að lokum.
- Bakið í um 35 mínútur, fyrst í 20 mínútur með álpappír yfir og síðan í um 15 mínútur til viðbótar (þetta gert til þess að marsípanið brenni ekki).
- Gott er að bera volgt pæ fram með þeyttum rjóma eða ís.

Fylgið Gotterí og gersemum HÉR
Kaupið bókina HÉR
Er eitthvað dásamlegra og meira fílgúdd en volgt eplapæ með þeyttum rjóma?