Handa tískumógúlnum
Það hefur víða borið á rauðum lit á tískupöllunum fyrir vor/sumartísku 2024 og við fylgjumst grant með. Tískuhús á borð við Prada, Gucci, Vivienne Westwood, Ganni og margir fleiri - færa okkur djarfar flíkur til að klæðast. Orkan þín og sjálfstraust eykst þegar þú klæðist rauðu og fyrir suma þarf ákveðið þor að fara í svo kraftmikinn lit. Eitt er víst, að þú vekur alltaf athygli í rauðu.
Fyrir heimakæra hjartað
Rauður litur er oft sagður vera orkugefandi - hann gefur einnig hlýju og ákveðinn lúxus, sé hann „rétt“ notaður. Það hefur víða borið á litnum í innanhússhönnun og þá oftar en ekki á ólíklegum stöðum, eins og á hurðum, stigagangi eða með hinum ótal smáhlutum sem finnast þarna úti. Rauður er ákveðin vítamínsprauta og því ekki að ástæðulausu að hann er eftirsóknarverður.
Sænska fatakeðjan H&M fór í samstarf við Pantone á síðasta ári og kynnti m.a. þessar litríku vörur.
Fyrir þá vandlátu
Þegar okkur langar að gera extra vel við hjartað okkar, þá færist löngunin að hlutum sem við leyfum okkur oft ekki svo glatt að kaupa - og hér eru tækifæriskaup sem skora hátt. Falleg undirföt, sólgleraugu eða góður illmur fyrir hann eða hana, er það sem mörg óska sér.
Fyrir matarhjartað
Sælkerahjartað tekur alltaf fagnandi á móti hverskyns „gúrme“ súkkulaði, lakkrís eða öðrum sætindum. En rauður litur er sagður vera örvandi fyrir matarlystina og eykur orku - því er hann upplagður í eldhúsið. Við tengjum oft rauðan við pítsastaði, þar sem oftar en ekki eru rauðar flísar á veggjum. Rauður er ýmist notaður sem partur af eldhúsinnréttingu, eða í tækjum sem þeim fylgja. Eins hefur bleikur fært sig upp á skaftið hvað varðar eldhús og þykir einstaklega hlýlegur.
Flying Tiger er með ýmsa skemmtilega smáhluti í tilefni Valentínusardagsins.
Njótum dags ástarinnar!