Fara í efni

Snyrti­fræðingur gefur fermingarbörnum góð ráð

Lífsstíll - 3. mars 2023

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir snyrtifræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar Elira gefur okkur góð ráð um förðun og húðumhirðu fyrir fermingardaginn. Rakel býður einnig upp á fermingarförðun og ráðgjöf í Elira Smáralind.

Rakel Ósk Guðbjartsdóttir, snyrtifræðingur og eigandi Elira í Smáralind.

Hvað skiptir mestu máli að huga að fyrir stóra daginn?

„Það er mikilvægt að ná góðum svefni fyrir stóra daginn. Að vera úthvíldur gerir mann mikið hressari og ferskari, bæði líkamlega og útlitslega.“ Góður svefn er gulls í gildi enda hafa rannsóknir sýnt fram á mikilvægi góðs nætursvefns.

Húðrútína

Hvaða ráð gefur þú svo húðin sé sem best á deginum?

„Til að hafa húðina upp á sitt besta yfir daginn er best að hreinsa hana vel um morguninn og bera á hana gott krem svo hún sé ljómandi og rakamikil yfir daginn. Þetta á við um alla ekki bara fermingarstelpurnar.“

Ráð fyrir húðrútínu fermingarbarna?

„Það er mjög gott á þessum aldri að huga vel að því að hreinsa húðina og vera með gott krem sem gefur húðinni raka og verndar hana. Húðin breytist mikið á þessum árum og er mismunandi á milli einstaklinga, sumir þurfa mikinn raka á meðan aðrir þurfa eitthvað gott krem til að koma jafnvægi á olíuframleiðslu. Því er gott að leita aðstoðar fagaðila til að meta hvað hentar best hverju sinni.“

True Balance andlitskrem, Elira, 6.390 kr.
Ef húðin er olíukennd er gott að nota þetta andlistkrem
On-The-Go farðahreinsir frá Glov, Elira, 3.490 kr.
Góð byrjun í húðhreinsun er að nota hreinsihanska eins og þennan sem þarf einungis vatn til að virka.

Förðun

Falleg förðun þarf ekki að vera mikil, gott er að byrja létt og bæta einungis við ef þörf er á.

 

Fermingarförðun eftir Rakel hjá Eliru, módel er Elísabet Ólafsdóttir.

Hvernig förðun leggur þú til fyrir þau fermingarbörn sem vilja farða sig?

„Það er mikilvægt að ef það á að nota farða á stóra daginn að hafa hann léttan og passa að liturinn sé réttur. Falleg förðun þarf ekki að vera mikil, gott er að byrja lítið og bæta bara á ef þörf er á. Svo fer þetta allt eftir einstaklingnum, hvort að það sé settur smá maskari og gloss eða ljós augnskuggi, blýantur og kinnalitur. Einnig getur fermingarbarnið komið til okkar í förðun fyrir daginn og/eða fyrir myndatökuna.“



Augnblýantur frá Sweed, Elira, 3.490 kr.
Agunblýanturinn frá Sweed kemur í þremur litum.
Kremaugnskuggi frá RMS Beauty, Elira, 6.590 kr.
Dew Drop farði, Elira, 11.990 kr.
Lash Lift maskari, kemur í brúnu og svörtu, Elira, 4.990 kr.
Gloss frá Róen, glær með glimmeri eða með lit, Elira, 3.990 kr.
Fallegur gloss er gulls ígildi.
Best er að halda fermingarförðuninni í lágmarki og leggja áherslu á umhirðu húðarinnar fyrir stóra daginn.

Hvaða snyrtivörum mælir þú með að unga fólkið byrji á að kaupa þegar þau eru að taka sín fyrstu skref í förðun?

„Þegar velja á fyrstu snyrtivörurnar er gott að hafa í huga að þær passi manni og eigin smekk. Einnig er gott að velja förðunarvörur sem eru með sem minnstu aukaefnunum og eru góðar fyrir mann sjálfan og umhverfið. Góður maskari, létt gloss og jafnvel fallegur kinnalitur kemur manni langt. Einnig er mjög vinsælt að eiga fallegan kremaugnskugga í björtum lit sem er hægt að setja fyrir neðan augabrúnirnar og inn í augnkrókana.“

Örlítil sansering í innri augnkrók er sparilegt tvist á annars náttúrulega förðun.
Kremkinnalitur, Elira, 5.490 kr.
Það er gott að velja vörur sem eru með lítið sem ekkert af ilmefnum og án parabena og kynna sér hvað merkin standa fyrir.
Verslunin Elira í Smáralind.

Ef þig vantar ráðleggingar eða förðun mælum við með því að leita til Rakelar í Elira í Smáralind.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu