Fara í efni

Evrópsk sportvörukeðja opnar í Smáralind

Lífsstíll - 29. mars 2022

Evrópska sportvörukeðjan 4F opnar eina glæsilegustu verslun sína til þessa í Smáralind þann 2. apríl en fyrir eru 230 verslanir víðsvegar um Evrópu. Vöruþróunin hjá 4F er unnin í nánu samstarfi við atvinnufólk í íþróttum en 4F framleiðir keppnisfatnað fyrir landslið og ólympíulið átta Evrópulanda, nú síðast fyrir Ólympíuleikana í Peking 2022. Auk stílhreins íþróttafatnaðar framleiðir 4F einnig vandaðan útivistarfatnað fyrir alla fjölskylduna á viðráðanlegu verði.

4F opnar í Smáralind laugardaginn 2. apríl og dagana 2.–4. apríl verður sérstök opnunarhátíð með 20% afslætti.
Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski, framherji Bayern München er meðal sérstakra "sendiherra" 4F þar sem hann er með sitt eigið merki sem kallast RL9.
Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski, framherji Bayern München.
Anna Lewandowska, afrekskona í karate og eiginkona Roberts er einnig með sína eigin línu af smart æfingafötum hjá 4F sem heitir AL.

Íþrótta- og útivistarfatnaður fyrir alla fjölskylduna

4F framleiðir stílhreinan íþrótta- og æfingafatnað eins og toppa, buxur, stuttermaboli og hettupeysur úr góðum og þægilegum efnum. Auk þess framleiðir 4F vandaðan útivistarfatnað, skó og úrval annarra æfinga- og íþróttafylgihluta fyrir alla fjölskylduna.

Hanna fatnað fyrir Ólympíuleikana

Vöruþróun er unnin í nánu samstarfi við atvinnufólk í íþróttum og 4F hannar og framleiðir keppnisfatnað fyrir landslið og ólympíulið átta Evrópulanda, nú síðast fyrir Ólympíuleikana í Peking 2022. Til gamans má geta að til að kynna fatalínu pólska Ólympíuliðsins í vetraríþróttum í ár var farið í metnaðarfulla myndatöku hér á landi eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
4F er evrópskt fatamerki með höfuðstöðvar í Póllandi og er með um 230 verslanir víðsvegar um Evrópu. Nú opnar 4F eina allra glæsilegustu verslun sína í Smáralind. 
Stílhrein og smart æfingaföt frá 4F.
Kíkið endilega í heimsókn í 4F í Smáralind um helgina og nýtið ykkur 20% kynningarafslátt.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Rakel í Snúrunni heldur jólabingó um helgina til styrktar bágstöddum í Úkraínu

Lífsstíll

Vellíðan er besta gjöfin (20% afsláttur í Lyfju)

Lífsstíll

Fræga fólkið gefur góð ráð: Leiðir að aukinni vellíðan

Lífsstíll

Salatið sem Jennifer Aniston borðaði á hverjum degi í 10 ár

Lífsstíll

Timberland með 25% afmælisafslátt

Lífsstíll

Kári Sverriss ljósmyndari er kominn á toppinn

Lífsstíll

Gíraðu þig upp fyrir Verzló

Lífsstíll

Morgunrútína landsþekktra kvenna