Fara í efni

Gjafirnar sem slá í gegn fyrir útskriftarnemann

Lífsstíll - 14. júní 2023

Við göngum svo langt að kalla árstímann þegar nemendur útskrifast - stórhátíð. Því fyrir alla er útskriftin stór og merkilegur áfangi sem ber að fagna. Hvítir kollar sjást víða yfir sumartímann, enda fleiri hundruð sem setja upp húfuna ár hvert. Hér eru okkar bestu hugmyndir að gjöfum fyrir útskriftarnemann - sem allar slá í gegn.

Veggspjald eða listaverk

Falleg mynd á vegginn er góð gjöf fyrir þann sem hefur gaman að skreyta veggina sína. Því það er aldrei hægt að vera með of mörg plaköt eða listaverk á veggjum - sem fást í hinum ýmsu stærðum og gerðum.
Fallegt veggspjald í stærðinni 70x100 cm. Snúran - 23.500 kr.
Abstrakt mynd í stærðinni 50x70 cm. Søstrene Grene - 1.188 kr.
Mynd sem kemur í tveimur stærðum, 30x40 cm og 50x70 cm. Snúran - verð frá 8.290 kr.
Plakat í stærðinni 50x70 frá hinni íslensku ARTALY. Epal - 9.900 kr.

Vinsæla gjöfin

Eitt það vinsælasta sem hægt er að gefa í útskriftargjöf er án efa taska - þá ferðataska, tölvutaska eða bakpoki. Slíkar gjafir slá alltaf í gegn!
Tölvutaska með skipulagshólfi. Penninn Eymundsson - 26.990 kr.
Fallegur bakpoki með vatteruðu munstri og gylltum rennilásum. Snúran - 17.995 kr.
Hörð ferðataska á 4 tvöföldum hjólum, með skilrúmi og TSA lás, 67 cm. Penninn Eymundsson - 34.999 kr.

Fánýtur fróðleikur

Góðar bækur eru hin fullkomna gjöf - þær eru fræðandi og sumar hverjar má nota sem hið fínasta stofustáss.

Bók frá KINFOLK sómir sér á hvaða borði sem er. Penninn Eymundsson - 8.199 kr.

 
Bók sem nærir sálina. Epal - 4.200 kr.
Sælkerahjartað slær hraðar við að skoða þessa bók. Penninn Eymundsson - 5.399 kr.

Vörur fyrir heimilið

Þegar húfan er komin á kollinn, þá líður oft ekki á löngu þar til útskriftarneminn flýgur úr hreiðrinu. Þá koma hin ýmsu tæki og tól að góðum notum fyrir heimilið, sem og eigulegir hlutir sem munu fylgja viðkomandi út lífið.
AARKE kolsýrutæki er skemmtileg gjöf. Líf og list - 32.990 kr.
Handklæði frá Mette Ditmer, 70x140 cm. Snúran - 6.990 kr.
Þráðlaus og smart! Flower Pot borðlampi. Epal - 26.900 kr.
Ostahnífasett fyrir allar tegundir osta. Líf og list - 11.980 kr.
String pocket hilla er góð gjöf og fæst í nokkrum litum. Epal - 23.800 kr.
Ullarteppi frá Klippan, 130x200 cm. DÚKA - 15.900 kr.

Einn strawberry margarita - takk!

Það fer ekkert á milli mála að einhverjir munu hrista nokkra kokteila í sumar - hvort sem um áfenga eða óáfenga drykki sé að ræða, þá er mikilvægt að vera með réttu græjurnar við höndina.
Glös eru ómissandi undir litríkan kokteil og þessi kristalsglös hér eru frá Frederik Bagger. Glösin fást í nokkrum litum og koma tvö saman í pakka. Epal - 7.600 kr. 
Boston Shaker er kokteilhristarinn sem barþjónarnir elska. Líf og list - 7.950 kr.
Kokteilasett úr kopar, fyrir þá sem vilja smá glamúr. DÚKA - 16.990 kr.
Kokteilskeið og sigti er staðalbúnaður í kokteilagerð. Epal - verð frá 2.850 kr.
Falleg vínglös frá Georg Jensen, 6 í pakka. Líf og list - 11.750 kr.

Fyrir tækninördið

Sumir eru meira fyrir nýjungarnar en aðrir, en tækninördið veit alveg hvað það vill.
Apple AirPods Pro 2nd gen heyrnatól. NOVA - 54.990 kr.
Kreafunk hátalari til að taka með í ferðalagið. Epli - 15.990 kr.

Upplifun er ómetanleg

Það er enginn sem slær hendinni á móti góðri upplifun, sem leyfir minningunni að lifa lengur en annað. Þá er gjafakort í Smáralind góð gjöf, þar sem viðtakandinn getur keypt sjálfur það sem hugurinn girnist - farið út að borða eða skroppið í bíó.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu