Fara í efni
Kynning

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll - 26. janúar 2024

Á þessum árstíma hugum við mörg extra vel að heilsunni og því sem við setjum ofan í okkur til að líða sem best. Kollagenduftið frá Feel Iceland hefur slegið í gegn og margir sem lofa það í hástert. HÉR ER kynnti sér þetta lífsnauðsynlega prótín og hvað við getum grætt á því að taka það inn að staðaldri. 

Feel Iceland-kollagenvörurnar fást í Hagkaup og eru núna á 20% afslætti í tilefni Heilsudaga.

Af hverju að taka inn kollagen-fæðubótarefni?

Líkaminn okkar framleiðir kollagen í miklu magni fram að 25 ára aldri en eftir það fer framleiðslan minnkandi. Nútímafæði Íslendinga inniheldur ekki mikið magn kollagens og því fáum við lítið úr fæðunni sjálfri og því mikilvægt að taka inn kollagen-fæðubót. Þessi minnkandi framleiðsla á kollageni getur leitt til tveggja þátta í líkamanum okkar, öldrun ytra útlits líkamans í formi fínna lína og hrukkna og stirðleika og verkjum í liðum. Rannsóknir hafa sýnt fram á að 5-10 grömm á dag af kollageni í 6-8 vikur geti skilað góðum árangri.
Feel Iceland er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki, stofnað árið 2013, með það að leiðarljósi að stuðla að aukinni sjálfbærni og vellíðan fólks. Með nýtingu á fiskroði er bæði verið að lágmarka sóun og einnig að skapa margfalt meiri verðmæti úr fiskinum. Feel Iceland býður upp á hágæða íslenskar kollagenvörur unnar úr roði sem koma í umhverfisvænum og endurvinnanlegum áldósum. Vörur Feel Iceland bera líka með stolti stimpil Iceland Responsible Fisheries.

Amino Marine Collagen-mest selda vara Feel Iceland

Amino Marine Collagen er hreint kollagenpróteinduft fyrir þá sem vilja minnka verki í liðum, bæta ásýnd húðarinnar og viðhalda heilbrigðum líkama. Einnig er kollagenið talið hafa góð áhrif á meltingu. Ráðlagður dagsskammtur er 1-2 matskeiðar og má blanda út í alla heita og kalda drykki eða grauta. Amino Marine-kollagenið er framleitt úr íslensku fiskroði, aðallega úr þorski, sem syndir villtur um Atlantshafið.
Amino Marine-kollagen, Lyfja, 7.649 kr.
Kollagen er eitt aðaluppbyggingarprótein líkamans og er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Kollagen er einnig mjög stór partur af húð, hári og nöglum.

Age Rewind-Skin Therapy

Einstök blanda fyrir húðina sem kemur í hylkjaformi. Inniheldur hýalúronsýru sem gegnir lykilhlutverki í raka húðarinnar. Inniheldur kollagen sem er eitt aðaluppbyggingarprótein líkamans og gerir húðina stinna ásamt C-vítamíni sem styður við kollagenframleiðslu líkamans.
Age Rewind Skin Therapy, Lyfja, 7.897 kr.
Kollagenduftið getur dregið úr liðverkjum, eykur raka húðarinnar, styrkir neglur og bein og viðheldur vöðvaþéttni. Einnig eru vísbendingar um að það hafi góð áhrif á gigt og meltinguna með því að styrkja þarmahimnuna sem er að mestu byggð upp af kollageni.

Joint Rewind-Joint Therapy

Hylkin innihalda sérstaka blöndu af fæðubótaefnum fyrir liðina sem geta hjálpað til við að minnka verki í liðum og stuðlað að heilbrigði þeirra.
Joint Rewind-Joint Therapy, Lyfja, 7.599 kr.

Upp­á­halds­ heita súkkulaðiblanda Ebbu Guðnýjar heilsukokks

  • 2 msk. Kaju 70% súkkulaðidrop­ar
  • 2 dl líf­ræn haframjólk
  • 2 msk. Feel Ice­land-kolla­gen

Hitað ró­lega sam­an í potti. Gott að setja blönduna í flóara en það er smekksatriði. Hellið í ykkar uppáhaldsbolla og njótið!

Ebba Guðný Guðmunds­dótt­ir heilsukokkur legg­ur mikla áherslu á hrein og góð hráefni í uppskriftum sínum.

Dásamlegur grænn, ferskur og hreinsandi drykkur frá Kristjönu Steingríms

Handfylli af fersku grænkáli eða 3 kubbar af frosnu grænkáli
Handfylli af fersku spínati eða 3-4 kubbar af frosnum kubbum
1 bolli frosið mangó
1 grænt epli
Safi úr 1/2 sítrónu
Engifer 2 cm
Vatn, 3-4 bollar
Hálf agúrka
2 msk Feel Iceland-kollagenduft

Blandið öllu saman í kraftmiklum blandara og njótið!

Gott er að nota Feel Iceland-kollagenduftið út í smúðínga.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu

Lífsstíll

Jólahefð Siggu Heimis og vinkvenna slær í gegn