Pólski markahrókurinn Robert Lewandowski, framherji Bayern München er meðal sérstakra "sendiherra" 4F þar sem hann er með sitt eigið merki sem kallast RL9.
Íþrótta- og útivistarfatnaður fyrir alla fjölskylduna
4F framleiðir stílhreinan íþrótta- og æfingafatnað eins og toppa, buxur, stuttermaboli og hettupeysur úr góðum og þægilegum efnum. Auk þess framleiðir 4F vandaðan útivistarfatnað, skó og úrval annarra æfinga- og íþróttafylgihluta fyrir alla fjölskylduna.
Hanna fatnað fyrir Ólympíuleikana
Vöruþróun er unnin í nánu samstarfi við atvinnufólk í íþróttum og 4F hannar og framleiðir keppnisfatnað fyrir landslið og ólympíulið átta Evrópulanda, nú síðast fyrir Ólympíuleikana í Peking 2022. Til gamans má geta að til að kynna fatalínu pólska Ólympíuliðsins í vetraríþróttum í ár var farið í metnaðarfulla myndatöku hér á landi eins og sjá má á myndunum hér að neðan.
4F er evrópskt fatamerki með höfuðstöðvar í Póllandi og er með um 230 verslanir víðsvegar um Evrópu. Nú opnar 4F eina allra glæsilegustu verslun sína í Smáralind.