Fara í efni

Hér er óskalisti brúðhjónanna

Lífsstíll - 2. júlí 2024

Hvort sem þú leitar að góðri gjöf eða innblæstri að eigin gjafalista, þá ertu á réttum stað. Hér er fjölbreytt úrval af hugmyndum fyrir brúðhjónin - allt frá klassískum gjöfum, yfir í eftirminnilegar og nytsamar, svo eitthvað sé nefnt.

Vinsælar og klassískar brúðargjafir

Sumar gjafir eru vinsælli en aðrar - þar sem ákveðnir hlutir fara aldrei úr tísku. Lúxus rúmfatasett, fínt matarstell sem og eldhúsbúnaður eru gjafir sem eru tímalausar, hagnýtar og oftar en ekki ofarlega á óskalista brúðhjónanna. Eins eru upplifanir og dekur öruggur kostur ef út í það er farið.

Kampavínsglös eru góð gjöf! Þessi eru frá Rosendahl og koma tvö í pakka. Líf og list - 4.980 kr.
Trébrúður frá Kay Bojesen. Epal - 13.950 kr.
Brúðgumi frá Kay Bojesen. Epal - 13.980 kr.
Trébakki með leðurhöldum. Epal - 11.900 kr.
Alessi sítruspressa, hönnuð af Philippe Starck. Dúka - 13.990 kr.
Ankarsrum hrærivélin er sú allra besta í faginu. Líf og list - 110.990 kr.
Tertugafflar og spaði. Líf og list - 4.420 kr.
Töff barborð sem nota má undir ýmislegt á heimilinu. Með borðinu fylgir bakki í sama lit sem hægt er að nota til að bera fram drykki, eða t.d. morgunverð í rúmið. Líf og list- 57.450 kr.
Vínkarafla frá Holmegaard. Líf og list - 8.640 kr.
Vínglösin frá Iittala eru alltaf klassísk, koma 2 í pk. Dúka - 6.490 kr.
Tignarleg skál sem nota má ýmist undir skrautmuni sem og kampavínsflösku, svo eitthvað sé nefnt. Epal - 29.900 kr.

KUBUS er eflaust ein vinsælasta brúðargjöfin. Hér um ræðir tímalausa hönnun eftir Mogen Lassen frá árinu 1962, sem spannar kertastjaka í ýmsum stærðum, eins vasa og skálar. 

 

 

Turtuldúfurnar frá Kay Bojesen eru sætar. Epal - 16.800 kr.
Kopar skaftpottur frá Evu Trio. Líf og list - 22.750 kr.
Fireglobe eldstæði frá Evu Solon. Líf og list - 69.950 kr.
Vinsælasta ruslafata heims er þessi hér frá Vipp. Epal - 39.500 kr.
Tignarleg vatnskanna úr stáli frá Georg Jensen. Líf og list - 59.900 kr.
Veggklukka frá Georg Jensen, 10 cm. Epal - 14.300 kr.
Mjúk og góð sængurver frá HAY. Penninn Eymundsson - 12.499 kr.
Ferðagufutæki frá Steamery er hagnýt gjöf. Epal - 19.500 kr.
Pottur frá Le Creuset, 24 cm. Líf og list - 49.990 kr.
Sósupottur með hitara. Líf og list - 12.450 kr.
Leimu borðlampi frá Iittala fæst í Líf og list. Verð frá 52.950 kr.
Buxnakjóll er fyrir þær sem þora! Þetta dress er frá Viktor & Rolf.
Það er sannkallað blómalíf fyrir sumarið, ef marka má trendin í fatnaði fyrir stóra daginn - rétt eins og Millanova Atelier sýnir okkur hér.
Esé Azénabor vakti athygli á tískupallinum með þennan sæta kjól.
Það er enginn sem toppar þennan stjaka frá Georg Jensen, enda ber hann nafnið Masterpiece. Líf og list - 79.850 kr.
Það er eitthvað einstakt við Flora matarstellið frá Royal Copenhagen. Stell sem stenst tímans tönn!
Líf og list - 12.520 kr.

Fimm góð ráð í gjafaleit fyrir brúðhjónin

- Er eitthvað sem brúðhjónin elska að gera saman? T.d. að elda, spila golf, menning, ferðalög eða annað? Gjöf sem styður við áhugamálin þeirra, mun hitta í mark.

- Persónulegar gjafir sýna hversu vel þú þekkir brúðhjónin og hér gæti áletrun á skarti eða sérhannað listaverk verið góð hugmynd.

Mikið úrval af fallegum golffatnaði frá J.Lindeberg fæst hjá Kultur Menn og Karakter í Smáralind.

- Það er engin regla að gjöfin þurfi að vera handa þeim saman, því það er ekkert sem stoppar okkur í að gefa henni t.d. fallegt skartgripaskrín og hann getur fengið smart belti eða leðurveski. Hagnýtar gjafir sem henta báðum.

- Gott er að minna sig á að það er hugurinn sem gildir. Handgerð gjöf eða gjöf sem hefur verið vandlega valin fyrir brúðhjónin er alveg jafn verðmæt og hver önnur.

- Óskalistar eru einnig góðir að grípa í, og eru skotheld leið til að tryggja að þú kaupir eitthvað sem brúðhjónin virkilega óska sér.

Brúðarpar frá Hoptimist. Líf og list - 7.950 kr.
Bókin KINFOLK Travel er flott gjöf fyrir ferðaþyrsta. Penninn Eymundsson - 8.199 kr.
Speglabox og skartgripaskrín er fullkomið fyrir hana. Líf og list - 16.780 kr.
Ermahnappar úr rhodium húðuðu silfri . Jón og Óskar - 16.900 kr.
Mjúkur baðsloppur frá Södahl. Líf og list - 17.850 kr.
Það er enginn svikinn með handklæði frá VIPP. Epal - 6.500 kr.

Smart listaverk eða mynd er góð gjöf handa brúðhjónunum. Þetta fallega veggspjald er íslensk hönnun frá ARTALY - eða Alexöndru Lýðsdóttur. Myndin er í stærðinni 50x70 cm og sómar sér í hvaða rými sem er. 

Er dressið klárt?

„Í hverju ætlar þú að vera?” Stóri höfuðverkurinn sem flestallar konur (og margir karlmenn) ganga í gegnum fyrir veislu á við brúðkaup. Því það er ekki síður mikilvægt að huga að því í hvaða dressi þú ætlar að klæðast í veislunni. Sum brúðhjón gefa út tiltekinn stíl eða þema fyrir stóra daginn, því það er munur á hátíðlegum brúðkaupum þar sem síðkjólar og hælaskór eru í fyrirrúmi - á meðan almennt sveitabrúðkaup er öllu heldur afslappaðra.

Sumarlegur satínkjóll frá ZARA - 8.995 kr.
Samfestingar eru alltaf töff! ZARA - 8.995 kr.
Fölbleikur og flottur kjóll með rykkingu. ZARA - 6.995 kr.
Blá-köflóttur blazer frá Selected - 29.990 kr.
Fyrir þá sem kjósa afslappað lúkk eins og þetta úr ZARA.
Ljós og lekker jakkaföt. Herragarðurinn - 65.988 kr.

Hugmyndir að morgungjöfum

Hér öldum áður var morgungjöf ákveðin trygging fyrir brúðina, sem var í formi peninga, eignar eða lands. Því konan erfði ekki manninn sinn, skyldi hann falla frá. Morgungjöf var líka leið mannsins til að þakka brúðinni fyrir meydóminn - en þaðan er orðið dregið, þar sem brúðurin var gefin morguninn eftir brúðkaupið. Það var síðan á 18. öld sem að hefðirnar breyttust yfir í það sem við þekkjum í dag, en vinsælar morgungjafir eru skartgripir, falleg undirföt, upplifun af ýmsum toga, dekurdagur eða annað sem brúðhjónin elska.

Mikið úrval af nærfatnaði fæst í versluninni Lindex - 8.999 kr.
Töff hliðarveski frá Malene Birger. Karakter Smáralind - 37.995 kr.
Miu Miu sólgleraugu sem hún mun elska. Optical Studio - 64.800 kr.
Tölvutaska frá BOSS. Herragarðurinn - 34.980 kr.
Porche gleraugu fyrir hann. Optical Studio - 85.500 kr.
@Atablestory

Meira úr lífsstíl

Lífsstíll

Heillandi tilboð á Miðnæturopnun í Smáralind

Lífsstíll

Óskalisti stílista á afslætti á Dekurkvöldi

Lífsstíll

Valentínusar­dagurinn nálgast

Lífsstíll

Ættum við að bæta kollageni inn í rútínuna okkar?

Lífsstíll

Rakel María þjálfari gefur góð heilsuráð

Lífsstíll

Helga Magga næringarþjálfari deilir hollum og góðum uppskriftum

Lífsstíll

Magnaður snjallhringur kominn á markað

Lífsstíll

Góð ráð til að ná úr sér janúar sleninu