Fara í efni

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll - 3. febrúar 2024

Það er ekkert heitara en ástin, sem svífur hátt yfir vötnum hér um miðjan febrúarmánuð en Valentínusardagurinn gengur í garð þann 14. febrúar. Dagurinn á uppruna sinn að rekja til Evrópu á 14. öld, og er haldinn hátíðlegur víðsvegar um heim þar sem ástvinir eru gladdir með fallegu korti, blómum eða öðrum gjöfum. Hér eru nokkrar hugmyndir að góðum Valentínusargjöfum sem eiga eftir að hitta í mark.

Handa tískumógúlnum

Það hefur víða borið á rauðum lit á tískupöllunum fyrir vor/sumartísku 2024 og við fylgjumst grant með. Tískuhús á borð við Prada, Gucci, Vivienne Westwood, Ganni og margir fleiri - færa okkur djarfar flíkur til að klæðast. Orkan þín og sjálfstraust eykst þegar þú klæðist rauðu og fyrir suma þarf ákveðið þor að fara í svo kraftmikinn lit. Eitt er víst, að þú vekur alltaf athygli í rauðu.

Sjóðandi heitt! Zara mætir þörfum þeirra sem elska rautt.
Á tískusýningarpallinum hjá Jacquemus vor/sumar 2024.
Acne vor/sumar 2024.
Rhude vor/sumar 2024.
Hælar og stælar! Þeir gerast vart rauðari en þessir. Zara - 6.995 kr.
Flottur þríhnepptur blazer. Zara - 13.995 kr.
Taska fyrir pallíettudrottninguna. Zara - 6.995 kr.
Hugo Boss-húfa handa honum. Herragarðurinn - 10.980 kr.
Afslappaður bolur fyrir herrann. Zara - 4.995 kr.
Inniskórnir sem hann mun elska. Zara - 3.795 kr.
Polo Ralph Lauren-bolur í bleiku fyrir elskuna þína. Herragarðurinn - 18.980 kr.
Nike færir okkur þessa skó í tilefni að Valentínusardeginum í ár.

Fyrir heimakæra hjartað

Rauður litur er oft sagður vera orkugefandi - hann gefur einnig hlýju og ákveðinn lúxus, sé hann „rétt“ notaður. Það hefur víða borið á litnum í innanhússhönnun og þá oftar en ekki á ólíklegum stöðum, eins og á hurðum, stigagangi eða með hinum ótal smáhlutum sem finnast þarna úti. Rauður er ákveðin vítamínsprauta og því ekki að ástæðulausu að hann er eftirsóknarverður.

Smart sófi frá danska MUUTO - hér í rauðri yfirhalningu.
Bit-kollur úr endurunnu plasti frá Normann Copenhagen. Dúka - 41.450 kr.

Sænska fatakeðjan H&M fór í samstarf við Pantone á síðasta ári og kynnti m.a. þessar litríku vörur.

Handklæði frá Marimekko, 70x150 cm. Epal - 7.500 kr.
Hönnunarunnendur þekkja fílinn frá VITRA. Penninn - 18.990 kr.
Uten Silo er fjölnota vegghirsla hönnuð árið 1969 af Dorothee Becker. Penninn - 49.990 kr.
Fallegar hillur frá VITRA, koma í þremur stærðum. Penninn - verð frá 10.990 kr.
Þessi hægindastóll ber nafnið RO og kemur úr smiðju Fritz Hansen. Verslunin Epal er söluaðili Fritz Hansen hér á landi.
Vaðfuglinn má finna víða inni á heimilum landsins. Epal - 5.150 kr.
Bleikt skipulagsbox ætti að gleðja einhvern. Penninn - 7.490 kr.
Hin þekkta Krenit-skál frá Normann Copenhagen. Líf og list - 6.640 kr.
Hindberjableikt kampavínsglas frá AIDA. Líf og list - 2.890 kr.
Íslensk hönnun! Viskastykki með villiblómum frá Vorhús. Dúka - 3.390 kr.
Myndaalbúm fyrir öll dýrmætu augnablikin í lífinu. Epal - 6.450 kr.

Hægindastóllinn og meistarastykkið „Eggið“, hér í rauðri útgáfu. Stóllinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir Royal-hótelið í Kaupmannahöfn og í kjölfarið fylgdi stóllinn Svanurinn. Eggið er einn þekktasti stóll heims - enda sönn hönnunarklassík hér á ferð. 

Mynd: Fritz Hansen

Fyrir þá vandlátu

Þegar okkur langar að gera extra vel við hjartað okkar, þá færist löngunin að hlutum sem við leyfum okkur oft ekki svo glatt að kaupa - og hér eru tækifæriskaup sem skora hátt. Falleg undirföt, sólgleraugu eða góður illmur fyrir hann eða hana, er það sem mörg óska sér.

Töff blúndutoppur frá Hugo Boss. Mathilda - 8.990 kr.
Ilmur af rósarvið er það sem hana langar í. Mathilda - 29.990 kr.
Nýr ilmur úr smiðju Yves Saint Laurent. Black Opium Eau de Parfum Over Red, Hagkaup, 14.999 kr.
Polo Red Parfum frá Ralph Lauren, Hagkaup, 10.999 kr.
Born in Roma Uomo Intense Eau de Parfum frá Valentino, Hagkaup, 14.699 kr.
Bonbon Eau de Parfum frá VIKTOR & ROLF, Hagkaup, 12.999 kr.
Very Good Girl Glam Eau De Parfum frá Carolina Herrera, Hagkaup, 12.299 kr.
Luna Rossa Carbon Eau de Toilette frá Prada, Hagkaup, 12.999 kr.
Það sést langar leiðir að þessi eru merkt Gucci. Optical Studio - 123.600 kr.
Eldrauð gleraugu fyrir þá sem þora! Optical Studio - 89.800 kr.
Þessi myndu klæða manninn í lífinu þínu vel. Optical Studio - 49.900 kr.

Fyrir matarhjartað

Sælkerahjartað tekur alltaf fagnandi á móti hverskyns „gúrme“ súkkulaði, lakkrís eða öðrum sætindum. En rauður litur er sagður vera örvandi fyrir matarlystina og eykur orku - því er hann upplagður í eldhúsið. Við tengjum oft rauðan við pítsastaði, þar sem oftar en ekki eru rauðar flísar á veggjum. Rauður er ýmist notaður sem partur af eldhúsinnréttingu, eða í tækjum sem þeim fylgja. Eins hefur bleikur fært sig upp á skaftið hvað varðar eldhús og þykir einstaklega hlýlegur. 

Rautt og bleikt fer vel saman! Hér hafa húsráðendur gefið litum lausan tauminn og útkoman er hressandi.
Mynd: Luis Díaz Díaz
Lakkrísinn sem kveikir í bragðlaukunum. Epal - 2.600 kr.
Múmínbolli er góð gjöf. Dúka - 1.990 kr.
Bialetti mokkakanna í rauðu – kemur í tveimur stærðum, sem 3 bolla kanna og 6 bolla kanna. Líf og list - verð frá 5.590 kr.
Grunnur leirpottur af bestu gerð. Líf og list - 47.990 kr.
Bleikt ferðamál frá HAY. Penninn - 6.949 kr.
Rautt mortel frá Le Creuset. Líf og list - 8.950 kr.
Mynd: Kitchen Aid sem fæst í Líf og list, Smáralind.
Flying Tiger er með ýmsa skemmtilega smáhluti í tilefni Valentínusardagsins.
Amor-bolli úr Flying Tiger.
Sætar makrónur úr Flying Tiger.
Skemmtilegur ástarleikur úr Flying Tiger.
Njótum dags ástarinnar!

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Spennandi jólagjafahugmyndir fyrir hann

Lífsstíll

Stílistinn okkar skoðar tilboðin á Kauphlaupi

Lífsstíll

„Stórkostlegt átak sem þjóðin hefur tekið algerlega upp á sína arma“

Lífsstíll

Topp 5 bækur til að lesa í haust

Lífsstíll

Fáðu frítt æfinga­prógramm frá Söru Davíðs

Lífsstíll

Hér er óskalisti brúðhjónanna

Lífsstíll

Heillandi tilboð á Miðnæturopnun í Smáralind

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi