Fara í efni

Fullt af frábærum hugmyndum fyrir fermingar­veisluna

Lífsstíll - 19. febrúar 2023

Þórunn Högna, stílisti og listrænn stjórnandi Icewear elskar að undirbúa og halda veislur og því lá það beint við að fá hana til að gefa okkur ráðleggingar og hugmyndir þegar kemur að fermingarveislunum sem framundan eru. 

Þórunn Högna, útlitshönnuður og stílisti er rómaður fagurkeri og hefur ekkert lítið gaman að því að halda fallegar veislur með ákveðnu þema.

Búin að ferma þrjú af fjórum

Þórunn er fjögurra barna móðir en yngsta dóttirin, Leah Mist, er ófermd. Því má með sanni segja að Þórunn sé reynslubolti en hún hefur einnig verið dugleg að aðstoða vini og ættingja við undirbúning fyrir stórar veislur.
Gullfalleg þriggja hæða kaka, makrónur og blöðrur gera þetta veisluborð að algeru augnakonfekti. Pappadiskar, glös, servíettur og blöðrur frá Confetti Sisters sem fást í Hagkaup, Smáralind.
Notaðu gjafapappír sem löber á veisluborðið eins og Þórunn gerir gjarnan. Kerti og löber eru úr Söstrene Grene í Smáralind.

Þórunn er dugleg við að endurnýta gamlar krukkur sem hafa áður geymt pestó eða pastasósur og tekur fram þegar halda á veislu enda með fjölbreytt notagildi á veisluborðinu.

Hér hafa gamlar matarkrukkur fengið nýtt líf á fermingarveisluborðinu.
Ef þú hefur gaman að því að föndra gætirðu spreyjað gamlar flöskur og notað undir blómaskreytingar.
Fermingar eru yfir páska og því um að gera að samtvinna skreytingarnar. Hér eru nokkrar fallegar hugmyndir frá Þórunni þar sem hún hefur gefið sköpunargleðinni lausan tauminn.
Sjúklega sæt kaka með kanínueyru eftir Þórunni sem elskar að baka og elda fyrir veislur.
Það kemur svo vel út að nota lifandi blóm sem kökuskreytingar.
Lagt á borð af öllu hjarta.
Stafaborða er hægt að fá í Söstrene Grene í Smáralind.
Pappadiska, glös og blöðrur fær Þórunn í Confetti Siters sem fást í Hagkaup, Smáralind.

Þórunn er dugleg við að nota það sem til er á heimilinu í skreytingar á veisluborðið. Hér er gott dæmi þar sem viðarkanína er dregin fram og fær nýtt hlutverk á toppi kökunnar. Hversu fallegt?

Kjút kanínukaka á veisluborði.
Þórunn er konan til að leita til þegar halda á fallegar veislur enda einstaklega reynslumikil og áhugasöm þegar kemur að veisluhöldum.
Mér finnst mjög gaman að halda veislur. Ég hef yfirleitt alltaf eitthvað þema og geri oftast allar veitingar sjálf, bæði mat og kökur. 
Sætar Syndir í Smáralind býr til gullfallegar kökur fyrir fermingarveisluna.

Hvaða tips geturðu gefið okkur þegar kemur að fermingarundirbúningi?

Góður undirbúningur er lykilatriði. Ég byrja oftast 2-3 mánuðum fyrir veisluhöld, að taka til allsskonar skreytingar sem ég á fyrir. Ég endurnýti gamlar glerkrukkur af mat eins og pestókrukkur og glerkrukkur af pastasósum, það er svo margt skemmtilegt hægt að gera með þær og þetta er eitthvað sem ég á alltaf í geymslu. Svo finnst mér blöðrur eiga að vera í öllum veislum, þær eru ódýrar og það er svo einfalt að búa til allskyns boga og skemmtilegheit. Svo hef ég í gegnum árin oft notað gjafapappír sem löber á veisluborðið, ódýr og sniðug lausn.

Hvaða tískutrend sérðu í borðskreytingum þessa tíðina?

Blöðrur eru svakalega vinsælar og litir eins og grænn, blár og bleikur er alltaf vinsæll hjá stelpunum í bland við silfur og gull. Einnig eru jarðlitir vinsælir núna sem hentar fyrir alla.

Skreytirðu heimilið sérstaklega fyrir páskana?

Já, skreyti alltaf heimilið fyrir páskana, á orðið mikið af fallegu skrauti. Set alltaf greinar í vasa og skreyti með allsskonar páskaskrauti. Ég nota líka alltaf fersk blóm með og auðvitað dekka ég upp páskaborð og baka köku og skreyti veisluborðið.

Sjúklega sætt fermingarborð þar sem blöðrubogi nýtur sín einstaklega vel.
Silfur og blátt þema.
Stællegt og stílhreint.
Bleikt og bjútífúl.
Páskagreinar og skrautegg koma vel út á veisluborðinu sem og heimilinu í kringum páska.
Pappírsviftusett, Söstrene Grene, 1.588 kr.
6 pappadiskar, Söstrene Grene, 429 kr.
6 Confetti-blöðrur, Söstrene Grene, 432 kr.
Confetti-blöðrur, Söstrene Grene, 432 kr.
Hangandi pappírsskraut, Söstrene Grene, 1.698 kr.
Blóma Pom Pom, Söstrene Grene, 772 kr.
Ljósmyndaalbúm, A4, 4.999 kr.
Fermingarmappa, A4, 4.489 kr.
Gjafapappír, A4, 699 kr.
Gjafapappír, A4, 699 kr.
10 stk. blöðrur, A4, 499 kr.
Kerti frá HAY, Penninn Eymundsson, 2.999 kr.
Bakki frá Vitra, Penninn Eymundsson, 8.990 kr.
Snúin kerti frá HAY, Penninn Eymundsson, 4.199 kr.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu