Engar öfgar
Próteinpizzan í uppáhaldi hjá Helgu Möggu
Djúsí próteinpizza
„Ég bjó til 4 litlar pizzur úr uppskriftinni en það er líka hægt að gera eina stóra. Það væri því tilvalið að tvöfalda uppskriftina til að fá tvær stórar pizzur í kvöldmat fyir 4.“
Innihald í einn botn eða 4 litlar:
- 1 bolli hveiti / 140gr
- 1 bolli hreint skyr / 230gr
- 1 tsk lyftiduft / 5gr
„Allt sett saman í skál og hnoðað saman, mér finnst oft þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum. Fletja út og setja á bökunarpappír. Það er gott að stinga nokkur göt með gaffli í hverja pizzu fyrir bökun svo þær blási ekki mikið út.
Okkur familíunni finnst betra að baka botnana fyrst í 15-18 mín við 180 gráður og setja svo áleggið á og baka aftur í um 8-10 mín á sama hita. En það er líka í góðu lagi að setja áleggið beint á og baka þá í 18-20 mín. Endarnir verða aðeins meira krispí ef botninn er bakaður á undan, eða eins og krakkarnir mínir orðuðu þetta: „Það er meira eins og Flatey pizza“.
Uppskrift sem allir í fjölskyldunni elska
Chilli con carne Helgu Möggu
- 1 msk olía
- 1 laukur 150 g
- 2-3 hvítlauksgeirar
- 600 g kalkúnahakk
- 400 g niðursoðnir tómatar
- 170 g tómat púrra
- 20 g fljótandi kalkúnakraftur
- 100 gr vatn
- 300 g nýrnabaunir eða 1 dós, vatninu hellt af
- 1 tsk salt
- 1 tsk pipar
- 1 tsk kúmín
- 1 tsk chillí, eða eftir smekk
„Þennan rétt þarf annað hvort að gera á stórri pönnu, pönnu með háum brúnum eða í potti. Byrjaðu á því að steikja hvítlaukinn og laukinn upp úr olíunni, svo setur þú þiðið kalkúnahakkið út á pönnuna og steikir það í gegn og kryddar. Þú bætir svo restinni af innihaldsefnunum út á pönnuna og lætur þetta malla við vægan hita í um 20 mínútur eða lengur. Ég hef gert þetta í hádeginu og hitað upp um kvöldið, það er bara betra. Ef þér finnst rétturinn vera of þykkur þá má bæta við meira vatni.“
Suðrænt vanillubúst
Innihald fyrir einn:
- 150 g Ísey vanilluskyr
- 100 g mjólk
- 130 g frosinn ananas
- 75 g frosinn eða ferskur banani
- Rifinn börkur af límónu
- 1 límóna
Öllu blandað vel saman í blandara og svo er gott að toppa þetta með smá af rifnum límónuberki eða kókosmjöli.
Dásamlegir döðlubitar
- 20 ferskar döðlur / 250 g
- 170 g kókos Ísey skyr / lítil dós
- 25 g hnetusmjör / næstum 2 msk
- Súkkulaði:
- 10 g kókosolía / 2 tsk
- 10 g kakó / 2 tsk
- 10 g hunang eða önnur sæta / 2 tsk
„Þú byrjar á því að opna döðlurnar og taka steininn úr, það er mjög mikilvægt að nota ferskar döðlur í þessa uppskrift því þú kemur innihaldinu ekki inn í þurrkaðar döðlur. Blandaðu saman skyrinu og hnetusmjörinu og fylltu svo hverja döðlu með blöndunni. Gott að setja döðlurnar örlítið inn í frysti á meðan súkkulaðið er útbúið. Þvínæst er smá súkkulaði sett ofan á hverja döðlu og skreytt með kókosmjöli.“
Ég tek alltaf Pure omega 3 frá Good routine, ég sé svakalegan mun á hárinu á mér eftir að ég byrjaði að taka það markvisst. Svo á ég alltaf til Comfort-U frá Good routine sem er fyrirbyggjandi fyrir þvagfærasýkingum. Ég tek líka reglulega Sofðu rótt og magnesíum frá Iceherbs, ásamt því að taka inn astaxanthin og mjólkurþistil frá sama merki.
- 20 g malað haframjöl
- 50 g maukuð kotasæla
- 50 g vanilluskyr
- 15 g vanillupróteinduft
- 5 g kakóduft
- 10 g súkkulaðibitar eða eftir smekk
Heilsudagarnir í Hagkaup Smáralind standa yfir til 4. febrúar þar sem hægt er versla heilsutengdar vörur á afslætti.