Fara í efni

Skotheld tips fyrir ferðalanga

Lífsstíll - 29. júní 2023

Það eru ákveðin atriði sem vert er að hafa í huga áður en við leggjum af stað á nýja ókunna staði. Þá vitnum við í nokkur góð ráð varðandi skipulagningu, og hvað sé ómissandi að taka með sér í ferðina. Komdu með í ferðalag!

Mikilvægustu spjarirnar

Mikilvægustu spjarirnar til að pakka niður eru án efa nærföt, sokkar og góðir skór til að þramma á allan daginn - nema stefnan sé tekin að sundlaugarbakkanum, þá þarf ekki mikið meira en opna sandala. Forðist einnig að taka með fatnað sem þarf að strauja, því ferðinni er heitið í frí - ekki satt.

Verið skynsöm og pakkið létt! Ekkert gleður meira en að kaupa sér eina til tvær (jafnvel fleiri) flíkur sem þurfa pláss í töskunni á leiðinni heim.

Áður en þú heldur af stað, skaltu byrja á því að slá upp áfangastaðnum á Instagram og finna bestu staðina til að taka myndir. Það getur sparað tíma, sértu á höttunum eftir hinni fullkomnu mynd til að eiga eða birta síðar á samfélagsmiðlunum.

 

Bleik Gucci sólgleraugu fyrir þá sem þora. Optical Studio - 52.600 kr.
Hatta og aðrir fylgihluti fyrir sólina má finna í ZARA.
Þægilegir strigaskór til að þramma á. Kaupfélagið - 24.995 kr..
Augnhlíf er ómissandi í ferðalagið, er við viljum næla okkur í svefn á milli áfangastaða.

Vertu forvitin

Bókaðu ferðina tímalega og sparaðu aurinn sem hefði farið í dýrara sæti, í aðra upplifun.

Flettu upp nokkrum algengum setningum eins og ‘afsakið’ eða ‘takk fyrir’ - á því tungumáli sem áfangastaðurinn er. Það er skemmtilegt að geta slegið um sig eins og innfæddur.

Lestu þig til um sögu staðarins - það er fræðandi að vita hvert maður er að fara og hvaða saga býr þar að baki.

Passaðu að plana ekki yfir þig. Það er líka gaman að mæta á nýjan stað og vera landkönnuður á eigin vegum - villast á götum og rekast á byggingar og fólk sem þú annars hefðir aldrei séð.

Hörð, stækkanleg ferðataska með skilrúmum. Penninn/Eymundsson - 52.999 kr.
Allar villtustu eyjar heims, finnur þú í þessari bók. Penninn/Eymundsson - 8.999 kr.
Merkispjald á töskuna, margar týpur í boði. A4 - 2.490 kr.
Taska með hálsól fyrir vegabréf og peninga. Penninn/Eymundsson - 2.899 kr.
Ferðatölvupakpoki sem rúmar heilan helling og gott betur en það. A4 - 29.990.
Skemmtileg bók fyrir þá sem ferðast einir. Penninn/Eymundsson - 5.099 kr.
Fjárfestið í vandaðri ferðatösku eða bakpoka sem mun endast þér í margar ferðir á milli staða.

Tæknilega hliðin

Ekki gleyma hleðslutæki fyrir síma, úr, myndavél og þess háttar. Eins er gott að taka með sér hleðslubanka sem bjargar þér á löngum dögum til að hlaða símann.

Myndavélarnar okkar eru oftast að finna í símanum. Munum samt að leggja símann frá okkur annað slagið og njóta augnabliksins.

Verið óhrædd við að spyrja heimamenn um meðmæli á góða veitingastaði eða áhugaverða staði til að skoða. Þeir leiða þig áfram á staði sem hinn almenni ferðamaður er ekki vanur að sjá.

Þessi 2-í 1 MagSafe + Watch hleðsluhnappur er einn sá allra nettasti og getur hlaðið bæði iPhone og Apple Watch í einu. Epli - 15.990 kr.
Nettur þráðlaus hleðslubanki með segul og standi. Epli - 10.990 kr.
Myndavélar í símum nú til dags færa manni hin fullkomnu gæði til að festa ferðalagið á filmu. Og það þarf ekki alltaf að vera sól, því skýjadagar eru t.d. fullkomnir fyrir portrait myndatökur.

Ókannaðar slóðir

Skrifið alltaf niður heimilisfangið og símanúmerið á gististaðnum. Það sparar tíma er þú mætir á áfangastað og þú sleppir við að fletta upp í tölvupósts-frumskóginum eftir staðfestingarbréfi frá t.d. hótelinu.

Hafir þú tök á að sitja við gluggann í flugvél, lest eða rútu, skaltu þyggja það sæti. Þá getur þú hallað höfðinu í átt að veggnum og hvílt þig um stund - eða notið besta útsýnisins ef því er að skipta.

Tökum myndir af okkur sjálfum á nýjum slóðum, við munum elska það seinna meir - því minningarnar eru ómetanlegar.

Vatnsflaska frá 24 bottles. Epal - 4.950 kr.
66 north býður upp á úrval af léttum vestum og peysum í sumarlegum litum - 36.000 kr.
Kælitaska sem rúmar 38L og hentar vel í útileguna. Útilíf - 32.900 kr.
Smart 20L bakpoki frá North Face. Útilíf - 18.990 kr.
Nestisbox fyrir hina vandlátu, og gaffall fylgir með. Epal - 4.800 kr.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu