Fara í efni

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll - 22. janúar 2024

Helga Margrét Gunnarsdóttir næringarþjálfari, eða Helga Magga eins og hún er jafnan kölluð, hefur slegið í gegn með heimasíðunni sinni helgamagga.is þar sem hún deilir næringarríkum uppskriftum. Nú í byrjun nýja ársins, þar sem margir eru að taka til í mataræðinu, fannst okkur tilvalið að fá hana til að deila nokkrum uppskriftum með lesendum HÉRER og minna á Heilsudaga sem standa yfir í Hagkaup til 4. febrúar en þar nýtir Helga Magga alltaf tækifærið og kaupir próteinduft, vítamín og bætiefni á afslætti.

Engar öfgar

„Ég hvet fólk frekar til að hugsa út í næringuna sem það setur ofan í sig, þannig að það geti hugsað sér að borða svoleiðis út lífið, sem sagt engar öfgar eða skyndilausnir, þær virka ekki. Best er að fara rólega af stað á nýja árinu og ekki neita sér um allt. Ef við gerum það er mun líklegra til að við gefumst upp eftir nokkrar vikur. Fáðu þér frekar smá súkkulaðibita með kaffinu ef þig langar í hann í staðinn fyrir að neita þér um hann, þá er líklegra að þú haldir það út. Fyrst og fremst er mikilvægt að hugsa um að hafa fæðuna næringarríka, lítið um unnar vörur og huga að því að borða prótein- og trefjaríka fæðu.“
Helga Margrét Gunnarsdóttir næringarþjálfari rekur heimasíðuna helgamagga.is þar sem hún deilir næringarríkum uppskriftum.

Próteinpizzan í uppáhaldi hjá Helgu Möggu

Próteinpizzan hennar Helgu Möggu hefur slegið í gegn en hún er í miklu uppáhaldi á hennar bæ og inniheldur einungis þrjú innihaldsefni: hveiti, lyftiduft og skyr sem gerir hana einstaklega létta og góða í maga. „Grilluð próteinpizza er algjörlega hápunktur vikunnar á mínu heimili. Þetta er líka vinsælasta uppskriftin á heimasíðunni minni og ég mæli með því að allir prófi hana, helst grillaða.“
Próteinpizzubotninn hennar Helgu Möggu inniheldur eingöngu þrjú innihaldsefni.

Djúsí próteinpizza

 

„Ég bjó til 4 litlar pizzur úr uppskriftinni en það er líka hægt að gera eina stóra. Það væri því tilvalið að tvöfalda uppskriftina til að fá tvær stórar pizzur í kvöldmat fyir 4.“

Innihald í einn botn eða 4 litlar:

 • 1 bolli hveiti / 140gr
 • 1 bolli hreint skyr / 230gr
 • 1 tsk lyftiduft / 5gr

„Allt sett saman í skál og hnoðað saman, mér finnst oft þægilegast að nota hrærivélina í þetta en það er líka hægt að hræra þetta í höndunum. Fletja út og setja á bökunarpappír. Það er gott að stinga nokkur göt með gaffli í hverja pizzu fyrir bökun svo þær blási ekki mikið út.

Okkur familíunni finnst betra að baka botnana fyrst í 15-18 mín við 180 gráður og setja svo áleggið á og baka aftur í um 8-10 mín á sama hita. En það er líka í góðu lagi að setja áleggið beint á og baka þá í 18-20 mín. Endarnir verða aðeins meira krispí ef botninn er bakaður á undan, eða eins og krakkarnir mínir orðuðu þetta: „Það er meira eins og Flatey pizza“.

Uppskrift sem allir í fjölskyldunni elska

„Rétturinn sem er uppáhald allra á mínu heimili fyrir utan próteinpizzuna, er Chilli con carne af heimasíðunni minni helgamagga.is sem ég geri úr kalkúnahakki. Þessi uppskrift hittir alltaf í mark hjá öllum og er svo einstaklega einfalt að búa hana til.“
Mexíkóskur chilli con carne er einstaklega einfaldur í framkvæmd og slær í gegn hjá allri fjölskyldunni.

Chilli con carne Helgu Möggu

 

 • 1 msk olía
 • 1 laukur 150 g
 • 2-3 hvítlauksgeirar
 • 600 g kalkúnahakk
 • 400 g niðursoðnir tómatar
 • 170 g tómat púrra
 • 20 g fljótandi kalkúnakraftur
 • 100 gr vatn
 • 300 g nýrnabaunir eða 1 dós, vatninu hellt af
 • 1 tsk salt
 • 1 tsk pipar
 • 1 tsk kúmín
 • 1 tsk chillí, eða eftir smekk

„Þennan rétt þarf annað hvort að gera á stórri pönnu, pönnu með háum brúnum eða í potti. Byrjaðu á því að steikja hvítlaukinn og laukinn upp úr olíunni, svo setur þú þiðið kalkúnahakkið út á pönnuna og steikir það í gegn og kryddar. Þú bætir svo restinni af innihaldsefnunum út á pönnuna og lætur þetta malla við vægan hita í um 20 mínútur eða lengur. Ég hef gert þetta í hádeginu og hitað upp um kvöldið, það er bara betra. Ef þér finnst rétturinn vera of þykkur þá má bæta við meira vatni.“

Suðrænt vanillubúst

Innihald fyrir einn:

 • 150 g Ísey vanilluskyr
 • 100 g mjólk
 • 130 g frosinn ananas
 • 75 g frosinn eða ferskur banani
 • Rifinn börkur af límónu
 • 1 límóna

Öllu blandað vel saman í blandara og svo er gott að toppa þetta með smá af rifnum límónuberki eða kókosmjöli.

Suðrænt vanillubúst að hætti Helgu Möggu.

Dásamlegir döðlubitar

Gott er að eiga hollari útgáfu af nammi þegar sætuþörfin hellist yfir. Hér er uppskrift að dásamlegum og hollum döðlubitum.
 • 20 ferskar döðlur / 250 g
 • 170 g kókos Ísey skyr / lítil dós
 • 25 g hnetusmjör / næstum 2 msk
 • Súkkulaði:
 • 10 g kókosolía / 2 tsk
 • 10 g kakó / 2 tsk
 • 10 g hunang eða önnur sæta / 2 tsk

„Þú byrjar á því að opna döðlurnar og taka steininn úr, það er mjög mikilvægt að nota ferskar döðlur í þessa uppskrift því þú kemur innihaldinu ekki inn í þurrkaðar döðlur. Blandaðu saman skyrinu og hnetusmjörinu og fylltu svo hverja döðlu með blöndunni. Gott að setja döðlurnar örlítið inn í frysti á meðan súkkulaðið er útbúið. Þvínæst er smá súkkulaði sett ofan á hverja döðlu og skreytt með kókosmjöli.“

Ég tek alltaf Pure omega 3 frá Good routine, ég sé svakalegan mun á hárinu á mér eftir að ég byrjaði að taka það markvisst. Svo á ég alltaf til Comfort-U frá Good routine sem er fyrirbyggjandi fyrir þvagfærasýkingum. Ég tek líka reglulega Sofðu rótt og magnesíum frá Iceherbs, ásamt því að taka inn astaxanthin og mjólkurþistil frá sama merki.
Gott er að eiga hollari útgáfu af nammi við höndina þegar sætuþörfin hellist yfir. Þá koma döðlubitarnir sterkir inn!
Helga Magga gefur okkur uppskrift að próteinkökudeigi sem hægt er að borða beint upp úr skálinni!
 • 20 g malað haframjöl
 • 50 g maukuð kotasæla
 • 50 g vanilluskyr
 • 15 g vanillupróteinduft
 • 5 g kakóduft
 • 10 g súkkulaðibitar eða eftir smekk

Heilsudagarnir í Hagkaup Smáralind standa yfir til 4. febrúar þar sem hægt er versla heilsutengdar vörur á afslætti.

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu

Lífsstíll

Jólagjafa­hugmyndir Rakelar Maríu

Lífsstíll

Jólahefð Siggu Heimis og vinkvenna slær í gegn